Hulda Ósk: Ákvað að dúndra á markið Árni Gísli Magnússon skrifar 15. maí 2023 20:55 Hulda Ósk skoraði fyrra mark Þórs/KA í kvöld. Vísir/Vilhelm Þór/KA vann 2-0 sigur á Breiðablik í Boganum á Akureyri í kvöld í 4. umferð Bestu deildar kvenna. Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði fyrra mark leiksins og átti góðan leik á hægri vængnum. „Hún er frábær. Við vorum geggjaðar í dag og fórnuðum okkur í þetta þannig hún er góð”, sagði Hulda strax eftir leik aðspurð hvernig tilfinningin væri. Hulda skoraði frábært mark í fyrri hálfleik þegar hún fékk sendingu inn fyrir frá Söndu Maríu Jessen. „Ég fékk hann í gegn frá Söndru, geggjaður bolti, og ég ætlaði örugglega að hlaupa með hann inn í markið en ég ákvað að dúndra á markið þannig það virkaði þetta skiptið.” Þór/KA liðið var gríðarlega skipulagt í dag og allir leikmenn með sín hlutverk á hreinu. Fór mikill undirbúningur í leikinn? „Já, bara eins og alltaf, við undirbúum okkur alltaf mjög vel fyrir leiki og það var ekkert öðruvísi í dag.” Jóhann Kristinn Gunnarsson tók við liðinu fyrir tímabilið og virðist annar bragur vera á liðinu í ár frá því í fyrra. „Það er bara eitthvað boost sem við fáum frá honum, það er ekkert eitthvað öðruvísi eða eitthvað svoleiðis, við erum árinu eldri og skipulagðari.” Sandra María Jessen kláraði leikinn endanlega þegar hún kom Þór/KA í 2-0 í uppbótartíma og Hulda var mjög fegin að sjá boltann inni. „Ég hefði viljað sjá hann inni svona 15 mínútum fyrr, þá hefði ég verið aðeins rólegri síðasta korterið en það var ótrúlega gott að róa okkur aðeins þarna þannig frábært að fá þetta mark.” Hulda Ósk var lífleg á hægri vængnum í dag og nýtti oft tækifærið í að taka skærin og fleira gegn bakverði Blika. „Mér finnst mjög gaman að taka skæri þannig að það var ekki leiðinlegt í dag”, sagði Hulda að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: Þór/KA - Breiðablik 2-0 | Blikar sáu aldrei til sólar í Boganum Breiaðblik fór í sneypuför til Akureyrar þar sem liðið mætti Þór/KA í 4. umferð Bestu deildar kvenna í körfubolta. Leikurinn fór fram í Boganum vegna veðurs. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. maí 2023 20:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
„Hún er frábær. Við vorum geggjaðar í dag og fórnuðum okkur í þetta þannig hún er góð”, sagði Hulda strax eftir leik aðspurð hvernig tilfinningin væri. Hulda skoraði frábært mark í fyrri hálfleik þegar hún fékk sendingu inn fyrir frá Söndu Maríu Jessen. „Ég fékk hann í gegn frá Söndru, geggjaður bolti, og ég ætlaði örugglega að hlaupa með hann inn í markið en ég ákvað að dúndra á markið þannig það virkaði þetta skiptið.” Þór/KA liðið var gríðarlega skipulagt í dag og allir leikmenn með sín hlutverk á hreinu. Fór mikill undirbúningur í leikinn? „Já, bara eins og alltaf, við undirbúum okkur alltaf mjög vel fyrir leiki og það var ekkert öðruvísi í dag.” Jóhann Kristinn Gunnarsson tók við liðinu fyrir tímabilið og virðist annar bragur vera á liðinu í ár frá því í fyrra. „Það er bara eitthvað boost sem við fáum frá honum, það er ekkert eitthvað öðruvísi eða eitthvað svoleiðis, við erum árinu eldri og skipulagðari.” Sandra María Jessen kláraði leikinn endanlega þegar hún kom Þór/KA í 2-0 í uppbótartíma og Hulda var mjög fegin að sjá boltann inni. „Ég hefði viljað sjá hann inni svona 15 mínútum fyrr, þá hefði ég verið aðeins rólegri síðasta korterið en það var ótrúlega gott að róa okkur aðeins þarna þannig frábært að fá þetta mark.” Hulda Ósk var lífleg á hægri vængnum í dag og nýtti oft tækifærið í að taka skærin og fleira gegn bakverði Blika. „Mér finnst mjög gaman að taka skæri þannig að það var ekki leiðinlegt í dag”, sagði Hulda að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: Þór/KA - Breiðablik 2-0 | Blikar sáu aldrei til sólar í Boganum Breiaðblik fór í sneypuför til Akureyrar þar sem liðið mætti Þór/KA í 4. umferð Bestu deildar kvenna í körfubolta. Leikurinn fór fram í Boganum vegna veðurs. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. maí 2023 20:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Leik lokið: Þór/KA - Breiðablik 2-0 | Blikar sáu aldrei til sólar í Boganum Breiaðblik fór í sneypuför til Akureyrar þar sem liðið mætti Þór/KA í 4. umferð Bestu deildar kvenna í körfubolta. Leikurinn fór fram í Boganum vegna veðurs. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. maí 2023 20:00