„Þetta er krefjandi en þetta eru fórnir sem við þurfum öll að færa“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. maí 2023 18:56 Tunnurnar fjórar sem Reykvíkingar koma til með að kynnast í ár. Nýjar ruslatunnur eru á leiðinni til borgarbúa og bætist að minnsta kosti ein tunna við flest öll heimili landsins í sumar. Einhverjir hafa kvartað yfir því að hafa ekki pláss í tunnuskýlum sínum fyrir nýju tunnuna. Samskiptastjóri Sorpu segir innviðauppbyggingu heimilanna vera eðlileg þróun. Hingað til hefur rusl verið flokkað í þrjá flokka. Plast, pappír og pappa, og svo blandaðan úrgang eða almennt sorp. Flokknum Lífrænn úrgangur hefur nú verið bætt við en það er gert vegna þess að nú er ólöglegt að urða matarleifar. Til þess að geta flokkað lífrænan úrgang munu nýjar ruslatunnur koma í gagnið á öllu landinu á þessu ári. Dreifing nýju tunnanna er nú þegar hafin austarlega í Reykjavík og heldur dreifing þeirra áfram í sumar. Þegar kemur að fjölbýlishúsum er það mjög mismunandi eftir íbúðafjölda hvaða tunnubreytingar verða gerðar. Þó eiga flest öll fjölbýlishús það sameiginlegt að nýrri brúnni tunnu fyrir matarleifar verður bætt við. Tvær tunnur hafa dugað hjá flestum, ein endurvinnslutunna og ein fyrir almennt sorp. Héðan í frá verður þó ekki í boði að setja pappa, pappír og plast í sömu tunnuna heldur er þessu skipt í sitthvora tunnuna. Það á þó einungis við um einbýli þar sem búa fjórir eða fleiri. Þar sem búa þrír eða færri kemur tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappa og pappír. Þá fá allir íbúar tvískipta tunnu með hólfi fyrir lífrænan úrgang og hólfi fyrir almennt sorp sem ekki er hægt að endurvinna, líkt og eyrnapinna, tíðarvörur og bökunarpappír. Þetta fyrirkomulag fer í taugarnar á sumum og telur fólk sig eiga eftir að vera í vandræðum með flokkunina héðan í frá. Þá hafa einhverjir bent á að það sé einfaldlega ekki pláss fyrir þrjár tunnur í ruslatunnuskýlunum sem þeir hafa reist á lóð sinni. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, bendir á að uppbygging innviða heimila sé eðlileg þróun þegar verið er að auka endurvinnslu. „Við erum að fara úr því að vera í línulegu hagkerfi þar sem við tökum hluti, notum þá og hendum þeim yfir í að vera með hringrásarhagkerfi þar sem við kaupum hluti, notum þá, höldum áfram að nota þá, fáum helst einhvern annan að nota þá þegar við erum hætt að nota þá og komum þeim síðan í endurvinnslu. Það að þurfa að setja upp smá innviði fyrir hringrásarhagkerfið, þetta er krefjandi en þetta eru fórnir sem við þurfum öll að færa,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dorfi Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.Vísir/Sigurjón Ef það eru einhverjir sem fagna þessari breytingu, þá eru það líklegast umhverfissinnar og áhugafólk um endurvinnslu. Já, og þeir sem selja ruslatunnuskýli. „Við höfum tekið eftir því hjá okkur að það er meiri eftirspurn og fólk hefur verið að spyrjast meira um þetta. Við höfum vitað af þessu í svolítinn tíma og við höfum séð síðustu árin að það er aukin eftirspurn eftir skýlunum. Veður og vindar á Íslandi hafa verið á fullu og fólk er að sækjast eftir þessu,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, sölustjóri hellna, flots og smáeininga hjá Steypustöðinni. Halldór Harri Kristjánsson er sölustjóri hjá Steypustöðinni. Vísir/Bjarni Áfram verður gert ráð fyrir að íbúar sjá sjálfir um að safna gleri, málmum og fatnaði sem á að henda, og komi því á næstu grenndarstöð eða í Sorpu. Í haust þegar reynsla verður komin á þetta fyrirkomulag munu sveitarfélögin hnika til og hliðra og sjá hvort einhverjir megi við því að hafa færri tunnur en aðrir. Sorpa Umhverfismál Sorphirða Reykjavík Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Hingað til hefur rusl verið flokkað í þrjá flokka. Plast, pappír og pappa, og svo blandaðan úrgang eða almennt sorp. Flokknum Lífrænn úrgangur hefur nú verið bætt við en það er gert vegna þess að nú er ólöglegt að urða matarleifar. Til þess að geta flokkað lífrænan úrgang munu nýjar ruslatunnur koma í gagnið á öllu landinu á þessu ári. Dreifing nýju tunnanna er nú þegar hafin austarlega í Reykjavík og heldur dreifing þeirra áfram í sumar. Þegar kemur að fjölbýlishúsum er það mjög mismunandi eftir íbúðafjölda hvaða tunnubreytingar verða gerðar. Þó eiga flest öll fjölbýlishús það sameiginlegt að nýrri brúnni tunnu fyrir matarleifar verður bætt við. Tvær tunnur hafa dugað hjá flestum, ein endurvinnslutunna og ein fyrir almennt sorp. Héðan í frá verður þó ekki í boði að setja pappa, pappír og plast í sömu tunnuna heldur er þessu skipt í sitthvora tunnuna. Það á þó einungis við um einbýli þar sem búa fjórir eða fleiri. Þar sem búa þrír eða færri kemur tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappa og pappír. Þá fá allir íbúar tvískipta tunnu með hólfi fyrir lífrænan úrgang og hólfi fyrir almennt sorp sem ekki er hægt að endurvinna, líkt og eyrnapinna, tíðarvörur og bökunarpappír. Þetta fyrirkomulag fer í taugarnar á sumum og telur fólk sig eiga eftir að vera í vandræðum með flokkunina héðan í frá. Þá hafa einhverjir bent á að það sé einfaldlega ekki pláss fyrir þrjár tunnur í ruslatunnuskýlunum sem þeir hafa reist á lóð sinni. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, bendir á að uppbygging innviða heimila sé eðlileg þróun þegar verið er að auka endurvinnslu. „Við erum að fara úr því að vera í línulegu hagkerfi þar sem við tökum hluti, notum þá og hendum þeim yfir í að vera með hringrásarhagkerfi þar sem við kaupum hluti, notum þá, höldum áfram að nota þá, fáum helst einhvern annan að nota þá þegar við erum hætt að nota þá og komum þeim síðan í endurvinnslu. Það að þurfa að setja upp smá innviði fyrir hringrásarhagkerfið, þetta er krefjandi en þetta eru fórnir sem við þurfum öll að færa,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dorfi Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.Vísir/Sigurjón Ef það eru einhverjir sem fagna þessari breytingu, þá eru það líklegast umhverfissinnar og áhugafólk um endurvinnslu. Já, og þeir sem selja ruslatunnuskýli. „Við höfum tekið eftir því hjá okkur að það er meiri eftirspurn og fólk hefur verið að spyrjast meira um þetta. Við höfum vitað af þessu í svolítinn tíma og við höfum séð síðustu árin að það er aukin eftirspurn eftir skýlunum. Veður og vindar á Íslandi hafa verið á fullu og fólk er að sækjast eftir þessu,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, sölustjóri hellna, flots og smáeininga hjá Steypustöðinni. Halldór Harri Kristjánsson er sölustjóri hjá Steypustöðinni. Vísir/Bjarni Áfram verður gert ráð fyrir að íbúar sjá sjálfir um að safna gleri, málmum og fatnaði sem á að henda, og komi því á næstu grenndarstöð eða í Sorpu. Í haust þegar reynsla verður komin á þetta fyrirkomulag munu sveitarfélögin hnika til og hliðra og sjá hvort einhverjir megi við því að hafa færri tunnur en aðrir.
Sorpa Umhverfismál Sorphirða Reykjavík Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira