Arnar svaraði ummælum Heimis í viðtali við Fótbolti.net í dag.
Eftir sigur Víkinga á FH í Bestu deild karla í gær sagði Arnar, í viðtali við Vísi, að FH-ingar hefðu komið út í síðari hálfleik með það sem markmið að meiða leikmenn Víkings en Hafnfirðingarnir voru þá tveimur mörkum undir.
Heimir svaraði þessum ummælum Arnars í viðtali við Vísi í kjölfarið. Hann sagði Arnar tala oft mikið
„Víkingur er grófasta liðið í deildinni. Þeir fara bara betur með það heldur en önnur lið...Ég skil ekkert í honum að vera væla, þeir vældu á bekknum látlaust. Mér fannst við spila góðan fótbolta í seinni hálfleik. Pablo [Punyed] átti aldrei að klára þennan leik. Þannig að, eitt og annað sem féll ekki með okkur. Fannst líka Nikolaj [Hansen] setja hendurnar í marki númer tvö.“
„Þakklátur Heimi fyrir þessi orð“
Arnar var spurður út í ummæli Heimis í viðtali við Fótbolti.net í dag og þar segist hann taka ummælum Heimis, þess efnis að Víkingur Reykjavík sé grófasta lið deildarinnar, sem hrósi í garð sinna manna.
„Af því við vorum algjörar píkur í fyrra,“ sagði Arnar í viðtali við Fótbolti.net. „Eðlilega, þetta fer bara eftir mannskap. Í fyrra vorum við með hrikalega flott lið, áttum mjög gott tímabil og spiluðum skemmtilegan fótbolta.
Pablo, Niko og Halli voru meiddir, vorum ekki með Matta (Matthías Vilhjálmsson), þá er þetta aðeins öðruvísi. Núna erum við 'tough', látum finna fyrir okkur og ér bara þakklátur Heimi fyrir þessi orð, virkilega hrærður, því mín lið hafa ekki verið kennd við svoleiðis hingað til. Bara frábært."