Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. maí 2023 07:48 Rússneskir hermenn á óuppgefinni staðsetningu undirbúa 152 mm eldflaugar sem er skotið úr Giatsint-S. AP Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. AP greindi frá fréttunum. Loftárás Rússa var sú níunda sem beindist að höfuðborg Úkraínu í mánuðinum. Eftir rólegar síðustu vikur hafa árásarnir stigmagnast og er það talið tengjast væntanlegri gagnsókn úkraínska hersins sem hefur nýlega fengið vestræn hergögn. Rússnesk fallbyssa skýtur eldflaugum í átt að Úkraínu.AP Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði og sprengjubrak úr einni sprengingunni olli bruna í bílastæðahúsi. Talið er að árásarmennirnir hafi verið sprengjudeild rússneska hersins í Kaspían-héraði og þeir hafi notast við stýriflaugar. Samkvæmt Telegram-pósti Sergei Popko, yfirmanni hermála í Kænugarði, voru allar eldflaugar Rússa eyðilagðar. Brak úr sprengjunum féll til jarðar í tveimur hverfum Kænugarðs og þurfti að slökkva eld í bílastæðahúsi. Popko sagði engar upplýsingar liggja fyrir um fórnarlömb árásarinnar í Kænugarði. Í suðurhluta Ódessa-fylkis lést einn og særðust tveir í eldflaugaárás Rússa að sögn Sergi Bratsjúk, talsmanns úkraínska hersins í Ódessa. Hann sagði á Telegram að flestar eldflauganna hafi verið skotnar niður yfir hafi en ein þeirra hafi hæft atvinnubyggingar sem leiddi til dauða eins einstaklings. Úkraínskur maður gróðursetur sólblóm í garði sínum nálægt rústum skriðdreka og fallbyssu hans í þorpinu Velyka Dymerka.Efrem Lukatsky Fyrr í vikunni tókst úkraínskum loftvörnum að stöðva eina umfangsmestu loftárás Rússa til þessa með nýjum þróuðum vestrænum loftvarnarkerfum. Á sama tíma í Rússlandi greindi rússneski ríkismiðillinn RIA Nostovi frá því að í morgun hefðu fimm lestarvagnar sem fluttu korn oltið af teinunum á Krímskaga. Að sögn lestarstjórnenda á Krímskaga ultu vagnarnir vegna afskipta „óviðkomandi aðila“ en engan sakaði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Bandaríkjamenn kanna nú mögulegar skemmdir Rússa á háþróuðu loftvarnarkerfi Úkraínumanna, sem þeir fengu að gjöf, bæði frá Bandaríkjamönnum og annað frá Hollendingum og Þjóðverjum. 16. maí 2023 20:09 Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
AP greindi frá fréttunum. Loftárás Rússa var sú níunda sem beindist að höfuðborg Úkraínu í mánuðinum. Eftir rólegar síðustu vikur hafa árásarnir stigmagnast og er það talið tengjast væntanlegri gagnsókn úkraínska hersins sem hefur nýlega fengið vestræn hergögn. Rússnesk fallbyssa skýtur eldflaugum í átt að Úkraínu.AP Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði og sprengjubrak úr einni sprengingunni olli bruna í bílastæðahúsi. Talið er að árásarmennirnir hafi verið sprengjudeild rússneska hersins í Kaspían-héraði og þeir hafi notast við stýriflaugar. Samkvæmt Telegram-pósti Sergei Popko, yfirmanni hermála í Kænugarði, voru allar eldflaugar Rússa eyðilagðar. Brak úr sprengjunum féll til jarðar í tveimur hverfum Kænugarðs og þurfti að slökkva eld í bílastæðahúsi. Popko sagði engar upplýsingar liggja fyrir um fórnarlömb árásarinnar í Kænugarði. Í suðurhluta Ódessa-fylkis lést einn og særðust tveir í eldflaugaárás Rússa að sögn Sergi Bratsjúk, talsmanns úkraínska hersins í Ódessa. Hann sagði á Telegram að flestar eldflauganna hafi verið skotnar niður yfir hafi en ein þeirra hafi hæft atvinnubyggingar sem leiddi til dauða eins einstaklings. Úkraínskur maður gróðursetur sólblóm í garði sínum nálægt rústum skriðdreka og fallbyssu hans í þorpinu Velyka Dymerka.Efrem Lukatsky Fyrr í vikunni tókst úkraínskum loftvörnum að stöðva eina umfangsmestu loftárás Rússa til þessa með nýjum þróuðum vestrænum loftvarnarkerfum. Á sama tíma í Rússlandi greindi rússneski ríkismiðillinn RIA Nostovi frá því að í morgun hefðu fimm lestarvagnar sem fluttu korn oltið af teinunum á Krímskaga. Að sögn lestarstjórnenda á Krímskaga ultu vagnarnir vegna afskipta „óviðkomandi aðila“ en engan sakaði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Bandaríkjamenn kanna nú mögulegar skemmdir Rússa á háþróuðu loftvarnarkerfi Úkraínumanna, sem þeir fengu að gjöf, bæði frá Bandaríkjamönnum og annað frá Hollendingum og Þjóðverjum. 16. maí 2023 20:09 Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07
Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Bandaríkjamenn kanna nú mögulegar skemmdir Rússa á háþróuðu loftvarnarkerfi Úkraínumanna, sem þeir fengu að gjöf, bæði frá Bandaríkjamönnum og annað frá Hollendingum og Þjóðverjum. 16. maí 2023 20:09
Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32