„Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2023 11:21 Úkraínskir hermenn skjóta úr fallbyssu nærri Bakhmut. AP/Libkos Rússneskir hermenn og málaliðar Wagner hafa náð tökum á stærstum hluta Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir hermenn eru sagðir halda til í nokkrum fjölbýlishúsum í vesturhluta bæjarins en þeir hafa gert vel heppnaðar en umfangslitlar gagnárásir á jaðri Bakhmut. Rússar stjórna rúmum níutíu prósentum af Bakhmut, ef svo má segja, en bærinn hefur að mestu verið lagður í rúst, enda hafa gífurlega harðir bardagar geysað þar frá síðasta sumri. Mikið kapp hefur verið lagt á að ná Bakhmut og eru Rússar sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í bænum. Úkraínskir hermenn hafa sömuleiðis lýst aðstæðum sem mjög erfiðum. Í samtali við New York Times sögðu hermenn sem voru nýkomnir frá Bakhmut að Rússar létu ekki af stórskotaliðs- og loftárásum. Þær væru stöðugar og notuðu hermenn í sömu herdeild dróna til að fanga meðfylgjandi myndir af bænum á laugardaginn. Um sjötíu þúsund manns bjuggu í Bakhmut fyrir innrás Rússa. Bakhmut, where instead of fog there is smoke from continuous fires. pic.twitter.com/4voVYSFDRH— Defense of Ukraine (@DefenceU) May 13, 2023 Fyrr á árinu lögðu bakhjarlar Úkraínumanna til að þeir hörfuðu frá Bakhmut og kæmu sér fyrir í betri varnarstöðum vestur af bænum. Það var ekki tekið í mál og Úkraínumenn telja þjáningar þeirra í Bakhmut vera þess virði. Markmið þeirra hafi verið að draga úr mætti Rússa í aðdraganda væntanlegrar gagnsóknar Úkraínumanna í vor eða sumar. Úkraínumenn eru taldir hafa óttast að ef þeir hörfuðu frá Bakhmut til vesturs, myndu Rússar lýsa yfir sigri og hætta að reyna að sækja fram. Þess í stað gætu þeir varið þeim mannafla sem þeir hafa notað í Bakhmut til að styrkja varnir sínar annarsstaðar á víglínunni í Úkraínu. Sjá einnig: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Varnarmálaráðherra Úkraínu sagði í gær, samkvæmt frétt Wall Street Journal, að Rússar hefðu sent liðsauka til Bakhmut í kjölfar árása Úkraínumanna norður og suður af bænum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur neitað því að Úkraínumenn hafi náð árangri norður og suður af Bakhmut. Þess í stað segir ráðuneytið að rússneskir hermenn hafi fært sig og tekið upp betri varnarstöður. Ríkismiðlar Rússlands hafa þó sagt frá því að tveir ofurstar hafi fallið í átökum nærri Bakhmut. Segir Rússa hafa misst fjölmarga menn „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru,“ hefur miðillinn eftir Serhiy Cherevatiy, talsmanni herafla Úkraínu í austri. Hann sagði Rússa hafa misst gífurlega marga menn og að Úkraínumenn væru enn að láta þá blæða í bænum. Yfirvöld Í Bandaríkjunum sögðust í síðasta mánuði telja að um tuttugu þúsund rússneskir hermenn og málaliðar hefðu fallið í Úkraínu frá áramótum og þar af flestir í Bakhmut. Hvíta húsið sagði einnig að um áttatíu þúsund hermenn og málaliðar hefðu særst á tímabilinu. Sjá einnig: Hundrað þúsund rússneskir hermenn fallið eða særst síðan í desember Úkraínumenn hafa einnig orðið fyrir mannfalli en forsvarsmenn úkraínska hersins segja að þær nýju hersveitir sem hafi verið myndaðar vegna væntanlegrar gagnsóknar Úkraínumanna hafi ekki komið að átökunum í Bakhmut. Særðir hermenn á hersjúkrahúsi skammt frá Bakhmut.AP/Iryna Rybakova Úkraínskir hermenn sem ræddu við WSJ segja baráttuanda þeirra hafa batnað mjög eftir árangurinn við Bakhmut. Þeir hafi varið mánuðum í að gera ekkert nema verjast og hafi nú á tilfinningunni að taflið sé mögulega að snúast og þeir að fá vindinn í bakið. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Senda Úkraínumönnum einnig langdræga dróna Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum hundruð langdrægra sjálfsprengidróna og þjálfa úkraínska flugmenn á F-16 orrustuþotur. Þetta er í kjölfar þess að Bretar byrjuðu að senda stýriflaugar til Úkraínu en Úkraínumenn eru þegar byrjaðir að nota þær til árása gegn Rússum í austurhluta landsins og Rússar segjast hafa skotið eina niður. 15. maí 2023 16:24 Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47 Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Rússar stjórna rúmum níutíu prósentum af Bakhmut, ef svo má segja, en bærinn hefur að mestu verið lagður í rúst, enda hafa gífurlega harðir bardagar geysað þar frá síðasta sumri. Mikið kapp hefur verið lagt á að ná Bakhmut og eru Rússar sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í bænum. Úkraínskir hermenn hafa sömuleiðis lýst aðstæðum sem mjög erfiðum. Í samtali við New York Times sögðu hermenn sem voru nýkomnir frá Bakhmut að Rússar létu ekki af stórskotaliðs- og loftárásum. Þær væru stöðugar og notuðu hermenn í sömu herdeild dróna til að fanga meðfylgjandi myndir af bænum á laugardaginn. Um sjötíu þúsund manns bjuggu í Bakhmut fyrir innrás Rússa. Bakhmut, where instead of fog there is smoke from continuous fires. pic.twitter.com/4voVYSFDRH— Defense of Ukraine (@DefenceU) May 13, 2023 Fyrr á árinu lögðu bakhjarlar Úkraínumanna til að þeir hörfuðu frá Bakhmut og kæmu sér fyrir í betri varnarstöðum vestur af bænum. Það var ekki tekið í mál og Úkraínumenn telja þjáningar þeirra í Bakhmut vera þess virði. Markmið þeirra hafi verið að draga úr mætti Rússa í aðdraganda væntanlegrar gagnsóknar Úkraínumanna í vor eða sumar. Úkraínumenn eru taldir hafa óttast að ef þeir hörfuðu frá Bakhmut til vesturs, myndu Rússar lýsa yfir sigri og hætta að reyna að sækja fram. Þess í stað gætu þeir varið þeim mannafla sem þeir hafa notað í Bakhmut til að styrkja varnir sínar annarsstaðar á víglínunni í Úkraínu. Sjá einnig: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Varnarmálaráðherra Úkraínu sagði í gær, samkvæmt frétt Wall Street Journal, að Rússar hefðu sent liðsauka til Bakhmut í kjölfar árása Úkraínumanna norður og suður af bænum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur neitað því að Úkraínumenn hafi náð árangri norður og suður af Bakhmut. Þess í stað segir ráðuneytið að rússneskir hermenn hafi fært sig og tekið upp betri varnarstöður. Ríkismiðlar Rússlands hafa þó sagt frá því að tveir ofurstar hafi fallið í átökum nærri Bakhmut. Segir Rússa hafa misst fjölmarga menn „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru,“ hefur miðillinn eftir Serhiy Cherevatiy, talsmanni herafla Úkraínu í austri. Hann sagði Rússa hafa misst gífurlega marga menn og að Úkraínumenn væru enn að láta þá blæða í bænum. Yfirvöld Í Bandaríkjunum sögðust í síðasta mánuði telja að um tuttugu þúsund rússneskir hermenn og málaliðar hefðu fallið í Úkraínu frá áramótum og þar af flestir í Bakhmut. Hvíta húsið sagði einnig að um áttatíu þúsund hermenn og málaliðar hefðu særst á tímabilinu. Sjá einnig: Hundrað þúsund rússneskir hermenn fallið eða særst síðan í desember Úkraínumenn hafa einnig orðið fyrir mannfalli en forsvarsmenn úkraínska hersins segja að þær nýju hersveitir sem hafi verið myndaðar vegna væntanlegrar gagnsóknar Úkraínumanna hafi ekki komið að átökunum í Bakhmut. Særðir hermenn á hersjúkrahúsi skammt frá Bakhmut.AP/Iryna Rybakova Úkraínskir hermenn sem ræddu við WSJ segja baráttuanda þeirra hafa batnað mjög eftir árangurinn við Bakhmut. Þeir hafi varið mánuðum í að gera ekkert nema verjast og hafi nú á tilfinningunni að taflið sé mögulega að snúast og þeir að fá vindinn í bakið.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Senda Úkraínumönnum einnig langdræga dróna Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum hundruð langdrægra sjálfsprengidróna og þjálfa úkraínska flugmenn á F-16 orrustuþotur. Þetta er í kjölfar þess að Bretar byrjuðu að senda stýriflaugar til Úkraínu en Úkraínumenn eru þegar byrjaðir að nota þær til árása gegn Rússum í austurhluta landsins og Rússar segjast hafa skotið eina niður. 15. maí 2023 16:24 Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47 Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32
Senda Úkraínumönnum einnig langdræga dróna Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum hundruð langdrægra sjálfsprengidróna og þjálfa úkraínska flugmenn á F-16 orrustuþotur. Þetta er í kjölfar þess að Bretar byrjuðu að senda stýriflaugar til Úkraínu en Úkraínumenn eru þegar byrjaðir að nota þær til árása gegn Rússum í austurhluta landsins og Rússar segjast hafa skotið eina niður. 15. maí 2023 16:24
Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12
Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47
Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17