Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026 Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2023 15:52 Frá Keflavíkurflugvelli þar sem mörg þúsund farþega fara í gegn á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag. Íslensk stórnvöld hafa sóst eftir undanþágum frá nýjum og hertum Evrópureglum sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum. Þau telja reglurnar skaða samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga og taki ekki tillit til landfræðilegrar legu Íslands sem geri landsmenn háða flugsamgöngum umfram aðra íbúa álfunnar. Reglurnar fela meðal annars í sér breytingar á viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir. Flugfélögum yrði nú gert að greiða fyrir losunarheimildir í stigvaxandi mæli en þau hafa fram að þessu fengið þær að mestu ókeypis. Ætlun ESB er að fríum losunarheimildir til flugfélaga fækki um fjórðung fyrir 2024 og helming fyrir 2025. Þeim verði alfarið útrýmt eftir 2026. Þær Katrín og von der Leyen funduðu fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í dag. Eftir hann sögðu þær báðar að lausn hefði fundist sem samrýmist markmiðum ESB fyrir flugeirann. Von der Leyen sagði að íslenskum stjórnvöldum yrði boðið að fá ókeypis losunarheimildir sem þau geti útdeilt til flugfélaga bæði árið 2025 og 2026. Mikilvægt sé að þau geti gefið öllum flugfélögum heimildirnar til þess að sanngirni sé gætt. Samkomulagið er þó háð samþykki aðildarríkja Evrópusambandsins auk íslenskra stjórnvalda og Alþingis. Fréttir af flugi Loftslagsmál Evrópusambandið Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Íslensk stórnvöld hafa sóst eftir undanþágum frá nýjum og hertum Evrópureglum sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum. Þau telja reglurnar skaða samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga og taki ekki tillit til landfræðilegrar legu Íslands sem geri landsmenn háða flugsamgöngum umfram aðra íbúa álfunnar. Reglurnar fela meðal annars í sér breytingar á viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir. Flugfélögum yrði nú gert að greiða fyrir losunarheimildir í stigvaxandi mæli en þau hafa fram að þessu fengið þær að mestu ókeypis. Ætlun ESB er að fríum losunarheimildir til flugfélaga fækki um fjórðung fyrir 2024 og helming fyrir 2025. Þeim verði alfarið útrýmt eftir 2026. Þær Katrín og von der Leyen funduðu fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í dag. Eftir hann sögðu þær báðar að lausn hefði fundist sem samrýmist markmiðum ESB fyrir flugeirann. Von der Leyen sagði að íslenskum stjórnvöldum yrði boðið að fá ókeypis losunarheimildir sem þau geti útdeilt til flugfélaga bæði árið 2025 og 2026. Mikilvægt sé að þau geti gefið öllum flugfélögum heimildirnar til þess að sanngirni sé gætt. Samkomulagið er þó háð samþykki aðildarríkja Evrópusambandsins auk íslenskra stjórnvalda og Alþingis.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Evrópusambandið Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira