Segir að Mourinho gæti verið rétti maðurinn fyrir PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2023 23:31 Gæti Mourinho verið á leið til Parísar? Alessandro Sabattini/Getty Images José Mourinho, þjálfari Roma, hefur verið orðaður við stjórastöðu París Saint-Germain. Franska liðinu dreymir um árangur í Evrópu og þar eru fáir betri en Mourinho. Hinn sextugi Mourinho er við það að stýra Roma í úrslit Evrópudeildarinnar en liðið sigraði Bayer Leverkusen 1-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum á fimmtudaginn var. Á síðustu leiktíð fóru Rómverjar alla leið í Sambandsdeild Evrópu og var Mourinho í kjölfarið „krýndur“ keisari Rómar. Þó Roma hafi ekki gengið nægilega vel heima fyrir þá telur James Horncastle, blaðamaður sem veit meira en flestir um ítalskan fótbolta, að Mourinho gæti verið rétti maðurinn fyrir PSG. „Ég tel að Mourinho horfi á Roma sem stökkpall í annað stórt starf,“ sagði Horncastle í hlaðvarpi á dögunum. Mourinho, sem hefur þjálfað Chelsea, Inter, Real Madríd og Manchester United á ferli sínum var spurður út í áhuga PSG á dögunum. Hann hló einfaldlega og sagði að ef franska liðið myndi hringja þá myndi enginn svara. José Mourinho: Paris Saint-Germain are calling to appoint me? If they're looking for me, they didn't find me because they haven't talked to me , told Sky Sport. #PSG pic.twitter.com/VICGRpZ9J8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2023 Það er hins vegar talið næsta öruggt að Portúgalinn vilji komast að hjá liði sem getur unnið fjölda titla á nýjan leik. „Mourinho er einhver sem vill vinna hvar sem hann er. Ég tel að honum líði þannig að Roma geti ekki barist um ítalska meistaratitilinn nema þeir breyti áherslum sínum og fari að eyða meiri pening. Hann vill eiga möguleiga á að vinna Meistaradeild Evrópu á nýjan leik,“ sagði Horncastle einnig. Þó Mourinho hafi átt erfitt uppdráttar hjá Man United og hlutabréfin hríðlækkað þá hefur hann sýnt snilli sína hjá Roma. Blaðamaðurinn Guillem Balague telur að ef PSG er alvara með að fara í aðra átt og fækka stórstjörnum þá gæti Mourinho orðið maðurinn sem liðið þarf á að halda. Jose Mourinho's Roma side are one result away from heading back to their second European final in two seasons pic.twitter.com/LVJgARovom— ESPN FC (@ESPNFC) May 11, 2023 „Ef félagið bakkar hann upp og gefur hönum völd þegar kemur að leikmannamálum þá gæti hann verið rétti maðurinn í starfið. Þeir þurfa ekki einhvern sem vill finna upp hjólið, þeir þurfa einhvern sem getur skipulagt og stýrt skútunni í rétta átt,“ bætti Balague við. Þá hjálpar til að Jorge Mendes, umboðsmaður Mourinho, er einn besti vinur Luis Campos, íþróttastjóra PSG. Hvort það sé nóg til að Mourinho verði ráðinn kemur í ljós en sem stendur stefnir hann á að tryggja Rómverjum annan Evróputitil á jafn mörgum árum. Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira
Hinn sextugi Mourinho er við það að stýra Roma í úrslit Evrópudeildarinnar en liðið sigraði Bayer Leverkusen 1-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum á fimmtudaginn var. Á síðustu leiktíð fóru Rómverjar alla leið í Sambandsdeild Evrópu og var Mourinho í kjölfarið „krýndur“ keisari Rómar. Þó Roma hafi ekki gengið nægilega vel heima fyrir þá telur James Horncastle, blaðamaður sem veit meira en flestir um ítalskan fótbolta, að Mourinho gæti verið rétti maðurinn fyrir PSG. „Ég tel að Mourinho horfi á Roma sem stökkpall í annað stórt starf,“ sagði Horncastle í hlaðvarpi á dögunum. Mourinho, sem hefur þjálfað Chelsea, Inter, Real Madríd og Manchester United á ferli sínum var spurður út í áhuga PSG á dögunum. Hann hló einfaldlega og sagði að ef franska liðið myndi hringja þá myndi enginn svara. José Mourinho: Paris Saint-Germain are calling to appoint me? If they're looking for me, they didn't find me because they haven't talked to me , told Sky Sport. #PSG pic.twitter.com/VICGRpZ9J8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2023 Það er hins vegar talið næsta öruggt að Portúgalinn vilji komast að hjá liði sem getur unnið fjölda titla á nýjan leik. „Mourinho er einhver sem vill vinna hvar sem hann er. Ég tel að honum líði þannig að Roma geti ekki barist um ítalska meistaratitilinn nema þeir breyti áherslum sínum og fari að eyða meiri pening. Hann vill eiga möguleiga á að vinna Meistaradeild Evrópu á nýjan leik,“ sagði Horncastle einnig. Þó Mourinho hafi átt erfitt uppdráttar hjá Man United og hlutabréfin hríðlækkað þá hefur hann sýnt snilli sína hjá Roma. Blaðamaðurinn Guillem Balague telur að ef PSG er alvara með að fara í aðra átt og fækka stórstjörnum þá gæti Mourinho orðið maðurinn sem liðið þarf á að halda. Jose Mourinho's Roma side are one result away from heading back to their second European final in two seasons pic.twitter.com/LVJgARovom— ESPN FC (@ESPNFC) May 11, 2023 „Ef félagið bakkar hann upp og gefur hönum völd þegar kemur að leikmannamálum þá gæti hann verið rétti maðurinn í starfið. Þeir þurfa ekki einhvern sem vill finna upp hjólið, þeir þurfa einhvern sem getur skipulagt og stýrt skútunni í rétta átt,“ bætti Balague við. Þá hjálpar til að Jorge Mendes, umboðsmaður Mourinho, er einn besti vinur Luis Campos, íþróttastjóra PSG. Hvort það sé nóg til að Mourinho verði ráðinn kemur í ljós en sem stendur stefnir hann á að tryggja Rómverjum annan Evróputitil á jafn mörgum árum.
Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira