Gera sér vonir um að velta Erdogan úr sessi Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2023 08:08 Stuðningsmenn Receps Erdogan forseta veifa fánum fyrir framan mynd af honum í Istanbúl. Kosið verður til þings og forseta á sunnudag. AP/Emrah Gurel Tyrkneska stjórnarandstaðan vonast til þess að tuttugu ára valdatíð Receps Erdogan forseta ljúki eftir forseta- og þingkosningar sem fara fram á sunnudag. Erdogan er ekki talinn hafa staðið eins veikt og nú áður, að stórum hluta vegna óstjórnar í efnahagsmálum. Skoðanakannanir benda til þess að Kemal Kilicdaroglu, frambjóðanda kosningabandalags sex stjórnarandstöðuflokka, sé með naumt forskot á Erdogan. Stuðningsmenn hans gera sér vonir um að hann gæti jafnvel náð yfir fimmtíu prósent atkvæða sem þarf til að komast hjá annarri umferð forsetakosninga. Erdogan hefur verið forsætisráðherra og síðar forseti Tyrklands frá 2003 og hefur á þeim tíma sankað að sér völdum. Hann hefur farið létt í gegnum fimm kosningar til þessa og sækist nú eftir þriðja kjörtímabilinu í röð sem forseti. Vinsældir forsetans hafa farið dvínandi undanfarin misseri í skugga efnahagsólgu, óðaverðbólgu og óstjórnar. Jarðskjálftinn mannskæði sem varð meira en 50.000 manns að bana í suðurhluta landsins í fyrra sýndi einnig að stjórn Erdogans hefði brugðist í að undirbúa landið fyrir slíkar hamfarir. Flokkur Erdogans, Réttlætis- og þróunarflokkurinn er í kosningabandalagi með tveimur þjóðernisflokkum, litlum flokki af vinstri vængnum og flokki íslamista. Kemal Kilicdaroglu og Þjóðarbandalag hans vill vinda ofan af gerræðistilburðum Erdogans forseta.AP/Francisco Seco Vilja taka aftur upp þingræði Mótherji Erdogans, Kilicdaroglu, er 74 ára gamall leiðtogi Lýðveldissinnaða þjóðarflokksins, miðvinstrisinnaðs og veraldlegs flokks sem hefur verið sá stærsti í stjórnarandstöðu undanfarin ár. Hann er sagður hafa náð að sameina sundurleita stjórnarandstöðuna fyrir kosningarnar nú. Í svonefndu Þjóðarbandalagi hans eru miðhægriflokkur, þjóðernisflokkur, flokkur íslamsta og tveir klofningsflokkar úr stjórnarflokki Erdogans. Helsta stefnumál bandalagsins er að binda enda á valdatíð Erdogans og leggja af forsetaræðið sem hann kom á eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2017. Þess í stað vill bandalagið endurvekja þingræði. Auk þess boðar það aukið frelsi og réttindi borgaranna og hefðbundnari efnahagsstefnu en þá sem Erdogan hefur rekið. Tyrkland Tengdar fréttir Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. 9. maí 2023 13:31 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að Kemal Kilicdaroglu, frambjóðanda kosningabandalags sex stjórnarandstöðuflokka, sé með naumt forskot á Erdogan. Stuðningsmenn hans gera sér vonir um að hann gæti jafnvel náð yfir fimmtíu prósent atkvæða sem þarf til að komast hjá annarri umferð forsetakosninga. Erdogan hefur verið forsætisráðherra og síðar forseti Tyrklands frá 2003 og hefur á þeim tíma sankað að sér völdum. Hann hefur farið létt í gegnum fimm kosningar til þessa og sækist nú eftir þriðja kjörtímabilinu í röð sem forseti. Vinsældir forsetans hafa farið dvínandi undanfarin misseri í skugga efnahagsólgu, óðaverðbólgu og óstjórnar. Jarðskjálftinn mannskæði sem varð meira en 50.000 manns að bana í suðurhluta landsins í fyrra sýndi einnig að stjórn Erdogans hefði brugðist í að undirbúa landið fyrir slíkar hamfarir. Flokkur Erdogans, Réttlætis- og þróunarflokkurinn er í kosningabandalagi með tveimur þjóðernisflokkum, litlum flokki af vinstri vængnum og flokki íslamista. Kemal Kilicdaroglu og Þjóðarbandalag hans vill vinda ofan af gerræðistilburðum Erdogans forseta.AP/Francisco Seco Vilja taka aftur upp þingræði Mótherji Erdogans, Kilicdaroglu, er 74 ára gamall leiðtogi Lýðveldissinnaða þjóðarflokksins, miðvinstrisinnaðs og veraldlegs flokks sem hefur verið sá stærsti í stjórnarandstöðu undanfarin ár. Hann er sagður hafa náð að sameina sundurleita stjórnarandstöðuna fyrir kosningarnar nú. Í svonefndu Þjóðarbandalagi hans eru miðhægriflokkur, þjóðernisflokkur, flokkur íslamsta og tveir klofningsflokkar úr stjórnarflokki Erdogans. Helsta stefnumál bandalagsins er að binda enda á valdatíð Erdogans og leggja af forsetaræðið sem hann kom á eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2017. Þess í stað vill bandalagið endurvekja þingræði. Auk þess boðar það aukið frelsi og réttindi borgaranna og hefðbundnari efnahagsstefnu en þá sem Erdogan hefur rekið.
Tyrkland Tengdar fréttir Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. 9. maí 2023 13:31 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. 9. maí 2023 13:31
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent