Körfubolti

Harlem Globetrotters kemur við á Íslandi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Mynd frá nýlegri sýningu Harlem Globetrotters í Madrid.
Mynd frá nýlegri sýningu Harlem Globetrotters í Madrid. Vísir/Getty

Sýningar- og skemmtiliðið Harlem Globetrotters mun leika listir sínar í Laugardalshöllinni í september næstkomandi. Liðið kom fyrst í heimsókn til Íslands árið 1982.

Þeir eru ófáir Íslendingarnir sem mætt hafa á sýningu hjá sýningarliðinu Harlem Globetrotters sem þekktir eru fyrir að sýna listir sínar á körfuboltavellinum. Nú gefst tækifæri til að sjá liðið á nýjan leik því þeir verða með sýningu í Laugardalshöll þann 17. september næstkomandi.

Í tilkynningu frá Nordic Live Events kemur fram að liðið hafi sýnt körfuboltaleikni sýna í 124 löndum og sex heimsálfum allt frá árinu 1926. Liðið kom fyrst í heimsókn til Íslands fyrir rúmum fjörtíu árum og hefur haldið fjölmargar sýningar hér á landi síðan þá.

Miðasala á viðburðinn hefst á mánudaginn en aðeins verður selt í sæti. Miðasala fer fram á midix.is en eftir sýningarleikinn gefst tækifæri á að fá eiginhandaráritun frá sínum uppáhalds leikmanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×