Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2023 08:58 Ný mislæg gatnamót verða á kaflanum milli Hvassahrauns og Straumsvíkur. Þau tengjast framtíðar byggingarlandi Hafnarfjarðar. Vegagerðin/Mannvit Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að verktakinn muni hefja undirbúning fljótlega en framkvæmdir hefjast af krafti síðsumars 2023. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið í lok júní 2026. Þótt verklok séu áætluð 2026 sagði Jón Heiðar Gestsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni, í viðtali við Stöð 2 í mars að reynt yrði að opna megnið af Reykjanesbrautinni árið 2025. Síðasti kaflinn, hálfur kílómetri í kringum Straumsvík, yrði svo opnaður sumarið 2026 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Þóroddur Ottesen Arnarson, forstjóri ÍAV, skrifuðu undir verksamning í húsnæði Vegagerðarinnar í Garðabæ í gær.Vegagerðin Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Í því felst breikkun Reykjanesbrautar á um 5,6 kílómetra kafla. Inni í verkinu er einnig bygging brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Mislæg gatnamót við Straumsvík verða stækkuð.Vegagerðin/Mannvit Á Reykjanesbraut verða gerð mislæg gatnamót við Rauðamel en þar er að finna nýtt framtíðar byggingarsvæði Hafnarfjarðar. Mislæg gatnamót við Straumsvík verða stækkuð og bætt við tengingu að iðnaðarsvæði Hafnarfjarðar við Álhellu. Einnig verða gerðir eftirlitsstaðir við Reykjanesbraut og stofnstígur fyrir gangandi og hjólandi milli Hraunavíkur og Straums ásamt tengingu við Straumsvík. Svo skemmtilega vill til að það voru einmitt Íslenskir aðalverktakar sem upphaflega hófu lagningu Reykjanesbrautar fyrir rúmum sextíu árum, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 af opnun tilboða í síðasta mánuði, sem má sjá hér: Myndband Vegagerðarinnar um verkið má sjá hér: Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. 5. apríl 2023 20:50 Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22 Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Greiðsluáskorun Elísabet Hanna til Bara tala Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að verktakinn muni hefja undirbúning fljótlega en framkvæmdir hefjast af krafti síðsumars 2023. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið í lok júní 2026. Þótt verklok séu áætluð 2026 sagði Jón Heiðar Gestsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni, í viðtali við Stöð 2 í mars að reynt yrði að opna megnið af Reykjanesbrautinni árið 2025. Síðasti kaflinn, hálfur kílómetri í kringum Straumsvík, yrði svo opnaður sumarið 2026 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Þóroddur Ottesen Arnarson, forstjóri ÍAV, skrifuðu undir verksamning í húsnæði Vegagerðarinnar í Garðabæ í gær.Vegagerðin Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Í því felst breikkun Reykjanesbrautar á um 5,6 kílómetra kafla. Inni í verkinu er einnig bygging brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Mislæg gatnamót við Straumsvík verða stækkuð.Vegagerðin/Mannvit Á Reykjanesbraut verða gerð mislæg gatnamót við Rauðamel en þar er að finna nýtt framtíðar byggingarsvæði Hafnarfjarðar. Mislæg gatnamót við Straumsvík verða stækkuð og bætt við tengingu að iðnaðarsvæði Hafnarfjarðar við Álhellu. Einnig verða gerðir eftirlitsstaðir við Reykjanesbraut og stofnstígur fyrir gangandi og hjólandi milli Hraunavíkur og Straums ásamt tengingu við Straumsvík. Svo skemmtilega vill til að það voru einmitt Íslenskir aðalverktakar sem upphaflega hófu lagningu Reykjanesbrautar fyrir rúmum sextíu árum, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 af opnun tilboða í síðasta mánuði, sem má sjá hér: Myndband Vegagerðarinnar um verkið má sjá hér:
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. 5. apríl 2023 20:50 Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22 Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Greiðsluáskorun Elísabet Hanna til Bara tala Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. 5. apríl 2023 20:50
Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22
Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05