Þrír látnir í enn einni skotárásinni Árni Sæberg skrifar 15. maí 2023 22:45 Framhaldsskólinn í Farmington var settur á tímabundið neyðarástand vegna skotárásarinnar en því hefur verið aflétt. Lögreglan í Farmington Þrír eru látnir og þónokkrir særðir, þar á meðal tveir laganna verðir, eftir skotárás í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í dag. Það sem af er ári hafa 224 fjöldaskotárásir verið framdar í Bandaríkjunum. Lögreglan í Farmington í Nýju-Mexíkó, lítilli borg við landssvæði Navajo frumbyggjaþjóðarinnar í ríkinu, greindi frá skotárásinni á Facebooksíðu sinni í kvöld. Þar segir að þrír almennir borgarar séu látnir og þónokkrir særðir. Meðal særðra séu lögregluþjónn lögreglunnar í Farmington og lögregluþjónn ríkislögreglu Nýju-Mexíkó. Þá segir að fjöldi lögreglumanna hafi brugðist við útkalli og að einn hafi verið felldur í skotbardaga, grunaður um ódæðið. Borginni hafi verið lokað að hluta á meðan lögregla leitaði af sér grun um að hann gæti hafa átt sér vitorðsmann en öllum afléttingum hafi nú verið aflétt. Í frétt AP um árásina er vísað í yfirlýsingu Michelle Lujan Grisham, ríkisstjóra Nýju-Mexíkó. Hún segist biðja fyrir fjölskyldum fórnarlambanna og segir að árásin í dag sé áminning um það hvernig byssuofbeldi eyðileggi líf fólks í ríkinu og Bandaríkjunum öllum á hverjum einasta degi. The Gun Violence Archive, samtök sem halda utan um tölfræði um byssuofbeldi í Bandaríkjunum, birtu nýja samantekt yfir fjölda fjöldaskotárása á árinu á Twitter í kjölfar árásarinnar. Weekly Mass Shooting Update:There have been 37 American mass shootings in the 15 days of May, bringing 2023 s total to 224.January: 52February: 40March: 39April: 56May: 37There were 198 mass shootings by this date last year.— The Gun Violence Archive (@GunDeaths) May 15, 2023 Þar kemur fram að það sem af er maí hafi nú 37 slíkar verið framdar og 224 það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra hafi 198 verið framdar. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Lögreglan í Farmington í Nýju-Mexíkó, lítilli borg við landssvæði Navajo frumbyggjaþjóðarinnar í ríkinu, greindi frá skotárásinni á Facebooksíðu sinni í kvöld. Þar segir að þrír almennir borgarar séu látnir og þónokkrir særðir. Meðal særðra séu lögregluþjónn lögreglunnar í Farmington og lögregluþjónn ríkislögreglu Nýju-Mexíkó. Þá segir að fjöldi lögreglumanna hafi brugðist við útkalli og að einn hafi verið felldur í skotbardaga, grunaður um ódæðið. Borginni hafi verið lokað að hluta á meðan lögregla leitaði af sér grun um að hann gæti hafa átt sér vitorðsmann en öllum afléttingum hafi nú verið aflétt. Í frétt AP um árásina er vísað í yfirlýsingu Michelle Lujan Grisham, ríkisstjóra Nýju-Mexíkó. Hún segist biðja fyrir fjölskyldum fórnarlambanna og segir að árásin í dag sé áminning um það hvernig byssuofbeldi eyðileggi líf fólks í ríkinu og Bandaríkjunum öllum á hverjum einasta degi. The Gun Violence Archive, samtök sem halda utan um tölfræði um byssuofbeldi í Bandaríkjunum, birtu nýja samantekt yfir fjölda fjöldaskotárása á árinu á Twitter í kjölfar árásarinnar. Weekly Mass Shooting Update:There have been 37 American mass shootings in the 15 days of May, bringing 2023 s total to 224.January: 52February: 40March: 39April: 56May: 37There were 198 mass shootings by this date last year.— The Gun Violence Archive (@GunDeaths) May 15, 2023 Þar kemur fram að það sem af er maí hafi nú 37 slíkar verið framdar og 224 það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra hafi 198 verið framdar.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira