Álitið fjalli ekki um ákvörðun Jóns heldur heimildir þingsins Helena Rós Sturludóttir skrifar 12. maí 2023 12:53 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir álitið taka af allan vafa um að hann hafi farið á svig við lög við breytingar á umsóknum um ríkisborgararétt. Vísir/Vilhelm Einn höfunda lögfræðiálits Lagastofnunar Háskóla Íslands sem birt var á vef stjórnarráðsins í morgun segir álitið ekki beinlínis snúa að breyttu verklagi dómsmálaráðherra um afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun. Yfirlýsing ráðuneytisins um að ráðuneytið hafi farið að lögum varðandi umsóknir um ríkisborgararétt sé því of afdráttarlaus. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að ráðuneytið hafi farið að lögum varðandi umsóknir um ríkisborgararétt og er þar vísað til lögfræðiálits Lagastofnunar Háskóla Íslands. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent í lögfræði og annar höfunda álitsgerðarinnar, segir álitið ekki snúa því hvort ákvörðun Jóns Gunnarsson um breytt verklag við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun hafi verið rétt eða lögmæt. „Þetta breytta verklag leiddi til þess að þingmenn í nefndinni ákváðu að beita 51. grein þingskapalaga til að fá umsagnir frá stjórnvöldum fyrr í hendur,“ segir Hafsteinn og að um það snúist álitsgerðin. „Okkar álit fjallaði um það hvort þinginu væri rétt að beita 51. grein þingskapalaga til að kalla eftir þessum umræddu umsögnum sem stjórnvöld veita umsögnum um ríkisborgararétt,“ segir Hafsteinn. Í álitinu hafi umdeildar breytingar dómsmálaráðherra á reglum um afgreiðslu umsókna ekki verið skoðaðar sérstaklega. Hins vegar sé það mat höfunda álitsins að þingmönnum sé ekki heimilt að beita 51. grein þingskaparlaga þegar óskað er eftir umsögnum stjórnvalda í tilefni af umsóknum um veitingu ríkisborgararéttar. Aðspurður hvort yfirlýsingar ráðuneytisins um að það hafi farið að lögum séu rangar vill Hafsteinn ekki ganga svo langt að segja það hins vegar sé hún kannski full breiðvirk. „Það getur verið að hún sé svolítið full breiðvirk ef svo má að orði komast. Ég hef að vísu ekki lesið fréttina sjálfur. Ég er staddur erlendis á ráðstefnu og fjarri góðu gamni,“ segir Hafsteinn og bætir við: „Álitsgerðin fjallar í sjálfu sér ekki um það hvort dómsmálaráðuneytið hafi breytt verklagi sínu með eðlilegum hætti heldur um það hvort þingið geti beitt þessari 51. grein þingskapalaga.“ Dómsmálaráðherra túlkar álitið hins vegar á þann veg að hann hafi ekki farið á svig við lög. „Við óskuðum eftir því í ráðuneytinu að Lagastofnun Háskóla Íslands færi ofan í þetta mál og það kom frá þeim í gær greinargerð um þetta eða lögskýringar. Þar er auðvitað allur vafi tekinn af um það að við höfum eitthvað verið að fara á svig við lög,“ sagði Jón Gunnarsson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. 30. mars 2023 15:29 Forsætisráðherra segir málið snúast um lagalegan ágreining Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. 30. mars 2023 12:13 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Fleiri fréttir Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Sjá meira
Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að ráðuneytið hafi farið að lögum varðandi umsóknir um ríkisborgararétt og er þar vísað til lögfræðiálits Lagastofnunar Háskóla Íslands. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent í lögfræði og annar höfunda álitsgerðarinnar, segir álitið ekki snúa því hvort ákvörðun Jóns Gunnarsson um breytt verklag við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun hafi verið rétt eða lögmæt. „Þetta breytta verklag leiddi til þess að þingmenn í nefndinni ákváðu að beita 51. grein þingskapalaga til að fá umsagnir frá stjórnvöldum fyrr í hendur,“ segir Hafsteinn og að um það snúist álitsgerðin. „Okkar álit fjallaði um það hvort þinginu væri rétt að beita 51. grein þingskapalaga til að kalla eftir þessum umræddu umsögnum sem stjórnvöld veita umsögnum um ríkisborgararétt,“ segir Hafsteinn. Í álitinu hafi umdeildar breytingar dómsmálaráðherra á reglum um afgreiðslu umsókna ekki verið skoðaðar sérstaklega. Hins vegar sé það mat höfunda álitsins að þingmönnum sé ekki heimilt að beita 51. grein þingskaparlaga þegar óskað er eftir umsögnum stjórnvalda í tilefni af umsóknum um veitingu ríkisborgararéttar. Aðspurður hvort yfirlýsingar ráðuneytisins um að það hafi farið að lögum séu rangar vill Hafsteinn ekki ganga svo langt að segja það hins vegar sé hún kannski full breiðvirk. „Það getur verið að hún sé svolítið full breiðvirk ef svo má að orði komast. Ég hef að vísu ekki lesið fréttina sjálfur. Ég er staddur erlendis á ráðstefnu og fjarri góðu gamni,“ segir Hafsteinn og bætir við: „Álitsgerðin fjallar í sjálfu sér ekki um það hvort dómsmálaráðuneytið hafi breytt verklagi sínu með eðlilegum hætti heldur um það hvort þingið geti beitt þessari 51. grein þingskapalaga.“ Dómsmálaráðherra túlkar álitið hins vegar á þann veg að hann hafi ekki farið á svig við lög. „Við óskuðum eftir því í ráðuneytinu að Lagastofnun Háskóla Íslands færi ofan í þetta mál og það kom frá þeim í gær greinargerð um þetta eða lögskýringar. Þar er auðvitað allur vafi tekinn af um það að við höfum eitthvað verið að fara á svig við lög,“ sagði Jón Gunnarsson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. 30. mars 2023 15:29 Forsætisráðherra segir málið snúast um lagalegan ágreining Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. 30. mars 2023 12:13 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Fleiri fréttir Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Sjá meira
Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. 30. mars 2023 15:29
Forsætisráðherra segir málið snúast um lagalegan ágreining Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. 30. mars 2023 12:13
Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42