Albert skoraði í tapleik sem skipti engu | Enn tapar Rosenborg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2023 17:30 Albert Guðmundsson skoraði í dag. vísir/Getty Genoa hefur þegar tryggt sér sæti í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á næstu ári og því skipti tap liðsins í dag litlu sem engu máli. Ítalía Albert hóf toppslag Frosinone og Genoa á varamannabekknum. Genoa komst yfir áður en liðið lenti manni undir og fékk í kjölfarið á sig tvö mörk áður en fyrri hálfleik var lokið. Heimamenn kláruðu dæmið með marki á 77. mínútu en Albert minnkaði muninn í uppbótatíma. Hans tíunda mark í deildinni. Leiknum lauk með 3-2 sigri Frosinone sem þýðir að þegar ein umferð er eftir er toppliðið með 77 stig en Genoa 70 stig. Bæði lið eru samt sem áður búin að tryggja sér sæti í Serie A á næstu leiktíð. 92 | ALBERT! Accorciamo le distanze con Albert!#FrosinoneGenoa 3 -2 pic.twitter.com/qxfNRiGDVU— Genoa CFC (@GenoaCFC) May 13, 2023 Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í liði Pisa þegar það gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Brescia. Hjörtur fékk gult spjald á 49. mínútu. Pisa er í 9. sæti, stigi frá sæti í umspilinu um sæti í Serie A. Noregur Það gengur hvorki né rekur hjá Íslendingaliði Rosenbrog en liðið tapaði 3-2 fyrir Bödo/Glimt á útivelli. Ísak Snær Þorvaldsson var í byrjunarliði Rosenborg en virðist hafa meiðst í fyrri hálfleik og var tekinn af velli á 42. mínútu. Í hans stað kom Kristall Máni Ingason. Kristall Máni jafnaði metin í 2-2 á 58. mínútu en heimamenn svöruðu skömmu síðar og fór það svo að Bödo/Glimt vann 3-2 sigur. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking þegar liðið kom til baka og vann 2-1 sigur á Sandefjord á útivelli. Viking er í 3. sæti með 11 stig eftir 6 leiki. Rosenborg er í 12. sæti með 6 stig. Svíþjóð Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði allan leikinn sem hægri bakvörður þegar Häcken vann 6-1 sigur á Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni. Seger efter en dominant insats på Bravida Arena Derbyt är redan slutsålt, säkra dina biljetter till hemmamatch därefter redan nu #bkhäcken— BK Häcken (@bkhackenofcl) May 13, 2023 Norrköping kom til baka gegn Varberg en ótrúlegt en satt var enginn Íslendingur á skotskónum. Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn, Ari Freyr Skúlason kom inn af bekknum þegar 18 mínútur lifðu leiks og Andri Lucas Guðjohnsen sat á bekknum. Arnór Sigurðsson var fjarri góðu gamni. Häcken er í 2. sæti með 18 stig eftir 8 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Malmö sem á leik til góða. Norrköping er í 3. sæti með 17 stig. Belgía Í Belgísku B-deildinni kom Nökkvi Þeyr Þórisson Beerschot yfir gegn Lierse K. en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum og unnu 2-1 sigur. Beerschot er í 3. sæti með 49 stig, 17 stigum á eftir toppliði RWDM og 16 stigum á eftir Beveren í 2. sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Sænski boltinn Norski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira
Ítalía Albert hóf toppslag Frosinone og Genoa á varamannabekknum. Genoa komst yfir áður en liðið lenti manni undir og fékk í kjölfarið á sig tvö mörk áður en fyrri hálfleik var lokið. Heimamenn kláruðu dæmið með marki á 77. mínútu en Albert minnkaði muninn í uppbótatíma. Hans tíunda mark í deildinni. Leiknum lauk með 3-2 sigri Frosinone sem þýðir að þegar ein umferð er eftir er toppliðið með 77 stig en Genoa 70 stig. Bæði lið eru samt sem áður búin að tryggja sér sæti í Serie A á næstu leiktíð. 92 | ALBERT! Accorciamo le distanze con Albert!#FrosinoneGenoa 3 -2 pic.twitter.com/qxfNRiGDVU— Genoa CFC (@GenoaCFC) May 13, 2023 Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í liði Pisa þegar það gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Brescia. Hjörtur fékk gult spjald á 49. mínútu. Pisa er í 9. sæti, stigi frá sæti í umspilinu um sæti í Serie A. Noregur Það gengur hvorki né rekur hjá Íslendingaliði Rosenbrog en liðið tapaði 3-2 fyrir Bödo/Glimt á útivelli. Ísak Snær Þorvaldsson var í byrjunarliði Rosenborg en virðist hafa meiðst í fyrri hálfleik og var tekinn af velli á 42. mínútu. Í hans stað kom Kristall Máni Ingason. Kristall Máni jafnaði metin í 2-2 á 58. mínútu en heimamenn svöruðu skömmu síðar og fór það svo að Bödo/Glimt vann 3-2 sigur. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking þegar liðið kom til baka og vann 2-1 sigur á Sandefjord á útivelli. Viking er í 3. sæti með 11 stig eftir 6 leiki. Rosenborg er í 12. sæti með 6 stig. Svíþjóð Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði allan leikinn sem hægri bakvörður þegar Häcken vann 6-1 sigur á Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni. Seger efter en dominant insats på Bravida Arena Derbyt är redan slutsålt, säkra dina biljetter till hemmamatch därefter redan nu #bkhäcken— BK Häcken (@bkhackenofcl) May 13, 2023 Norrköping kom til baka gegn Varberg en ótrúlegt en satt var enginn Íslendingur á skotskónum. Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn, Ari Freyr Skúlason kom inn af bekknum þegar 18 mínútur lifðu leiks og Andri Lucas Guðjohnsen sat á bekknum. Arnór Sigurðsson var fjarri góðu gamni. Häcken er í 2. sæti með 18 stig eftir 8 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Malmö sem á leik til góða. Norrköping er í 3. sæti með 17 stig. Belgía Í Belgísku B-deildinni kom Nökkvi Þeyr Þórisson Beerschot yfir gegn Lierse K. en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum og unnu 2-1 sigur. Beerschot er í 3. sæti með 49 stig, 17 stigum á eftir toppliði RWDM og 16 stigum á eftir Beveren í 2. sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Sænski boltinn Norski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira