„Ef þú ætlar að gera það segi ég bara „Fuck you“ og við svörum í sömu mynt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2023 21:40 Arnar var allt annað en sáttur með mótherja dagsins. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga sem sitja á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu, var allt annað en sáttur með FH-inga í kvöld. Sagði Arnar að andstæðingur kvöldsins hefði einfaldlega lagt upp úr að meiða sína menn. „Sterkur sigur, solid fyrri hálfleikur. Gátum gert aðeins betur og skorað fleiri mörk en í seinni hálfleik þegar FH-ingar missa hausinn – sem byrjaði í fyrri hálfleik – þá bara mættum við í baráttu.“ „Í nokkrum atriðum í seinni hálfleik voru FH-ingar alveg skelfilegir, fóru grimmt í okkar menn og ef þú ætlar að gera það segi ég bara „Fokk jú“ og við svörum í sömu mynt. Þú mætir ekkert á þennan völl og ætlar að taka svona leik á móti okkur, það gengur ekki upp.“ „Það byrjaði með Kjartan Henry [Finnbogason] olnbogaði Niko [Hansen]. Hef aldrei talað um dómara en þetta var augljós vítaspyrna og rautt spjald. Svo var hann heppinn að klippa ekki leikmann okkar niður í fyrri eða seinni hálfleik.“ Gísli Gottskál þurfti að yfirgefa völlinn eftir að Finnur Orri Margeirsson tæklaði hann illa undir lok leiks „Indælisdrengur hann Finnur en það var greinilega sagt eitthvað á borð við „nú skulum við taka á Víkingunum og berja þá aðeins niður“ í hálfleik. Gangi þeim vel, við mættum þeim bara og ég er hrikalega ánægður með þennan sigur.“ „Ökklinn lítur skelfilega út. Ég er ekki vanur að skæla eftir leik og fíla líkamleg átök og það er ekkert vandamál en þeir voru bara að reyna meiða menn. Ekkert flóknara en það. Vonandi er Gísli í lagi því það er mikilvægt mót með U-19 ára landsliðinu í byrjun júlí.“ Um stöðuna í deildinni „Erfitt að segja, eins og staðan er í dag eru þrjú lið sem munu verða í titilbaráttu en það er svo fljótt að breytast. Innbyrðisviðureignir framundan, þetta mun skýrast í júní. Eins og staðan er í dag eru þessu þrjú lið búin að slíta sig aðeins frá.“ „Sjö sigrar og eitt mark fengið á sig er frábær byrjun en nú eru allri að elta okkur. Ekkert flóknara en það, þurfum að standast þá prófraun sem við höfum gert hingað til,“ sagði Arnar að ending. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
„Sterkur sigur, solid fyrri hálfleikur. Gátum gert aðeins betur og skorað fleiri mörk en í seinni hálfleik þegar FH-ingar missa hausinn – sem byrjaði í fyrri hálfleik – þá bara mættum við í baráttu.“ „Í nokkrum atriðum í seinni hálfleik voru FH-ingar alveg skelfilegir, fóru grimmt í okkar menn og ef þú ætlar að gera það segi ég bara „Fokk jú“ og við svörum í sömu mynt. Þú mætir ekkert á þennan völl og ætlar að taka svona leik á móti okkur, það gengur ekki upp.“ „Það byrjaði með Kjartan Henry [Finnbogason] olnbogaði Niko [Hansen]. Hef aldrei talað um dómara en þetta var augljós vítaspyrna og rautt spjald. Svo var hann heppinn að klippa ekki leikmann okkar niður í fyrri eða seinni hálfleik.“ Gísli Gottskál þurfti að yfirgefa völlinn eftir að Finnur Orri Margeirsson tæklaði hann illa undir lok leiks „Indælisdrengur hann Finnur en það var greinilega sagt eitthvað á borð við „nú skulum við taka á Víkingunum og berja þá aðeins niður“ í hálfleik. Gangi þeim vel, við mættum þeim bara og ég er hrikalega ánægður með þennan sigur.“ „Ökklinn lítur skelfilega út. Ég er ekki vanur að skæla eftir leik og fíla líkamleg átök og það er ekkert vandamál en þeir voru bara að reyna meiða menn. Ekkert flóknara en það. Vonandi er Gísli í lagi því það er mikilvægt mót með U-19 ára landsliðinu í byrjun júlí.“ Um stöðuna í deildinni „Erfitt að segja, eins og staðan er í dag eru þrjú lið sem munu verða í titilbaráttu en það er svo fljótt að breytast. Innbyrðisviðureignir framundan, þetta mun skýrast í júní. Eins og staðan er í dag eru þessu þrjú lið búin að slíta sig aðeins frá.“ „Sjö sigrar og eitt mark fengið á sig er frábær byrjun en nú eru allri að elta okkur. Ekkert flóknara en það, þurfum að standast þá prófraun sem við höfum gert hingað til,“ sagði Arnar að ending.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira