Fólk virtist hrætt við að mæta í bæinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2023 21:26 Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson, veitingamaður, telur fólk hafa verið hrætt við að sækja Miðbæinn vegna vopnaðra lögreglumanna. Vísir/Sigurjón Veitingamaður telur að þungvopnaðir lögreglumenn hafi skotið fólki skelk í bringu og það þess vegna forðast að sækja miðborgina síðustu daga. Miðbærinn hafi verið „skelfilega rólegur“ yfir leiðtogafundinn. Vopnaðir lögreglumenn, leyniskyttur á húsþökum og viðamiklar götulokanir einkenndu miðborg Reykjavíkur meðan leiðtogarnir funduðu í Hörpu. Við þjóðmenningarhúsið varð til að mynda til hálfgerður Hopphjólakirkjugarður; bannsvæði fyrir hjólin tók gildi rétt handan við hornið og notendur skildu hjólin eftir í hrönnum við mörk svæðisins. Veitingamann í miðbænum grunar að margir hafi hreinlega haldið að miðbærinn væri lokaður öllum þessa tvo daga, ekki aðeins bíla- og rafskútuumferð. „Það hefur verið alveg skelfilega rólegt ef ég á að vera hreinskilinn. Það hefur alveg verið næs að vera með enga bíla í bænum en það hefur bara vantað fólk. Fólk virðist vera hrætt við að koma í bæinn,“ segir Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson, veitingamaður á Brút. Hvað ætli valdi? „Ég veit það ekki. En mér fannst allavega ekkert þægilegt þegar það sat inni hjá mér fólk með hríðskotabyssur að borða í hádeginu í gær,“ segir Ólafur. Mörgum hefur eflaust þótt ógnvekjandi að sjá leyniskyttur á þaki Hörpunnar.Vísir Vilhelm Tékkneski forsetinn fetaði í fótspor Clinton Talsvert meira líf var þó í miðborginni í dag en í gær, eins og röðin á Bæjarins bestu var til vitnis um. Forseti Tékklands tók sér Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta til fyrirmyndar og greip sér pylsu síðdegis. Hrafnhildur Ásgeirsdóttir pylsusali hafði ekki tekið á móti neinum þjóðarleiðtoga þegar fréttastofa leit til hennar um hádegisbil; Emmanuel Macron Frakklandsforseti lét sig til dæmis vanta. „Þannig að það er fúlt. Af því að ég hefði kannski þekkt hann í sjón ef hann hefði komið,“ segir Hrafnhildur. Þannig að þú stendur bara vaktina hér, kannski kíkir einhver á þig úr Hörpu? „Ég vona það. Það eru allavega allir velkomnir.“ Og talandi um Macron; hann reif sig upp fyrir allar aldir í morgun og fór í einkaskoðunarferð á Þingvelli. Støre kíkti í pottinn Fleiri leiðtogar sinntu öðrum verkefnum meðfram fundi; forsætisráðherra Danmerkur gæddi sér á sérstakri sósíal-demókrataköku með formanni Samfylkingarinnar og forsetar Ungverjalands og Póllands skelltu sér í ræktina. Þá var síðasta verk Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs áður en hann hélt af landi brott í tilefni þjóðhátíðardags Norðmanna, sem er einmitt í dag, að skella sér í pottinn í Sundhöll Reykjavíkur. Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, hafði ekki gert sér grein fyrir að Jonas Støre, forsætisráðherra Noregs, hefði kíkt í potta Sundhallarinnar.Vísir/Sigurjón „Ef það hefði ekki verið viðtal við hann þá hefðum við örugglega ekkert vitað af þessu því hann er reglulegur gestur hér,“ segir Drífa Magnúsdóttir forstöðumaður. Hvernig hafa viðbrögðin verið við viðtalinu? „Ég hef aðallega fengið komment á að það þurfi að fara að mála pottana,“ segir Drífa og boðar skurk í þeim efnum í sumar, í nafni Jonas Gahr Støre. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Støre í sundi og Macron á Þingvöllum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Sundhöll Reykjavíkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór á Þingvelli í morgun ásamt Dúa J. Landmark og þjóðgarðsverði. 17. maí 2023 10:57 „Ef það er hryðjuverkamaður þá myndi það sökka ef lögreglan hefði ekki byssur“ Ungir strákar í miðbæ Reykjavíkur ræddu við fréttamann Stöðvar 2 um leiðtogafundinn sem haldinn er í Hörpu í dag og á morgun. Þeir virtust vera nokkuð með á nótunum varðandi það sem er í gangi í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. 16. maí 2023 17:14 Harpa komin í búning alþjóðastofnunar Framkvæmdastjóri Leiðtogafundar Evrópuráðsins segir landsmenn geta verið stolta af fundinum sem hefst á morgun. Víðtækar lokanir hafa áhrif á veitingahúsaeigendur sem hafa undanfarna daga þurft að birgja sig upp. 15. maí 2023 23:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Vopnaðir lögreglumenn, leyniskyttur á húsþökum og viðamiklar götulokanir einkenndu miðborg Reykjavíkur meðan leiðtogarnir funduðu í Hörpu. Við þjóðmenningarhúsið varð til að mynda til hálfgerður Hopphjólakirkjugarður; bannsvæði fyrir hjólin tók gildi rétt handan við hornið og notendur skildu hjólin eftir í hrönnum við mörk svæðisins. Veitingamann í miðbænum grunar að margir hafi hreinlega haldið að miðbærinn væri lokaður öllum þessa tvo daga, ekki aðeins bíla- og rafskútuumferð. „Það hefur verið alveg skelfilega rólegt ef ég á að vera hreinskilinn. Það hefur alveg verið næs að vera með enga bíla í bænum en það hefur bara vantað fólk. Fólk virðist vera hrætt við að koma í bæinn,“ segir Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson, veitingamaður á Brút. Hvað ætli valdi? „Ég veit það ekki. En mér fannst allavega ekkert þægilegt þegar það sat inni hjá mér fólk með hríðskotabyssur að borða í hádeginu í gær,“ segir Ólafur. Mörgum hefur eflaust þótt ógnvekjandi að sjá leyniskyttur á þaki Hörpunnar.Vísir Vilhelm Tékkneski forsetinn fetaði í fótspor Clinton Talsvert meira líf var þó í miðborginni í dag en í gær, eins og röðin á Bæjarins bestu var til vitnis um. Forseti Tékklands tók sér Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta til fyrirmyndar og greip sér pylsu síðdegis. Hrafnhildur Ásgeirsdóttir pylsusali hafði ekki tekið á móti neinum þjóðarleiðtoga þegar fréttastofa leit til hennar um hádegisbil; Emmanuel Macron Frakklandsforseti lét sig til dæmis vanta. „Þannig að það er fúlt. Af því að ég hefði kannski þekkt hann í sjón ef hann hefði komið,“ segir Hrafnhildur. Þannig að þú stendur bara vaktina hér, kannski kíkir einhver á þig úr Hörpu? „Ég vona það. Það eru allavega allir velkomnir.“ Og talandi um Macron; hann reif sig upp fyrir allar aldir í morgun og fór í einkaskoðunarferð á Þingvelli. Støre kíkti í pottinn Fleiri leiðtogar sinntu öðrum verkefnum meðfram fundi; forsætisráðherra Danmerkur gæddi sér á sérstakri sósíal-demókrataköku með formanni Samfylkingarinnar og forsetar Ungverjalands og Póllands skelltu sér í ræktina. Þá var síðasta verk Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs áður en hann hélt af landi brott í tilefni þjóðhátíðardags Norðmanna, sem er einmitt í dag, að skella sér í pottinn í Sundhöll Reykjavíkur. Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, hafði ekki gert sér grein fyrir að Jonas Støre, forsætisráðherra Noregs, hefði kíkt í potta Sundhallarinnar.Vísir/Sigurjón „Ef það hefði ekki verið viðtal við hann þá hefðum við örugglega ekkert vitað af þessu því hann er reglulegur gestur hér,“ segir Drífa Magnúsdóttir forstöðumaður. Hvernig hafa viðbrögðin verið við viðtalinu? „Ég hef aðallega fengið komment á að það þurfi að fara að mála pottana,“ segir Drífa og boðar skurk í þeim efnum í sumar, í nafni Jonas Gahr Støre.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Støre í sundi og Macron á Þingvöllum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Sundhöll Reykjavíkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór á Þingvelli í morgun ásamt Dúa J. Landmark og þjóðgarðsverði. 17. maí 2023 10:57 „Ef það er hryðjuverkamaður þá myndi það sökka ef lögreglan hefði ekki byssur“ Ungir strákar í miðbæ Reykjavíkur ræddu við fréttamann Stöðvar 2 um leiðtogafundinn sem haldinn er í Hörpu í dag og á morgun. Þeir virtust vera nokkuð með á nótunum varðandi það sem er í gangi í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. 16. maí 2023 17:14 Harpa komin í búning alþjóðastofnunar Framkvæmdastjóri Leiðtogafundar Evrópuráðsins segir landsmenn geta verið stolta af fundinum sem hefst á morgun. Víðtækar lokanir hafa áhrif á veitingahúsaeigendur sem hafa undanfarna daga þurft að birgja sig upp. 15. maí 2023 23:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Støre í sundi og Macron á Þingvöllum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Sundhöll Reykjavíkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór á Þingvelli í morgun ásamt Dúa J. Landmark og þjóðgarðsverði. 17. maí 2023 10:57
„Ef það er hryðjuverkamaður þá myndi það sökka ef lögreglan hefði ekki byssur“ Ungir strákar í miðbæ Reykjavíkur ræddu við fréttamann Stöðvar 2 um leiðtogafundinn sem haldinn er í Hörpu í dag og á morgun. Þeir virtust vera nokkuð með á nótunum varðandi það sem er í gangi í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. 16. maí 2023 17:14
Harpa komin í búning alþjóðastofnunar Framkvæmdastjóri Leiðtogafundar Evrópuráðsins segir landsmenn geta verið stolta af fundinum sem hefst á morgun. Víðtækar lokanir hafa áhrif á veitingahúsaeigendur sem hafa undanfarna daga þurft að birgja sig upp. 15. maí 2023 23:15