Tíminn læknar ekki öll sár Arnar Sveinn Geirsson skrifar 18. maí 2023 12:31 Þetta sár hefur kennt mér svo margt og þroskað mig á svo marga vegu. Ég þurfti að læra að lifa með þessu sári, skilja það og samþykkja það. Átta mig á því að því meira sem ég barðist á móti, því verra varð það. Nokkrum dögum áður en mamma dó fékk ég að gista hjá Þorleifi, bróður mömmu, sem ég hef alla tíð litið mikið upp til. Við keyptum okkur kjúklingavængi og spiluðum Championship Manager fram á nótt – ansi spennandi fyrir ungan dreng. Um nóttina dreymdi mig draum, sem Þorleifur hvatti mig svo til þess að skrifa niður svo að ég myndi ekki gleyma honum. Ég endaði á því að skrifa hann niður á servíettu þar sem ég fann ekkert blað. Hér er smá bútur af því sem ég skrifaði: „Hún kemur til mín í draumnum og segir mér að allt sé í lagi og allt muni vera í lagi. Hún segir að hún muni passa mig, og vaka yfir mér. Þetta var samt ekki einn af þessum venjulegu draumum. Málið var, að hún sjálf var þarna. Þetta var hún að segja mér þetta, hún sjálf.“ Í dag er ég viss um að hún hefur passað mig öll þessi ár, með einum eða öðrum hætti. Passað mig með því að elska mig skilyrðislaust á meðan hún var á lífi. Með því að sýna mér hvað jákvætt hugarfar er mikilvægt og öflugt í hæðum og lægðum lífsins. Með því að gefa af sér og hjálpa öðrum fram á síðasta dag – ókunnugu fólki sem í gegnum tíðina hefur komið til mín og látið mig vita hvað hún gaf þeim mikið. Og svo trúi ég því að orkan hennar lifi, í kringum mig og í kringum alla aðra sem hún elskaði. Þetta sár þarf ekki að gróa. Það er allt of mikið af kærleika, ást, minningum og lærdómi í því svo að það megi eða þurfi að gróa. Í staðinn hef ég lært að lifa með því – og er enn að læra. Og það er svo margt fallegt sem hefur komið til mín í staðinn. Lífið í allri sinni mynd, með öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Með sömu lokaorðum og eru á servíettunni góðu, „Love you mamma, þinn Assa.“ Höfundur er mannauðsstjóri og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Þetta sár hefur kennt mér svo margt og þroskað mig á svo marga vegu. Ég þurfti að læra að lifa með þessu sári, skilja það og samþykkja það. Átta mig á því að því meira sem ég barðist á móti, því verra varð það. Nokkrum dögum áður en mamma dó fékk ég að gista hjá Þorleifi, bróður mömmu, sem ég hef alla tíð litið mikið upp til. Við keyptum okkur kjúklingavængi og spiluðum Championship Manager fram á nótt – ansi spennandi fyrir ungan dreng. Um nóttina dreymdi mig draum, sem Þorleifur hvatti mig svo til þess að skrifa niður svo að ég myndi ekki gleyma honum. Ég endaði á því að skrifa hann niður á servíettu þar sem ég fann ekkert blað. Hér er smá bútur af því sem ég skrifaði: „Hún kemur til mín í draumnum og segir mér að allt sé í lagi og allt muni vera í lagi. Hún segir að hún muni passa mig, og vaka yfir mér. Þetta var samt ekki einn af þessum venjulegu draumum. Málið var, að hún sjálf var þarna. Þetta var hún að segja mér þetta, hún sjálf.“ Í dag er ég viss um að hún hefur passað mig öll þessi ár, með einum eða öðrum hætti. Passað mig með því að elska mig skilyrðislaust á meðan hún var á lífi. Með því að sýna mér hvað jákvætt hugarfar er mikilvægt og öflugt í hæðum og lægðum lífsins. Með því að gefa af sér og hjálpa öðrum fram á síðasta dag – ókunnugu fólki sem í gegnum tíðina hefur komið til mín og látið mig vita hvað hún gaf þeim mikið. Og svo trúi ég því að orkan hennar lifi, í kringum mig og í kringum alla aðra sem hún elskaði. Þetta sár þarf ekki að gróa. Það er allt of mikið af kærleika, ást, minningum og lærdómi í því svo að það megi eða þurfi að gróa. Í staðinn hef ég lært að lifa með því – og er enn að læra. Og það er svo margt fallegt sem hefur komið til mín í staðinn. Lífið í allri sinni mynd, með öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Með sömu lokaorðum og eru á servíettunni góðu, „Love you mamma, þinn Assa.“ Höfundur er mannauðsstjóri og fyrirlesari.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar