„Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2023 13:16 Edgar Rinkēvič er utanríkisráðherra Lettlands, en Lettar taka við formennsku í Evrópuráðinu í lok fundarins í dag. Stöð 2 Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. „Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð. Fyrir því eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi hafa þeir tryggt sjálfstæði sitt. Kænugarður hefur ekki fallið, ríkisstjórnin er starfandi, herinn er starfandi og berst. Úkraínski herinn er svo að frelsa úkraínsk landsvæði. Rússland er veikt og Úkraína er sterk. Þeir hafa þegar unnið.“ Þetta sagði Edgar Rinkēvič, utanríkisráðherra Lettlands, í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann fyrir hádegi í dag, en utanríkisráðherrann er staddur hér á landi í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Lettar munu taka við formennsku í Evrópuráðinu af Íslendingum í lok fundarins. Ráðherrann segir að það muni taka tíma að ná öllu því úkraínska landsvæði, sem Rússar hafi lagt undir sig, aftur úr höndum Rússa. „Það verður erfitt en ég er sannfærður þar sem ég hef heimsótt Úkraínu og séð að úkraínskir menn og konur munu nú, sem áður, gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna stríðið.“ Eigi skilið að verða fullgildir NATO-aðilar Rinkēvič segist vera á þeirri skoðun að Úkraína eigi skilið að verða fullgildur aðili að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Það muni þó ekki gerast á leiðtogafundinum sem fyrirhugaður er í litháísku höfuðborginni Vilníus í júlí, en ráðherrann segir nauðsynlegt að þar verði lagður fram vegvísir að því hvernig Úkraína geti gerst fullgildur aðili. Sjá má viðtalið í heild sinni við Rinkēvič í spilarnum að neðan. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lettland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
„Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð. Fyrir því eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi hafa þeir tryggt sjálfstæði sitt. Kænugarður hefur ekki fallið, ríkisstjórnin er starfandi, herinn er starfandi og berst. Úkraínski herinn er svo að frelsa úkraínsk landsvæði. Rússland er veikt og Úkraína er sterk. Þeir hafa þegar unnið.“ Þetta sagði Edgar Rinkēvič, utanríkisráðherra Lettlands, í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann fyrir hádegi í dag, en utanríkisráðherrann er staddur hér á landi í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Lettar munu taka við formennsku í Evrópuráðinu af Íslendingum í lok fundarins. Ráðherrann segir að það muni taka tíma að ná öllu því úkraínska landsvæði, sem Rússar hafi lagt undir sig, aftur úr höndum Rússa. „Það verður erfitt en ég er sannfærður þar sem ég hef heimsótt Úkraínu og séð að úkraínskir menn og konur munu nú, sem áður, gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna stríðið.“ Eigi skilið að verða fullgildir NATO-aðilar Rinkēvič segist vera á þeirri skoðun að Úkraína eigi skilið að verða fullgildur aðili að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Það muni þó ekki gerast á leiðtogafundinum sem fyrirhugaður er í litháísku höfuðborginni Vilníus í júlí, en ráðherrann segir nauðsynlegt að þar verði lagður fram vegvísir að því hvernig Úkraína geti gerst fullgildur aðili. Sjá má viðtalið í heild sinni við Rinkēvič í spilarnum að neðan.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lettland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira