Lýst eftir fjármálaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 20. maí 2023 12:00 Aukinnar svartsýni gætir nú á fjármálamörkuðum um þróun verðbólgu. Gert er ráð fyrir að hún verði enn yfir 6% eftir ár. Hið sama má sjá í áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem segir að vextir gætu þurft að hækka enn frekar frá því sem nú er. Skilaboðin þaðan er að það sé nauðsynlegt sé að auka aðhald í efnahagsstjórninni en samtímis að verja stöðu þeirra sem lakast standa. Allir umsagnaraðilar um fjármálaáætlun fjármálaráðherra segja það sama en fjármálaráðherra virðist vera í fríi frá þessu verkefni. Frá Seðlabankanum sjálfum er gagnrýnin eins skýr og getur orðið. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri nefnir að of lítið aðhald í ríkisfjármálunum hafi leitt til þess að Seðlabankinn beri þyngri byrði í baráttunni við verðbólguna en eðlilegt væri. Baráttan við verðbólgu væri auðveldari ef það væri í forgangi hjá ríkissjóði að auka aðhald í ríkisfjármálum. Í síðasta fjárlagafrumvarpi blasti við að fjármálaráðherra ætlaði ekki að bregðast við verðbólgu að neinu marki. Viðreisn lagði fram tillögur með það að markmiði að bregðast við, m.a. að skuldir ríkisins yrðu lækkaðar um 20 milljarða á árinu. Tillögur um fækkun ráðuneyta, hækkun veiðigjalda og hækkun kolefnisgjalds. Allar voru þessar tillögur felldar og fjárlögin enduðu í 120 milljarða halla. Leikþreyta í hópnum Í nýrri fjármálaáætlun eru síðan enn engin merki um að ríkisstjórnin ætli að taka sér neitt hlutverk um það að ná árangri gegn verðbólgu. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta að greiða niður skuldir og ná niður vaxtabyrði íslenska ríkisins sem myndi hjálpa til við að ná niður verðbólgu. Í nýrri fjármálaáætlun er hins vegar fjallað um að vond vaxtakjör ríkisins. Fá Evrópuríki eru reyndar með þyngri vaxtabyrði en Ísland og vaxtakostnaður er þriðji stærsti útgjaldaliður ríkisins. Ríkið er þar í svipaðri stöðu og heimilin. Lánin eru dýrari. Ríkisstjórnin sem er haldin leikþreytu talar bara um að „halda skuldavexti í lágmarki.” Stærri eru markmiðin ekki. Hallarekstur ríkissjóðs verður áfram staðreynd að minnsta kosti út árið 2027 og hefur þá varað í tæp 10 ár. Lengra tímabil og hærri vextir Þessi leikþreyta í ríkisfjármálum eru vondar fréttir fyrir þjóðina einfaldlega vegna þess að leikþreytan þýðir lengra verðbólgutímabil og fleiri vaxtahækkanir. Fólk er eðlilega með hugann við heimilisbókhaldið sitt þessa dagana, í mikilli verðbólgu og ástandi þar sem vextir hækka ótt og títt. Húsnæðislán verða áfram mjög dýr en í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021 þegar vextir voru sögulega lágir. Sömuleiðis á að hafa í huga að um 27% lántakenda hafa tekið á sig vaxtahækkanir af fullum þunga. Þetta er ungt fólk og barnafjölskyldur. Við þennan hóp bætast 4500 heimili í ár. Fasteignamarkaðurinn og byggingamarkaðurinn eru á leið í frost. Fólk sem ekki hefur keypt sér fyrstu íbúð kemst svo ekki inn á markaðinn. Betra bókhald seinna Vegna þess að ekkert er tekið til í útgjöldum ríkisins þarf að afla tekna og nú ætlar ríkisstjórnin að leggja 1% skattahækkun á fyrirtæki landsins. Það þarf pólitíska hugmyndafræði þegar stefna er mótuð um útgjöld, tekjur og heildarafkomu. Hana vantar sem og reyndar grunnforsendur um að tekjur verða að duga fyrir útgjöldum. Allar óvæntar tekjur fara í ný útgjöld en ekki í að borga skuldir. Fjármálaráð gaukar einmitt því heilræði að fjármálaráðherra, að skynsamlegra hefði verið nýta tekjuauka ríkissjóðs til að bæta afkomu ríkissjóðs í staðinn fyrir að auka bara útgjöld. Hagfræðingar eru sammála um að ekki sé verið að bregðast við verðbólgunni heldur sé fjármálaáætlunin full af óljósum fyrirætlunum um betra bókhald seinna. Og hvort sem litið er til BHM, ASÍ, Samtaka atvinnulífsins eða Viðskiptaráðs þá ganga þessir aðilar nú hönd í hönd um það að lýsa eftir fjármálaráðherra. En ríkisstjórn sem ekki er sammála um hugmyndafræði og ekki er sammála um leikskipulag bregst aftur og aftur við á sama hátt: með því að gera ekki neitt. Á Íslandi búa núna tvær þjóðir; þau sem lifa í krónuhagkerfinu og svo eru það stórfyrirtækin sem standa fyrir utan, fyrirtækin sem gera upp í dollara og evru – og taka ekki á sig þessar vaxtahækkanir. Sífelldar vaxtahækkanir hafa þess vegna ekki áhrif á þessi fyrirtæki en mikil áhrif á venjulegt fólk með húsnæðislán og þau fyrirtæki sem eru eftir inni í krónuhagkerfinu. Þetta eru litlu og meðalstóru fyrirtækin og fólkið sem er að reyna að eignast heimili. Fyrir venjulegt fólk er ekkert sem mælir með krónunni. Verðbólga kemur alltaf verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Óbreytt ástand mun sömuleiðis þýða þungt högg fyrir millistéttina sem áfram á að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu. Þetta eru barnafjölskyldur og fyrstu kaupendur. En þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Aukinnar svartsýni gætir nú á fjármálamörkuðum um þróun verðbólgu. Gert er ráð fyrir að hún verði enn yfir 6% eftir ár. Hið sama má sjá í áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem segir að vextir gætu þurft að hækka enn frekar frá því sem nú er. Skilaboðin þaðan er að það sé nauðsynlegt sé að auka aðhald í efnahagsstjórninni en samtímis að verja stöðu þeirra sem lakast standa. Allir umsagnaraðilar um fjármálaáætlun fjármálaráðherra segja það sama en fjármálaráðherra virðist vera í fríi frá þessu verkefni. Frá Seðlabankanum sjálfum er gagnrýnin eins skýr og getur orðið. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri nefnir að of lítið aðhald í ríkisfjármálunum hafi leitt til þess að Seðlabankinn beri þyngri byrði í baráttunni við verðbólguna en eðlilegt væri. Baráttan við verðbólgu væri auðveldari ef það væri í forgangi hjá ríkissjóði að auka aðhald í ríkisfjármálum. Í síðasta fjárlagafrumvarpi blasti við að fjármálaráðherra ætlaði ekki að bregðast við verðbólgu að neinu marki. Viðreisn lagði fram tillögur með það að markmiði að bregðast við, m.a. að skuldir ríkisins yrðu lækkaðar um 20 milljarða á árinu. Tillögur um fækkun ráðuneyta, hækkun veiðigjalda og hækkun kolefnisgjalds. Allar voru þessar tillögur felldar og fjárlögin enduðu í 120 milljarða halla. Leikþreyta í hópnum Í nýrri fjármálaáætlun eru síðan enn engin merki um að ríkisstjórnin ætli að taka sér neitt hlutverk um það að ná árangri gegn verðbólgu. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta að greiða niður skuldir og ná niður vaxtabyrði íslenska ríkisins sem myndi hjálpa til við að ná niður verðbólgu. Í nýrri fjármálaáætlun er hins vegar fjallað um að vond vaxtakjör ríkisins. Fá Evrópuríki eru reyndar með þyngri vaxtabyrði en Ísland og vaxtakostnaður er þriðji stærsti útgjaldaliður ríkisins. Ríkið er þar í svipaðri stöðu og heimilin. Lánin eru dýrari. Ríkisstjórnin sem er haldin leikþreytu talar bara um að „halda skuldavexti í lágmarki.” Stærri eru markmiðin ekki. Hallarekstur ríkissjóðs verður áfram staðreynd að minnsta kosti út árið 2027 og hefur þá varað í tæp 10 ár. Lengra tímabil og hærri vextir Þessi leikþreyta í ríkisfjármálum eru vondar fréttir fyrir þjóðina einfaldlega vegna þess að leikþreytan þýðir lengra verðbólgutímabil og fleiri vaxtahækkanir. Fólk er eðlilega með hugann við heimilisbókhaldið sitt þessa dagana, í mikilli verðbólgu og ástandi þar sem vextir hækka ótt og títt. Húsnæðislán verða áfram mjög dýr en í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021 þegar vextir voru sögulega lágir. Sömuleiðis á að hafa í huga að um 27% lántakenda hafa tekið á sig vaxtahækkanir af fullum þunga. Þetta er ungt fólk og barnafjölskyldur. Við þennan hóp bætast 4500 heimili í ár. Fasteignamarkaðurinn og byggingamarkaðurinn eru á leið í frost. Fólk sem ekki hefur keypt sér fyrstu íbúð kemst svo ekki inn á markaðinn. Betra bókhald seinna Vegna þess að ekkert er tekið til í útgjöldum ríkisins þarf að afla tekna og nú ætlar ríkisstjórnin að leggja 1% skattahækkun á fyrirtæki landsins. Það þarf pólitíska hugmyndafræði þegar stefna er mótuð um útgjöld, tekjur og heildarafkomu. Hana vantar sem og reyndar grunnforsendur um að tekjur verða að duga fyrir útgjöldum. Allar óvæntar tekjur fara í ný útgjöld en ekki í að borga skuldir. Fjármálaráð gaukar einmitt því heilræði að fjármálaráðherra, að skynsamlegra hefði verið nýta tekjuauka ríkissjóðs til að bæta afkomu ríkissjóðs í staðinn fyrir að auka bara útgjöld. Hagfræðingar eru sammála um að ekki sé verið að bregðast við verðbólgunni heldur sé fjármálaáætlunin full af óljósum fyrirætlunum um betra bókhald seinna. Og hvort sem litið er til BHM, ASÍ, Samtaka atvinnulífsins eða Viðskiptaráðs þá ganga þessir aðilar nú hönd í hönd um það að lýsa eftir fjármálaráðherra. En ríkisstjórn sem ekki er sammála um hugmyndafræði og ekki er sammála um leikskipulag bregst aftur og aftur við á sama hátt: með því að gera ekki neitt. Á Íslandi búa núna tvær þjóðir; þau sem lifa í krónuhagkerfinu og svo eru það stórfyrirtækin sem standa fyrir utan, fyrirtækin sem gera upp í dollara og evru – og taka ekki á sig þessar vaxtahækkanir. Sífelldar vaxtahækkanir hafa þess vegna ekki áhrif á þessi fyrirtæki en mikil áhrif á venjulegt fólk með húsnæðislán og þau fyrirtæki sem eru eftir inni í krónuhagkerfinu. Þetta eru litlu og meðalstóru fyrirtækin og fólkið sem er að reyna að eignast heimili. Fyrir venjulegt fólk er ekkert sem mælir með krónunni. Verðbólga kemur alltaf verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Óbreytt ástand mun sömuleiðis þýða þungt högg fyrir millistéttina sem áfram á að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu. Þetta eru barnafjölskyldur og fyrstu kaupendur. En þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun