Við undirbúum starfslokin allt of seint Björn Berg Gunnarsson skrifar 18. maí 2023 08:01 Það er voða mikið látið með frasann „þetta reddast“. Hann er vissulega efni í létt samtöl við erlenda gesti og viðhorfið sem hann endurspeglar hefur átt þátt í að byggja upp það skemmtilega samfélag sem við búum í. Stundum þurfum við þó að minna okkur á að það er ef til vill ekki víst að þetta muni reddast án þess að gripið sé inn í. Það er vissara að setja upp reykskynjara. Við pössum upp á að börnin okkar læri heima svo þau standist prófin í vor og afkoma okkar á efri árum er sömuleiðis allt of mikilvæg til að afhenda hana í blindni óljósri framtíð og torskildum kerfum. Gefðu þig á tal við næsta lífeyrisþega og spurðu hvort lífeyrismálin hafi reddast. Ég leyfi mér að efast um að svarað verði með innblásinni lofræðu um rausnarlegar greiðslur almannatrygginga og valkvíða vegna alls þess sem gera má við himinháar lífeyrisgreiðslurnar. Valkostunum fjölgar Vissulega vex lífeyriskerfið hratt og kaupmáttur greiðslna til lífeyrisþega eykst með hverjum árgangi sem kemst á aldur. Þótt betur megi því treysta á kerfin en áður er óvissan um afkomu hvers og eins okkar óneitanlega mikil og hún er ekki bara bundin þróun efnahagsmála og ávöxtunar sjóðanna heldur ákvörðunum okkar sjálfra. Íslenska lífeyriskerfið, með sínum kostum og göllum, hefur að undanförnu þróast í átt að meiri fjölbreytileika og fleiri valmöguleikum hvað úttektir og greiðslur varðar. Þetta eru góðar fréttir, enda gefst okkur með þessu kostur á að klæðskerasníða starfslokin og lífeyristökuna eins og okkur hentar. Áberandi er þó sá ókostur að allar þessar breytingar og allir þessir valkostir flækja flókið kerfi enn frekar og það er varla fyrir aðra en sérstakt áhugafólk um lífeyrismál að ryðjast í gegnum frumskóginn og ná almennilegri yfirsýn yfir það sem þó skiptir okkur öll svo miklu máli. Það segir sig sjálft að hversu mikill sem sveigjanleikinn er og hversu jákvæðar sem allar þessar breytingar eru getur fólk ekki nýtt sér þær ef það þekkir þær ekki. Óvissan er mikil Skáldið Magnús Sigurðsson gerir fræg orð Donald Rumsfeld, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, að umfjöllunarefni sínu í bókinni Húslestri. Í þýðingu Magnúsar komst Rumsfeld svo að orði: „Einsog við vitum er sumt sem við vitum að við vitum; til er vissa um vissa vissu. Við vitum líka að það er sumt sem við vitum ekki; til er vissa um vissa óvissu. En svo vitum við líka að það er sumt sem við vitum ekki að við vitum ekki – til er vissa um vissa óvissa óvissu.“ Er þetta ekki svolítið eins og lífeyrismálin? Sumt vitum við, annað vitum við kannski að við vitum ekki en vegna þess hvernig kerfin eru byggð upp er svo margt sem við vitum ekki að við vitum ekki, en er þó mikilvægt að vita. Þetta er bara of flókið. Hvað er til bragðs að taka? Hvort sem við setjumst yfir lífeyrismálin sjálf eða með ráðgjafa er mikilvægt að geyma það ekki. Íslenska lífeyriskerfið er þannig uppbyggt að mögulega má bæta stöðuna, jafnvel umtalsvert, ef við ákveðum að láta þetta ekki reddast heldur grípum inn í snemma. Með góðum fyrirvara má því hefja undirbúning betri og hentugri starfsloka en ella. Krónunum getur mögulega fjölgað en þær geta sömuleiðis nýst okkur betur. Þegar ekkert liggur á og við gefum okkur tíma í að skoða lífeyrismálin aukast líkurnar á því að við getum sótt okkur svör við nauðsynlegum spurningum og auk þess vakni nýjar mikilvægar spurningar. Loks minnkar hnúturinn í maganum þegar líður að starfslokum og það er heldur betur dýrmætt. Því miður er þetta ekki nógu algengt. Auðvitað ættum við öll að byrja að huga að lífeyrismálunum löngu áður en á hólminn er komið en lífeyrismál eru ekki mjög skemmtileg og það getur verið óþægilegt að byrja að kynna sér þau. Tímakaupið er þó gott og eins og varðandi svo margt annað heilsueflandi borgar sig bara að bíta á jaxlinn og láta sig hafa það. Höfundur er fjármálaráðgjafi og veitir meðal annars ráðgjöf um lífeyrismál bjornberg.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er voða mikið látið með frasann „þetta reddast“. Hann er vissulega efni í létt samtöl við erlenda gesti og viðhorfið sem hann endurspeglar hefur átt þátt í að byggja upp það skemmtilega samfélag sem við búum í. Stundum þurfum við þó að minna okkur á að það er ef til vill ekki víst að þetta muni reddast án þess að gripið sé inn í. Það er vissara að setja upp reykskynjara. Við pössum upp á að börnin okkar læri heima svo þau standist prófin í vor og afkoma okkar á efri árum er sömuleiðis allt of mikilvæg til að afhenda hana í blindni óljósri framtíð og torskildum kerfum. Gefðu þig á tal við næsta lífeyrisþega og spurðu hvort lífeyrismálin hafi reddast. Ég leyfi mér að efast um að svarað verði með innblásinni lofræðu um rausnarlegar greiðslur almannatrygginga og valkvíða vegna alls þess sem gera má við himinháar lífeyrisgreiðslurnar. Valkostunum fjölgar Vissulega vex lífeyriskerfið hratt og kaupmáttur greiðslna til lífeyrisþega eykst með hverjum árgangi sem kemst á aldur. Þótt betur megi því treysta á kerfin en áður er óvissan um afkomu hvers og eins okkar óneitanlega mikil og hún er ekki bara bundin þróun efnahagsmála og ávöxtunar sjóðanna heldur ákvörðunum okkar sjálfra. Íslenska lífeyriskerfið, með sínum kostum og göllum, hefur að undanförnu þróast í átt að meiri fjölbreytileika og fleiri valmöguleikum hvað úttektir og greiðslur varðar. Þetta eru góðar fréttir, enda gefst okkur með þessu kostur á að klæðskerasníða starfslokin og lífeyristökuna eins og okkur hentar. Áberandi er þó sá ókostur að allar þessar breytingar og allir þessir valkostir flækja flókið kerfi enn frekar og það er varla fyrir aðra en sérstakt áhugafólk um lífeyrismál að ryðjast í gegnum frumskóginn og ná almennilegri yfirsýn yfir það sem þó skiptir okkur öll svo miklu máli. Það segir sig sjálft að hversu mikill sem sveigjanleikinn er og hversu jákvæðar sem allar þessar breytingar eru getur fólk ekki nýtt sér þær ef það þekkir þær ekki. Óvissan er mikil Skáldið Magnús Sigurðsson gerir fræg orð Donald Rumsfeld, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, að umfjöllunarefni sínu í bókinni Húslestri. Í þýðingu Magnúsar komst Rumsfeld svo að orði: „Einsog við vitum er sumt sem við vitum að við vitum; til er vissa um vissa vissu. Við vitum líka að það er sumt sem við vitum ekki; til er vissa um vissa óvissu. En svo vitum við líka að það er sumt sem við vitum ekki að við vitum ekki – til er vissa um vissa óvissa óvissu.“ Er þetta ekki svolítið eins og lífeyrismálin? Sumt vitum við, annað vitum við kannski að við vitum ekki en vegna þess hvernig kerfin eru byggð upp er svo margt sem við vitum ekki að við vitum ekki, en er þó mikilvægt að vita. Þetta er bara of flókið. Hvað er til bragðs að taka? Hvort sem við setjumst yfir lífeyrismálin sjálf eða með ráðgjafa er mikilvægt að geyma það ekki. Íslenska lífeyriskerfið er þannig uppbyggt að mögulega má bæta stöðuna, jafnvel umtalsvert, ef við ákveðum að láta þetta ekki reddast heldur grípum inn í snemma. Með góðum fyrirvara má því hefja undirbúning betri og hentugri starfsloka en ella. Krónunum getur mögulega fjölgað en þær geta sömuleiðis nýst okkur betur. Þegar ekkert liggur á og við gefum okkur tíma í að skoða lífeyrismálin aukast líkurnar á því að við getum sótt okkur svör við nauðsynlegum spurningum og auk þess vakni nýjar mikilvægar spurningar. Loks minnkar hnúturinn í maganum þegar líður að starfslokum og það er heldur betur dýrmætt. Því miður er þetta ekki nógu algengt. Auðvitað ættum við öll að byrja að huga að lífeyrismálunum löngu áður en á hólminn er komið en lífeyrismál eru ekki mjög skemmtileg og það getur verið óþægilegt að byrja að kynna sér þau. Tímakaupið er þó gott og eins og varðandi svo margt annað heilsueflandi borgar sig bara að bíta á jaxlinn og láta sig hafa það. Höfundur er fjármálaráðgjafi og veitir meðal annars ráðgjöf um lífeyrismál bjornberg.is
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar