Allar líkur á annarri umferð í forsetakosningunum í Tyrklandi Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. maí 2023 06:39 Fylgi Erdogan í fyrri umferð kosninganna hefur komið mörgum á óvart. AP/Amrah Gurel Mestar líkur virðast nú vera á því að önnur umferð muni fara fram í forsetakosningunum í Tyrklandi, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu frambjóðandanna. Eftir 20 ár á valdastólum var Recep Teyyip Erdogan sigurviss í ræðu sinni til stuðningsmanna í nótt og sagðist fullviss um að ná meirihluta atkvæða og tryggja sér embættið. Helsti mótframbjóðandi hans, Kemal Kilicdaroglu, segir hinsvegar ljóst að hann verði með pálmann í höndunum þegar yfir lýkur. Enn á eftir að telja um 10 prósent atkvæða og Erdogan er aðeins með 49,4 prósent atkvæða en Kilicdaroglu kemur næstur með 44,79 prósent. Þriðji frambjóðandinn, sem mun heltast úr lestinni fyrir aðra umferð, er svo með rúm fimm prósent atkvæða. Erdogan hefur verið nær einráður í Tyrklandi um árabil en síðustu misseri hefur hallað undan fæti. Verðbólgan mælist nú um 45 prósent og efnahagsaðgerðir forsetans hafa verið harðlega gagnrýndar. Þá var Erdogan einnig gagnrýndur fyrir lélegt viðbragð ríkisins við jarðskjálftunum í febrúar, þar sem rúmlega fimmtíu þúsund manns fórust. Því bjuggust margir við því að forsetinn myndi tapa kosningunum nú og kemur sumur sérfræðingum nokkuð á óvart hversu mikið fylgi Erdogan fékk í fyrri umferðinni. Síðari umferð forsetakosninganna mun fara fram 28. maí næstkomandi. Tyrkland Tengdar fréttir Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga. 14. maí 2023 20:58 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Eftir 20 ár á valdastólum var Recep Teyyip Erdogan sigurviss í ræðu sinni til stuðningsmanna í nótt og sagðist fullviss um að ná meirihluta atkvæða og tryggja sér embættið. Helsti mótframbjóðandi hans, Kemal Kilicdaroglu, segir hinsvegar ljóst að hann verði með pálmann í höndunum þegar yfir lýkur. Enn á eftir að telja um 10 prósent atkvæða og Erdogan er aðeins með 49,4 prósent atkvæða en Kilicdaroglu kemur næstur með 44,79 prósent. Þriðji frambjóðandinn, sem mun heltast úr lestinni fyrir aðra umferð, er svo með rúm fimm prósent atkvæða. Erdogan hefur verið nær einráður í Tyrklandi um árabil en síðustu misseri hefur hallað undan fæti. Verðbólgan mælist nú um 45 prósent og efnahagsaðgerðir forsetans hafa verið harðlega gagnrýndar. Þá var Erdogan einnig gagnrýndur fyrir lélegt viðbragð ríkisins við jarðskjálftunum í febrúar, þar sem rúmlega fimmtíu þúsund manns fórust. Því bjuggust margir við því að forsetinn myndi tapa kosningunum nú og kemur sumur sérfræðingum nokkuð á óvart hversu mikið fylgi Erdogan fékk í fyrri umferðinni. Síðari umferð forsetakosninganna mun fara fram 28. maí næstkomandi.
Tyrkland Tengdar fréttir Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga. 14. maí 2023 20:58 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga. 14. maí 2023 20:58