Ferðalangar í ógöngum og alelda bátur við Stykkishólm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2023 10:11 Fólkið var að lokum sótt á sexhjólum. Landsbjörg Nokkrar björgunarsveitir voru kallaðar út í gær vegna tveggja tilvika þar sem ferðalangar lentu í vandræðum á göngu. Þá barst útkall vegna báts sem varð alelda rétt utan við Stykkishólm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir í Ölfusi voru kallaðar út um klukkan 17 vegna ferðalangs sem hafði gengið inn í Reykjadal. Á leiðinni úr dalnum fór viðkomandi að upplifa vanlíðan og máttleysi. „Björgunarsveitir fóru upp gönguleiðina frá Hveragerði, sem og að aka upp á Hellisheiði, inn heiðina og ganga niður í Reykjadal þaðan. Um 40 mínútum eftir að útkall barst, eða um 17:40, voru björgunarsveitir komnar að viðkomandi, sem hlaut aðhlynningu og var svo fluttur niður í sjúkrabíl,“ segir í tilkynningunni. Mikil þoka gerði björgunarsveitarmönnum erfitt fyrir.Landsbjörg Þá var óskað eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan 19.30 vegna tveggja göngumanna á Hafnarfjalli sem voru orðnir kaldir og treystu sér ekki lengra. Björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði voru ræstar út og gengu upp Hafnarfjall norðanvert. Að því er fram kemur í tilkynningunni var fólkið þokkalega vel búið en veðrið erfitt; slagviðri og skyggni lítið. Svartaþoka var á leitarsvæðinu, sem hamlaði för björgunarsveitarmanna. Frá aðgerðum á Hafnarfjalli.Landsbjörg „Rétt fyrir klukkan 23 var komið að fólkinu, en skyggnið var svo lítið að þau þurftu að flauta hátt í flautu sem þau voru með, svo björgunarfólk hitti á þau í þokunni. Björgunarfólk gat gefið þeim heitt að drekka og einhverja næringu, og lagt af stað til móts við annað björgunarfólk, sem meðal annars var á leið á staðinn á sexhjólum. Rétt fyrir miðnætti var hægt að koma fólkinu á sexhjól, sem flutti það niður. Þessari aðgerð lauk um eitt leitið í nótt.“ Á sama tíma barst útkall til björgunarsveita í Stykkishólmi vegna elds í bát rétt utan við bæinn. Þar hafði eldur orðið laus, líklega í lúkar, sem skipverji réði ekki við og neyddist til að yfirgefa bátinn. Honum var bjargað af nærstöddum bátum. „Báturinn varð fljótt alelda og rak nánast upp í fjöru suðvestan Stykkishólms, þar sem slökkvilið frá Stykkishólmi gat barist við eldinn frá landi.“ Björgunarsveitir Stykkishólmur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir í Ölfusi voru kallaðar út um klukkan 17 vegna ferðalangs sem hafði gengið inn í Reykjadal. Á leiðinni úr dalnum fór viðkomandi að upplifa vanlíðan og máttleysi. „Björgunarsveitir fóru upp gönguleiðina frá Hveragerði, sem og að aka upp á Hellisheiði, inn heiðina og ganga niður í Reykjadal þaðan. Um 40 mínútum eftir að útkall barst, eða um 17:40, voru björgunarsveitir komnar að viðkomandi, sem hlaut aðhlynningu og var svo fluttur niður í sjúkrabíl,“ segir í tilkynningunni. Mikil þoka gerði björgunarsveitarmönnum erfitt fyrir.Landsbjörg Þá var óskað eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan 19.30 vegna tveggja göngumanna á Hafnarfjalli sem voru orðnir kaldir og treystu sér ekki lengra. Björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði voru ræstar út og gengu upp Hafnarfjall norðanvert. Að því er fram kemur í tilkynningunni var fólkið þokkalega vel búið en veðrið erfitt; slagviðri og skyggni lítið. Svartaþoka var á leitarsvæðinu, sem hamlaði för björgunarsveitarmanna. Frá aðgerðum á Hafnarfjalli.Landsbjörg „Rétt fyrir klukkan 23 var komið að fólkinu, en skyggnið var svo lítið að þau þurftu að flauta hátt í flautu sem þau voru með, svo björgunarfólk hitti á þau í þokunni. Björgunarfólk gat gefið þeim heitt að drekka og einhverja næringu, og lagt af stað til móts við annað björgunarfólk, sem meðal annars var á leið á staðinn á sexhjólum. Rétt fyrir miðnætti var hægt að koma fólkinu á sexhjól, sem flutti það niður. Þessari aðgerð lauk um eitt leitið í nótt.“ Á sama tíma barst útkall til björgunarsveita í Stykkishólmi vegna elds í bát rétt utan við bæinn. Þar hafði eldur orðið laus, líklega í lúkar, sem skipverji réði ekki við og neyddist til að yfirgefa bátinn. Honum var bjargað af nærstöddum bátum. „Báturinn varð fljótt alelda og rak nánast upp í fjöru suðvestan Stykkishólms, þar sem slökkvilið frá Stykkishólmi gat barist við eldinn frá landi.“
Björgunarsveitir Stykkishólmur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira