Dómnefndina skipuðu eftirfarandi aðilar:
- Sigurjón Örn Böðvarsson, söngvari
- Lovísa Rut Kristjánsdóttir, útvarpskona hjá Ríkisútvarpinu
- Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur
- Kristjana Stefánsdóttir, söngkona
- Heiða Eiríksdóttir, tónlistarkona
Einar Hrafn Stefánsson Eurovision-reynslubolti úr hljómsveitinni Hatara tilkynnti stigin. Dómnefndin var hrifin af áströlsku rokk sveitinni Voyager og gaf þeim 12 stig.
Þá fengu Finnarnir 10 stig frá dómnefndinni okkar en finnska atriðið fylgdi fast á eftir Loreen í úrslitunum og höfnuðu eftirminnilega öðru sæti í keppninni.
Önnur stig íslensku dómnefndarinnar dreifðust svona:
8 stig til Austurríkis, 7 stig til Svíþjóðar, 6 stig til Tékklands, 5 stig til Belgíu, 4 stig til Noregs, 3 stig til Spánar, 2 stig til Þýskalands og 1 stig til Serbíu.