Albert skoraði í tapleik sem skipti engu | Enn tapar Rosenborg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2023 17:30 Albert Guðmundsson skoraði í dag. vísir/Getty Genoa hefur þegar tryggt sér sæti í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á næstu ári og því skipti tap liðsins í dag litlu sem engu máli. Ítalía Albert hóf toppslag Frosinone og Genoa á varamannabekknum. Genoa komst yfir áður en liðið lenti manni undir og fékk í kjölfarið á sig tvö mörk áður en fyrri hálfleik var lokið. Heimamenn kláruðu dæmið með marki á 77. mínútu en Albert minnkaði muninn í uppbótatíma. Hans tíunda mark í deildinni. Leiknum lauk með 3-2 sigri Frosinone sem þýðir að þegar ein umferð er eftir er toppliðið með 77 stig en Genoa 70 stig. Bæði lið eru samt sem áður búin að tryggja sér sæti í Serie A á næstu leiktíð. 92 | ALBERT! Accorciamo le distanze con Albert!#FrosinoneGenoa 3 -2 pic.twitter.com/qxfNRiGDVU— Genoa CFC (@GenoaCFC) May 13, 2023 Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í liði Pisa þegar það gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Brescia. Hjörtur fékk gult spjald á 49. mínútu. Pisa er í 9. sæti, stigi frá sæti í umspilinu um sæti í Serie A. Noregur Það gengur hvorki né rekur hjá Íslendingaliði Rosenbrog en liðið tapaði 3-2 fyrir Bödo/Glimt á útivelli. Ísak Snær Þorvaldsson var í byrjunarliði Rosenborg en virðist hafa meiðst í fyrri hálfleik og var tekinn af velli á 42. mínútu. Í hans stað kom Kristall Máni Ingason. Kristall Máni jafnaði metin í 2-2 á 58. mínútu en heimamenn svöruðu skömmu síðar og fór það svo að Bödo/Glimt vann 3-2 sigur. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking þegar liðið kom til baka og vann 2-1 sigur á Sandefjord á útivelli. Viking er í 3. sæti með 11 stig eftir 6 leiki. Rosenborg er í 12. sæti með 6 stig. Svíþjóð Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði allan leikinn sem hægri bakvörður þegar Häcken vann 6-1 sigur á Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni. Seger efter en dominant insats på Bravida Arena Derbyt är redan slutsålt, säkra dina biljetter till hemmamatch därefter redan nu #bkhäcken— BK Häcken (@bkhackenofcl) May 13, 2023 Norrköping kom til baka gegn Varberg en ótrúlegt en satt var enginn Íslendingur á skotskónum. Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn, Ari Freyr Skúlason kom inn af bekknum þegar 18 mínútur lifðu leiks og Andri Lucas Guðjohnsen sat á bekknum. Arnór Sigurðsson var fjarri góðu gamni. Häcken er í 2. sæti með 18 stig eftir 8 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Malmö sem á leik til góða. Norrköping er í 3. sæti með 17 stig. Belgía Í Belgísku B-deildinni kom Nökkvi Þeyr Þórisson Beerschot yfir gegn Lierse K. en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum og unnu 2-1 sigur. Beerschot er í 3. sæti með 49 stig, 17 stigum á eftir toppliði RWDM og 16 stigum á eftir Beveren í 2. sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Sænski boltinn Norski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Sjá meira
Ítalía Albert hóf toppslag Frosinone og Genoa á varamannabekknum. Genoa komst yfir áður en liðið lenti manni undir og fékk í kjölfarið á sig tvö mörk áður en fyrri hálfleik var lokið. Heimamenn kláruðu dæmið með marki á 77. mínútu en Albert minnkaði muninn í uppbótatíma. Hans tíunda mark í deildinni. Leiknum lauk með 3-2 sigri Frosinone sem þýðir að þegar ein umferð er eftir er toppliðið með 77 stig en Genoa 70 stig. Bæði lið eru samt sem áður búin að tryggja sér sæti í Serie A á næstu leiktíð. 92 | ALBERT! Accorciamo le distanze con Albert!#FrosinoneGenoa 3 -2 pic.twitter.com/qxfNRiGDVU— Genoa CFC (@GenoaCFC) May 13, 2023 Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í liði Pisa þegar það gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Brescia. Hjörtur fékk gult spjald á 49. mínútu. Pisa er í 9. sæti, stigi frá sæti í umspilinu um sæti í Serie A. Noregur Það gengur hvorki né rekur hjá Íslendingaliði Rosenbrog en liðið tapaði 3-2 fyrir Bödo/Glimt á útivelli. Ísak Snær Þorvaldsson var í byrjunarliði Rosenborg en virðist hafa meiðst í fyrri hálfleik og var tekinn af velli á 42. mínútu. Í hans stað kom Kristall Máni Ingason. Kristall Máni jafnaði metin í 2-2 á 58. mínútu en heimamenn svöruðu skömmu síðar og fór það svo að Bödo/Glimt vann 3-2 sigur. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking þegar liðið kom til baka og vann 2-1 sigur á Sandefjord á útivelli. Viking er í 3. sæti með 11 stig eftir 6 leiki. Rosenborg er í 12. sæti með 6 stig. Svíþjóð Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði allan leikinn sem hægri bakvörður þegar Häcken vann 6-1 sigur á Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni. Seger efter en dominant insats på Bravida Arena Derbyt är redan slutsålt, säkra dina biljetter till hemmamatch därefter redan nu #bkhäcken— BK Häcken (@bkhackenofcl) May 13, 2023 Norrköping kom til baka gegn Varberg en ótrúlegt en satt var enginn Íslendingur á skotskónum. Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn, Ari Freyr Skúlason kom inn af bekknum þegar 18 mínútur lifðu leiks og Andri Lucas Guðjohnsen sat á bekknum. Arnór Sigurðsson var fjarri góðu gamni. Häcken er í 2. sæti með 18 stig eftir 8 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Malmö sem á leik til góða. Norrköping er í 3. sæti með 17 stig. Belgía Í Belgísku B-deildinni kom Nökkvi Þeyr Þórisson Beerschot yfir gegn Lierse K. en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum og unnu 2-1 sigur. Beerschot er í 3. sæti með 49 stig, 17 stigum á eftir toppliði RWDM og 16 stigum á eftir Beveren í 2. sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Sænski boltinn Norski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Sjá meira