Sigurður Kristjánsson, aðstoðarsaksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að einstaklingnum sem keyrði inn í Sauðárkróksbakarí, hafi verið sleppt úr haldi lögreglunnar.
Ekki verður gefið upp hverjar hugsanlegar sakir viðkomandi sé grunaður um. Það er ekki verður gefið upp hvort hann sé eigandi bílsins né hvort hann sé grunaður um ölvunar eða fíkniefnaakstur. Reyndi hann að flýja af vettvangi en var handsamaður.
Samkvæmt Snorra Stefánssyni, eiganda bakarísins, er tjónið mikið. Gat er á veggnum, vatnsleiðslur fóru í sundur og skemmdir urðu á innréttingum. Mun taka allt að tvo mánuði að laga húsnæðið.
Sigurður segir umfang tjónsins ekki liggja fyrir. Matsmaður frá tryggingarfélagi muni koma og meta það. Einnig liggi ekki fyrir hvert tjónið á bílnum sé, en hann er af gerðinni Mercedes Benz.