„Búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. maí 2023 06:51 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er meðal þeirra sem skrifar undir umsögnina. Vísir/Vilhelm Öryrkjabandalag Íslands segir ekki hægt að verjast þeirri hugsun að með frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á lögum vegna tímabundinna undanþága frá skipulags- og byggingalöggjöf og skipulagi sé verið að veita leyfi til að „búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu“ Þetta kemur fram í umsögn ÖBÍ um frumvarpið, þar sem samráðsleysi er einnig gagnrýnt en ÖBÍ hafi hvorki verið boðin aðkoma að málinu á fyrri stigum né óksað eftir umsögn bandalagsins. ÖBÍ leggst gegn frumvarpinu. Umrætt frumvarp heimilar Skipulagsstofnun meðal annars að veita tímabundnar undanþágur frá einstökum greinum laga um mannvirki og skipulagslögum þegar um er að ræða tímabundin búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. ÖBÍ segir hins vegar þversagnir í frumvarpinu; á sama tíma og framkvæmdavaldið ætli að veita undanþágur frá ýmsum kröfum skorti á skýr viðmið um hversu umfangsmiklar þær mega vera. „Í því ljósi telur ÖBÍ það óásættanlega stjórnsýslu að fela ráðherra heimild til að útfæra frekari útfærslu á ákvæðum og reglum síðar, þegar umfang og viðmið frumvarpsins eru jafn óskýr og raun ber vitni. Reynslan sýnir að undanþágur eru alltaf varasamar og bráðabirgðaheimildir eru yfirleitt komnar til að vera,“ segir í frumvarpinu. Þá segir að eftirliti sé þegar mjög ábótavant og gagnrýnt að í frumvarpinu sé ekki eitt orð að finna um fatlað fólk. „Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að hér sé verið að veita leyfi til að búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu. Í frumvarpinu kemur fram að ef nýta á húsnæðið lengur en 1,5 ár sem búsetuúrræði fyrir flóttafólk verður að sækja um leyfi til að breyta notkun húsnæðisins svo að það verði tilbúið í síðasta lagi 3,5 árum eftir að það er tekið í notkun. Við hvaða aðstæður þarf fólkið að búa fyrstu árin ef húsnæðið mætir ekki viðeigandi öryggiskröfum?“ spyr ÖBÍ. „Í dag má finna fjölmörg dæmi um að fólk neyðist til að flytja inn í heilsuspillandi og ósamþykktar íbúðir, þrátt fyrir núgildandi lög og reglur sem eiga að vernda fólk frá slíku. Ef framkvæmdarvaldið er ófært um að vernda jaðarsett fólk sem býr í dag við óviðunandi aðstæður þá mun fyrirhuguð sala ríkisins á ósamþykktum íbúðum einungis auka þann vanda sem er nú til staðar.“ Málefni fatlaðs fólks Flóttafólk á Íslandi Skipulag Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn ÖBÍ um frumvarpið, þar sem samráðsleysi er einnig gagnrýnt en ÖBÍ hafi hvorki verið boðin aðkoma að málinu á fyrri stigum né óksað eftir umsögn bandalagsins. ÖBÍ leggst gegn frumvarpinu. Umrætt frumvarp heimilar Skipulagsstofnun meðal annars að veita tímabundnar undanþágur frá einstökum greinum laga um mannvirki og skipulagslögum þegar um er að ræða tímabundin búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. ÖBÍ segir hins vegar þversagnir í frumvarpinu; á sama tíma og framkvæmdavaldið ætli að veita undanþágur frá ýmsum kröfum skorti á skýr viðmið um hversu umfangsmiklar þær mega vera. „Í því ljósi telur ÖBÍ það óásættanlega stjórnsýslu að fela ráðherra heimild til að útfæra frekari útfærslu á ákvæðum og reglum síðar, þegar umfang og viðmið frumvarpsins eru jafn óskýr og raun ber vitni. Reynslan sýnir að undanþágur eru alltaf varasamar og bráðabirgðaheimildir eru yfirleitt komnar til að vera,“ segir í frumvarpinu. Þá segir að eftirliti sé þegar mjög ábótavant og gagnrýnt að í frumvarpinu sé ekki eitt orð að finna um fatlað fólk. „Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að hér sé verið að veita leyfi til að búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu. Í frumvarpinu kemur fram að ef nýta á húsnæðið lengur en 1,5 ár sem búsetuúrræði fyrir flóttafólk verður að sækja um leyfi til að breyta notkun húsnæðisins svo að það verði tilbúið í síðasta lagi 3,5 árum eftir að það er tekið í notkun. Við hvaða aðstæður þarf fólkið að búa fyrstu árin ef húsnæðið mætir ekki viðeigandi öryggiskröfum?“ spyr ÖBÍ. „Í dag má finna fjölmörg dæmi um að fólk neyðist til að flytja inn í heilsuspillandi og ósamþykktar íbúðir, þrátt fyrir núgildandi lög og reglur sem eiga að vernda fólk frá slíku. Ef framkvæmdarvaldið er ófært um að vernda jaðarsett fólk sem býr í dag við óviðunandi aðstæður þá mun fyrirhuguð sala ríkisins á ósamþykktum íbúðum einungis auka þann vanda sem er nú til staðar.“
Málefni fatlaðs fólks Flóttafólk á Íslandi Skipulag Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira