„Búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. maí 2023 06:51 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er meðal þeirra sem skrifar undir umsögnina. Vísir/Vilhelm Öryrkjabandalag Íslands segir ekki hægt að verjast þeirri hugsun að með frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á lögum vegna tímabundinna undanþága frá skipulags- og byggingalöggjöf og skipulagi sé verið að veita leyfi til að „búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu“ Þetta kemur fram í umsögn ÖBÍ um frumvarpið, þar sem samráðsleysi er einnig gagnrýnt en ÖBÍ hafi hvorki verið boðin aðkoma að málinu á fyrri stigum né óksað eftir umsögn bandalagsins. ÖBÍ leggst gegn frumvarpinu. Umrætt frumvarp heimilar Skipulagsstofnun meðal annars að veita tímabundnar undanþágur frá einstökum greinum laga um mannvirki og skipulagslögum þegar um er að ræða tímabundin búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. ÖBÍ segir hins vegar þversagnir í frumvarpinu; á sama tíma og framkvæmdavaldið ætli að veita undanþágur frá ýmsum kröfum skorti á skýr viðmið um hversu umfangsmiklar þær mega vera. „Í því ljósi telur ÖBÍ það óásættanlega stjórnsýslu að fela ráðherra heimild til að útfæra frekari útfærslu á ákvæðum og reglum síðar, þegar umfang og viðmið frumvarpsins eru jafn óskýr og raun ber vitni. Reynslan sýnir að undanþágur eru alltaf varasamar og bráðabirgðaheimildir eru yfirleitt komnar til að vera,“ segir í frumvarpinu. Þá segir að eftirliti sé þegar mjög ábótavant og gagnrýnt að í frumvarpinu sé ekki eitt orð að finna um fatlað fólk. „Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að hér sé verið að veita leyfi til að búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu. Í frumvarpinu kemur fram að ef nýta á húsnæðið lengur en 1,5 ár sem búsetuúrræði fyrir flóttafólk verður að sækja um leyfi til að breyta notkun húsnæðisins svo að það verði tilbúið í síðasta lagi 3,5 árum eftir að það er tekið í notkun. Við hvaða aðstæður þarf fólkið að búa fyrstu árin ef húsnæðið mætir ekki viðeigandi öryggiskröfum?“ spyr ÖBÍ. „Í dag má finna fjölmörg dæmi um að fólk neyðist til að flytja inn í heilsuspillandi og ósamþykktar íbúðir, þrátt fyrir núgildandi lög og reglur sem eiga að vernda fólk frá slíku. Ef framkvæmdarvaldið er ófært um að vernda jaðarsett fólk sem býr í dag við óviðunandi aðstæður þá mun fyrirhuguð sala ríkisins á ósamþykktum íbúðum einungis auka þann vanda sem er nú til staðar.“ Málefni fatlaðs fólks Flóttafólk á Íslandi Skipulag Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn ÖBÍ um frumvarpið, þar sem samráðsleysi er einnig gagnrýnt en ÖBÍ hafi hvorki verið boðin aðkoma að málinu á fyrri stigum né óksað eftir umsögn bandalagsins. ÖBÍ leggst gegn frumvarpinu. Umrætt frumvarp heimilar Skipulagsstofnun meðal annars að veita tímabundnar undanþágur frá einstökum greinum laga um mannvirki og skipulagslögum þegar um er að ræða tímabundin búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. ÖBÍ segir hins vegar þversagnir í frumvarpinu; á sama tíma og framkvæmdavaldið ætli að veita undanþágur frá ýmsum kröfum skorti á skýr viðmið um hversu umfangsmiklar þær mega vera. „Í því ljósi telur ÖBÍ það óásættanlega stjórnsýslu að fela ráðherra heimild til að útfæra frekari útfærslu á ákvæðum og reglum síðar, þegar umfang og viðmið frumvarpsins eru jafn óskýr og raun ber vitni. Reynslan sýnir að undanþágur eru alltaf varasamar og bráðabirgðaheimildir eru yfirleitt komnar til að vera,“ segir í frumvarpinu. Þá segir að eftirliti sé þegar mjög ábótavant og gagnrýnt að í frumvarpinu sé ekki eitt orð að finna um fatlað fólk. „Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að hér sé verið að veita leyfi til að búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu. Í frumvarpinu kemur fram að ef nýta á húsnæðið lengur en 1,5 ár sem búsetuúrræði fyrir flóttafólk verður að sækja um leyfi til að breyta notkun húsnæðisins svo að það verði tilbúið í síðasta lagi 3,5 árum eftir að það er tekið í notkun. Við hvaða aðstæður þarf fólkið að búa fyrstu árin ef húsnæðið mætir ekki viðeigandi öryggiskröfum?“ spyr ÖBÍ. „Í dag má finna fjölmörg dæmi um að fólk neyðist til að flytja inn í heilsuspillandi og ósamþykktar íbúðir, þrátt fyrir núgildandi lög og reglur sem eiga að vernda fólk frá slíku. Ef framkvæmdarvaldið er ófært um að vernda jaðarsett fólk sem býr í dag við óviðunandi aðstæður þá mun fyrirhuguð sala ríkisins á ósamþykktum íbúðum einungis auka þann vanda sem er nú til staðar.“
Málefni fatlaðs fólks Flóttafólk á Íslandi Skipulag Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent