Björn Berg: „Góð fyrirheit fyrir komandi átök“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. maí 2023 17:01 Björn Berg Bryde var talsvert sáttari eftir leik dagsins en hann var hér á þessari mynd. Vísir/Hulda Margrét Björn Berg Bryde skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í 4-0 sigri gegn ÍBV á Samsung vellinum í Garðabæ í dag. Stjarnan hafði byrjað mótið illa og sátu fyrir þennan leik í næstneðsta sæti deildarinnar. Ágústi Gylfasyni var sagt upp störfum sínum sem aðalþjálfari liðsins fyrr í vikunni og aðstoðarmaður hans, Jökull Elísabetarson, tók við starfinu. „Menn eru bara búnir að vera gríðarlega samstilltir eftir þessi vistaskipti hjá þjálfurunum og bara staðráðnir í að snúa bökum saman, gera þetta saman og berjast fyrir hvorn annan. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við erum tilbúnir að fórna okkur fyrir hvorn annan og unnum bara mjög flottan sigur.“ Stjarnan kom af miklum krafti inn í þennan leik og var búið að taka forystuna eftir aðeins 6 mínútur. En liðið hefur hlotið töluverða gagnrýni á þessu tímabili fyrir að sýna litla ákefð og grimmd. „Já, markmiðið er að hækka orkustigið. Það var sérstaklega kannski í Fram leiknum, við vorum rosalega ólíkir sjálfum okkur og orkustigið mjög lágt, sem er ólíkt þessu Stjörnuliði. Þannig að við settum metnað í að hækka orkustigið og ákefðina og byrja frá fyrstu mínútu. Það tókst vel í dag og við náðum inn marki snemma.“ Markið kom eftir hornspyrnu frá Guðmundi Baldvin Nökkvasyni, hár svifbolti inn á teiginn þar sem Björn stóð einn og óvaldaður og skallaði boltann í netið. „Eyjamennirnir eru í svæðisvörn þannig að ég var ekki dekkaður í fyrsta horninu en svo fljótlega í öðru horninu var einhver kominn á mig. En gaman að geta hjálpað liðinu“ Þetta var annar sigur Stjörnunnar og fyrsta skipti sem liðið heldur markinu hreinu í Bestu deildinni í sumar „Það er rosalega gott, sérstaklega sem varnarmaður, að halda lakinu hreinu og það gefur okkur helling frá fremsta til aftasta manns. Þetta gefur góð fyrirheit vonandi fyrir komandi átök.“ Komandi átök Stjörnunnar eru gegn nýliðum Fylkis. Leikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ mánudaginn 22. maí, klukkan 19:15. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan – ÍBV 4-0 | Stjarnan gekk frá Eyjamönnum í seinni hálfleik Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti ÍBV í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Stjörnumenn mættu með breytt þjálfarateymi til leiks eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara nýverið, en Garðabæjarliðið gekk frá Eyjamönnum eftir hálfleikshléið. 13. maí 2023 16:01 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Stjarnan hafði byrjað mótið illa og sátu fyrir þennan leik í næstneðsta sæti deildarinnar. Ágústi Gylfasyni var sagt upp störfum sínum sem aðalþjálfari liðsins fyrr í vikunni og aðstoðarmaður hans, Jökull Elísabetarson, tók við starfinu. „Menn eru bara búnir að vera gríðarlega samstilltir eftir þessi vistaskipti hjá þjálfurunum og bara staðráðnir í að snúa bökum saman, gera þetta saman og berjast fyrir hvorn annan. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við erum tilbúnir að fórna okkur fyrir hvorn annan og unnum bara mjög flottan sigur.“ Stjarnan kom af miklum krafti inn í þennan leik og var búið að taka forystuna eftir aðeins 6 mínútur. En liðið hefur hlotið töluverða gagnrýni á þessu tímabili fyrir að sýna litla ákefð og grimmd. „Já, markmiðið er að hækka orkustigið. Það var sérstaklega kannski í Fram leiknum, við vorum rosalega ólíkir sjálfum okkur og orkustigið mjög lágt, sem er ólíkt þessu Stjörnuliði. Þannig að við settum metnað í að hækka orkustigið og ákefðina og byrja frá fyrstu mínútu. Það tókst vel í dag og við náðum inn marki snemma.“ Markið kom eftir hornspyrnu frá Guðmundi Baldvin Nökkvasyni, hár svifbolti inn á teiginn þar sem Björn stóð einn og óvaldaður og skallaði boltann í netið. „Eyjamennirnir eru í svæðisvörn þannig að ég var ekki dekkaður í fyrsta horninu en svo fljótlega í öðru horninu var einhver kominn á mig. En gaman að geta hjálpað liðinu“ Þetta var annar sigur Stjörnunnar og fyrsta skipti sem liðið heldur markinu hreinu í Bestu deildinni í sumar „Það er rosalega gott, sérstaklega sem varnarmaður, að halda lakinu hreinu og það gefur okkur helling frá fremsta til aftasta manns. Þetta gefur góð fyrirheit vonandi fyrir komandi átök.“ Komandi átök Stjörnunnar eru gegn nýliðum Fylkis. Leikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ mánudaginn 22. maí, klukkan 19:15.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan – ÍBV 4-0 | Stjarnan gekk frá Eyjamönnum í seinni hálfleik Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti ÍBV í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Stjörnumenn mættu með breytt þjálfarateymi til leiks eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara nýverið, en Garðabæjarliðið gekk frá Eyjamönnum eftir hálfleikshléið. 13. maí 2023 16:01 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan – ÍBV 4-0 | Stjarnan gekk frá Eyjamönnum í seinni hálfleik Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti ÍBV í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Stjörnumenn mættu með breytt þjálfarateymi til leiks eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara nýverið, en Garðabæjarliðið gekk frá Eyjamönnum eftir hálfleikshléið. 13. maí 2023 16:01