„Algjörlega einstök manneskja og knattspyrnukona“ 16. maí 2023 22:35 Kristján Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego Kristján Guðmundsson var að vonum ánægður með sigur Stjörnunnar á Val nú í kvöld. Tvö mörk Garðbæinga í fyrri hálfleik var það sem skildi liðin að en það var eitthvað allt annað sem var efst í huga Kristjáns eftir leikinn. „Ég er bara að hugsa um alla þessa máva hérna í kring. Ég hélt að það væri íbúafundur til að losa þetta en að öðru leyti er ég bara hress. Sagði Kristján strax eftir leik við Vísi.“ Stjarnan spilaði mjög agaðan og góðan varnarleik í kvöld og áttu Valsstúlkur í miklum vandræðum með að skapa sér marktækifæri. Kristján segist hafa verið ánægður með varnarleikinn, þó svo að hann sjái nokkra hluti sem liðið geti bætt í komandi leikjum. „Það var í rauninni frá okkar hendi að reyna að gera það sem við vorum að gera plús það að við vissum að það yrði sett gildra á Eyrúnu Emblu og hún átti að leysa það á þennan hátt sem hún gerði. Hún gerði það mjög vel. Að öðru leyti þegar að við vinnum boltann sem við erum góð í þá og spilum góða vörn þá fara sendingarnar ekki nógu oft á blátt og þar með þjöppumst við aðeins aftar, plús að við náum ekki að færa liðið upp þegar við vinnum boltann. Það er ekkert skrítið þegar við töpum boltanum of fljótt en við hefðum mátt lyfta aðeins meira til að gefa okkur meira pláss til að halda boltanum. “ „Við getum alveg haldið áfram að tala um þessar öftustu fimm. Þær spila mjög vel og eins og ég kom inn áðan þá eru við sterkt varnarlið. Ef við töpum boltanum þá erum við ansi fljót að vinna hann aftur. Það er hluti af þessum varnarleik. Það eru margir kaflar góðir í þessum leik en þessi kafli í seinni hálfleik erum við mögulega aðeins of mikið án boltans. Eitthvað sem við þurfum aðeins að skerpa.“ Úlfa Dís var mætt í byrjunarliðið í kvöld en hún stundar nám í Bandaríkjunum og hafði því misst af fyrstu leikjum liðsins. Úlfa var drjúg fyrir heimakonur í kvöld og átti þátt í fyrra markinu og skoraði svo það seinna. Glæsilegur dagur hjá henni en var það auðveld ákvörðun að setja hana beint í byrjunarliðið? „Úlfa Dís er algjörlega einstök manneskja og knattspyrnukona. Hún kom inn með alveg gríðarlega orku. Hún kom í síðustu viku og við vorum búin að undirbúa hana vel á meðan hún var í Bandaríkjunum, hvernig hún átti að koma hérna inn og hún gerði það alveg gríðarlega vel. Henni hefur tekist vel að æfa sjálf úti. Hún sprengir þetta upp og gerir það sem hún er beðin um. Henni þykir þetta svo gaman og nýtur lífsins vel og það smitast út í liðið. Það var því eiginlega ekki annað hægt en að henda henni inn í byrjunarliðið og sjá hvað hún myndi gera. “ Besta deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
„Ég er bara að hugsa um alla þessa máva hérna í kring. Ég hélt að það væri íbúafundur til að losa þetta en að öðru leyti er ég bara hress. Sagði Kristján strax eftir leik við Vísi.“ Stjarnan spilaði mjög agaðan og góðan varnarleik í kvöld og áttu Valsstúlkur í miklum vandræðum með að skapa sér marktækifæri. Kristján segist hafa verið ánægður með varnarleikinn, þó svo að hann sjái nokkra hluti sem liðið geti bætt í komandi leikjum. „Það var í rauninni frá okkar hendi að reyna að gera það sem við vorum að gera plús það að við vissum að það yrði sett gildra á Eyrúnu Emblu og hún átti að leysa það á þennan hátt sem hún gerði. Hún gerði það mjög vel. Að öðru leyti þegar að við vinnum boltann sem við erum góð í þá og spilum góða vörn þá fara sendingarnar ekki nógu oft á blátt og þar með þjöppumst við aðeins aftar, plús að við náum ekki að færa liðið upp þegar við vinnum boltann. Það er ekkert skrítið þegar við töpum boltanum of fljótt en við hefðum mátt lyfta aðeins meira til að gefa okkur meira pláss til að halda boltanum. “ „Við getum alveg haldið áfram að tala um þessar öftustu fimm. Þær spila mjög vel og eins og ég kom inn áðan þá eru við sterkt varnarlið. Ef við töpum boltanum þá erum við ansi fljót að vinna hann aftur. Það er hluti af þessum varnarleik. Það eru margir kaflar góðir í þessum leik en þessi kafli í seinni hálfleik erum við mögulega aðeins of mikið án boltans. Eitthvað sem við þurfum aðeins að skerpa.“ Úlfa Dís var mætt í byrjunarliðið í kvöld en hún stundar nám í Bandaríkjunum og hafði því misst af fyrstu leikjum liðsins. Úlfa var drjúg fyrir heimakonur í kvöld og átti þátt í fyrra markinu og skoraði svo það seinna. Glæsilegur dagur hjá henni en var það auðveld ákvörðun að setja hana beint í byrjunarliðið? „Úlfa Dís er algjörlega einstök manneskja og knattspyrnukona. Hún kom inn með alveg gríðarlega orku. Hún kom í síðustu viku og við vorum búin að undirbúa hana vel á meðan hún var í Bandaríkjunum, hvernig hún átti að koma hérna inn og hún gerði það alveg gríðarlega vel. Henni hefur tekist vel að æfa sjálf úti. Hún sprengir þetta upp og gerir það sem hún er beðin um. Henni þykir þetta svo gaman og nýtur lífsins vel og það smitast út í liðið. Það var því eiginlega ekki annað hægt en að henda henni inn í byrjunarliðið og sjá hvað hún myndi gera. “
Besta deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira