Hvað kostar heilbrigðiskerfið? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. maí 2023 13:01 Samkvæmt fjárlögum 2013, síðustu fjárlögum hinnar norrænu velferðarstjórnar, ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna voru framlög til heilbrigðismála 137.220.000.000. kr. eða 426.383 kr. pr. landsmann. Samkvæmt núgildandi fjárlögum er gert ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála verði 342.979.000.000. kr. eða 884.518. pr landsmann. Hvort miðað sé við hækkun heildarframlaga til heilbrigðismála á þessu tímabili eða framlaga pr. landmann að það ljóst að framlögin hafa hækkað töluvert um fram verðlag. Hefðu heildarframlögin hækkað samkvæmt verðlagi frá 2013 þá væru þau um 200 milljarðar króna en ekki tæplega 343 milljarðar líkt og fjárlög yfirstandandi árs kveða á um. Framlög til landsmanns væru um 600 þúsund krónur pr. landsmann. Af upptalningunni hér að ofan, má glögglega sjá, að ríkisstjórnir síðustu tíu ára hafa alls ekki verið að fjársvelta heilbrigðiskerfið, líkt og stjórnarandstaðan hefur básúnað við hvert tækifæri sem henni er réttur mikrófónn. Öðru nær þá hafa fjárframlögin stóraukist, bæði samkvæmt verðlagi og í takti við fólksfjölgun. Það breytir því ekki, að eflaust má gera betur. Það á reyndar alltaf við í jafn mikilvægum málaflokki og heilbrigðismál eru. En er það bara á fjármögnunarhliðinni sem gera má betur? Formanni Samfylkingarinnar er það, að eigin sögn, mikið hjartans mál að fullfjármagna heilbrigðiskerfið. Hvað þýðir það? Hvað kostar heilbrigðiskerfið? Hefur það einhvern verðmiða? Eða er „fullfjármögnun heilbrigðiskerfisins” enn einn frasinn sem reyndar lætur ekki svo illa í eyrum, en samt álíka marklaus og margir aðrir frasar er úr þeirri átt koma. Spurningin sem stjórnvöld í dag og reyndar alla aðra daga, ætti að spyrja sig er: Hvernig getum við fullnýtt annars ágætlega fjármagnað heilbrigðiskerfi? Heilbrigðiskerfið er nefnilega allt annað og miklu meira en það sem ríkið starfrækir. Ágætis byrjun í átt að fullnýtingu heilbrigðiskerfisins væri að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi lækna. Síðan mætti fara í vinnu við að skilgreina enn frekar hlutverk Landspítalans háskólasjúkrahúss. Hvort að ekki væri hægt að draga úr nánast ómannlegu álagi á starfsemi spítalans með því að draga verulega úr umfangi valkvæðra aðgerða sem framkvæmdar eru á spítalanum með því að semja við einkareknar læknastofur um framkvæmd þeirra. Slíkt myndi draga verulega úr álagi á spítalann og jafnvel í einhverjum tilfellum kosta minna fjármagn, líkt og nýlegt útboð á liðaskiptiaðgerðum ber glöggt vitni. Það er löngu ljóst að í stærstu þéttbýliskjörnum landsins er verulegur skortur á heilsugæsluþjónustu. Fjölga þarf með útboðum heilsugæslustöðvum á þeim svæðum hið fyrsta. Annars mun markmiðið um heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu nást. Auk þess þarf að efla heilsugæslu og greiningargetu heilbrigðisstofnana landsbyggðinni. Bætt sjúkraflug og rekstur sjúkraþyrlu myndi svo enn frekar bæta öryggi þeirra sem á landsbyggðinni búa eða eiga þar leið um. Gera þarf verulegt átak í menntamálum heilbrigðisstarfsfólks og búa til hvata sem laða fólk heim aftur að loknu sérfræðinámi erlendis. Bæta þarf verulega í nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Þá kannski helst að þeim hluta sem lýtur að skráningu innan kerfisins. En sá hluti er mörgu heilbrigðisstarfsfólki verulega íþyngjandi í dag. Aukin nýsköpun í fjarlækningum og öðru í þeim dúr væri svo auðvitað alltaf til bóta. Lausnirnar eiga ekki og mega ekki alltaf vera, aukið fjármagn sem týnist svo í þeirri óreiðu sem einsleitt heilbrigðiskerfi, líkt og vinstri flokkarnir, þar með talin Samfylkingin stefna ótrauð að. Lausnin verður ætíð að vera að nýta það betur sem til er. Hvort sem um er að ræða fjármagn eða þann mannauð sem við búum yfir. Hvort sem hann sé á sviði heilbrigðismála eða í öðrum tengdum og samhangandi geirum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Heilbrigðismál Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjárlögum 2013, síðustu fjárlögum hinnar norrænu velferðarstjórnar, ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna voru framlög til heilbrigðismála 137.220.000.000. kr. eða 426.383 kr. pr. landsmann. Samkvæmt núgildandi fjárlögum er gert ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála verði 342.979.000.000. kr. eða 884.518. pr landsmann. Hvort miðað sé við hækkun heildarframlaga til heilbrigðismála á þessu tímabili eða framlaga pr. landmann að það ljóst að framlögin hafa hækkað töluvert um fram verðlag. Hefðu heildarframlögin hækkað samkvæmt verðlagi frá 2013 þá væru þau um 200 milljarðar króna en ekki tæplega 343 milljarðar líkt og fjárlög yfirstandandi árs kveða á um. Framlög til landsmanns væru um 600 þúsund krónur pr. landsmann. Af upptalningunni hér að ofan, má glögglega sjá, að ríkisstjórnir síðustu tíu ára hafa alls ekki verið að fjársvelta heilbrigðiskerfið, líkt og stjórnarandstaðan hefur básúnað við hvert tækifæri sem henni er réttur mikrófónn. Öðru nær þá hafa fjárframlögin stóraukist, bæði samkvæmt verðlagi og í takti við fólksfjölgun. Það breytir því ekki, að eflaust má gera betur. Það á reyndar alltaf við í jafn mikilvægum málaflokki og heilbrigðismál eru. En er það bara á fjármögnunarhliðinni sem gera má betur? Formanni Samfylkingarinnar er það, að eigin sögn, mikið hjartans mál að fullfjármagna heilbrigðiskerfið. Hvað þýðir það? Hvað kostar heilbrigðiskerfið? Hefur það einhvern verðmiða? Eða er „fullfjármögnun heilbrigðiskerfisins” enn einn frasinn sem reyndar lætur ekki svo illa í eyrum, en samt álíka marklaus og margir aðrir frasar er úr þeirri átt koma. Spurningin sem stjórnvöld í dag og reyndar alla aðra daga, ætti að spyrja sig er: Hvernig getum við fullnýtt annars ágætlega fjármagnað heilbrigðiskerfi? Heilbrigðiskerfið er nefnilega allt annað og miklu meira en það sem ríkið starfrækir. Ágætis byrjun í átt að fullnýtingu heilbrigðiskerfisins væri að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi lækna. Síðan mætti fara í vinnu við að skilgreina enn frekar hlutverk Landspítalans háskólasjúkrahúss. Hvort að ekki væri hægt að draga úr nánast ómannlegu álagi á starfsemi spítalans með því að draga verulega úr umfangi valkvæðra aðgerða sem framkvæmdar eru á spítalanum með því að semja við einkareknar læknastofur um framkvæmd þeirra. Slíkt myndi draga verulega úr álagi á spítalann og jafnvel í einhverjum tilfellum kosta minna fjármagn, líkt og nýlegt útboð á liðaskiptiaðgerðum ber glöggt vitni. Það er löngu ljóst að í stærstu þéttbýliskjörnum landsins er verulegur skortur á heilsugæsluþjónustu. Fjölga þarf með útboðum heilsugæslustöðvum á þeim svæðum hið fyrsta. Annars mun markmiðið um heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu nást. Auk þess þarf að efla heilsugæslu og greiningargetu heilbrigðisstofnana landsbyggðinni. Bætt sjúkraflug og rekstur sjúkraþyrlu myndi svo enn frekar bæta öryggi þeirra sem á landsbyggðinni búa eða eiga þar leið um. Gera þarf verulegt átak í menntamálum heilbrigðisstarfsfólks og búa til hvata sem laða fólk heim aftur að loknu sérfræðinámi erlendis. Bæta þarf verulega í nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Þá kannski helst að þeim hluta sem lýtur að skráningu innan kerfisins. En sá hluti er mörgu heilbrigðisstarfsfólki verulega íþyngjandi í dag. Aukin nýsköpun í fjarlækningum og öðru í þeim dúr væri svo auðvitað alltaf til bóta. Lausnirnar eiga ekki og mega ekki alltaf vera, aukið fjármagn sem týnist svo í þeirri óreiðu sem einsleitt heilbrigðiskerfi, líkt og vinstri flokkarnir, þar með talin Samfylkingin stefna ótrauð að. Lausnin verður ætíð að vera að nýta það betur sem til er. Hvort sem um er að ræða fjármagn eða þann mannauð sem við búum yfir. Hvort sem hann sé á sviði heilbrigðismála eða í öðrum tengdum og samhangandi geirum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar