Faðir mannsins lést árið 2021. Sama dag og hann lést, fór maðurinn í hraðbanka og tók út, án heimildar, hundrað þúsund krónur af greiðslukorti föður síns.
Síðar hringdi hann í Íslandsbanka og kynnti sig sem látinn föður sinn. Lét hann starfsmann bankans millifæra ellefu milljónir króna af reikningi föður síns yfir á sinn reikning.
Fyrir dómi játaði maðurinn sök samkvæmt ákæru. Hann samþykkti bótaskyldu en sagði bótakröfu of háa en dánarbúið krafðist þess að maðurinn myndi endurgreiða átta og hálfa milljón auk vaxta.
Sagði hann að honum hafi brugðið mjög við andlát föður síns en þeir héldu heimili lengi saman og voru mjög nánir. Maðurinn ásamt einu systkini hans voru einu erfingjar dánarbúsins.
Dómari ákvað að maðurinn skildi sæta í fangelsi í fimm mánuði en fullnustu refsingar skildi frestað haldi hann almennt skilorði í tvö ár. Samþykkti dómurinn bótakröfu lögmanns dánarbúsins og þarf maðurinn því að greiða átta og hálfa milljón ásamt vöxtum.