Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2023 08:49 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur varið síðustu dögum í Japan, á leiðtogafundi G-7 ríkjanna, auðugustu lýðræðisríkja heims. AP/Susan Walsh Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. „Þú verður að skilja að það er ekkert eftir af bænum. Þeir gereyðilögðu hann,“ sagði Selenskí. „Í dag er Bakhmut bara til í hjarta okkar. Það er ekkert eftir.“ Síðan bætti hann við að það eina sem væri eftir í Bakhmut væru margir fallnir Rússar. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Þá þakkaði Selenskí úkraínskum hermönnum fyrir verk þeirra í Bakhmut og sagði þá hafa staðið sig vel. Úkraínumenn hafa viljað halda Rússum við efnið í Bakhmut á meðan þeir þjálfa og vopna nýjar sveitir í aðdraganda væntanlegar gagnsóknar á næstu vikum. Here is video with the reporter s question. Reporter: Is Bakhmut still in Ukraine s hands? The Russians say they ve taken Bakhmut. Zelensky: I think no His team tells me he was answering about the second part of the question. pic.twitter.com/GxyjfrE0Ei— Christopher Miller (@ChristopherJM) May 21, 2023 Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti í gær yfir sigri í Bakhmut og svo gerði varnarmálaráðuneyti það einnig í kjölfarið. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli. Þó þeir hafi mögulega náð fullum tökum á rústum Bakhmut, hafa Úkraínumenn gert vel heppnaðar gagnárásir gegn Rússum bæði norður og suður af bænum. Árásir þessar hafa þó ekki verið mjög umfangsmiklar en Rússar eru sagðir vera að senda liðsauka á svæðið. Myndefni frá Bakhmut sýnir að bærinn er ekkert nema rústir og allir af þeim um sjötíu þúsund manns sem bjuggu þar fyrir innrás Rússa eru sagðir hafa flúið. Prigozhin tilkynnti einnig í gær að málaliðar hans myndu afhenda rússneska hernum bæinn þann 25. maí. Úkraínumenn segja enn barist í Bakhmut. Það geisi enn bardagar í suðvesturhluta bæjarins. Þá hafa gagnárásir Úkraínumanna í jöðrum bæjarins veikt stöðu Rússa þar. Frekari hernaðaraðstoð Selenskí fundaði í morgun með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, á hliðarlínum G-7 fundarins. Í kjölfar þess fundar opinberuðu Bandaríkjamenn frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu. Sú aðstoð felur meðal annars í sér skotfæri fyrir stórskotalið og HIMARS-eldflaugakerfi, bryndreka, vopn til að granda skrið- og bryndrekum, trukka og annað. Í yfirlýsingu vegna hernaðaraðstoðarinnar segir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Rússar gætu bundið enda á stríðið í dag. Þar til þeir geri það muni Bandaríkin og aðrir bakhjarlar Úkraínu standa með Úkraínumönnum, eins lengi og þess þarf. Today I am authorizing critical new security support for Ukraine, in the form of arms and equipment, that will strengthen Ukraine s defenders on the battlefield. We continue to stand united with Ukraine, and will for as long as it takes. https://t.co/piWNG0qOZY— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) May 21, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24 Selenskí kominn til Japans Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lenti í Japan í morgun þar sem hann mun sækja leiðtogafund G-7 ríkjanna. Þar hefur þegar verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. 20. maí 2023 10:29 Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
„Þú verður að skilja að það er ekkert eftir af bænum. Þeir gereyðilögðu hann,“ sagði Selenskí. „Í dag er Bakhmut bara til í hjarta okkar. Það er ekkert eftir.“ Síðan bætti hann við að það eina sem væri eftir í Bakhmut væru margir fallnir Rússar. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Þá þakkaði Selenskí úkraínskum hermönnum fyrir verk þeirra í Bakhmut og sagði þá hafa staðið sig vel. Úkraínumenn hafa viljað halda Rússum við efnið í Bakhmut á meðan þeir þjálfa og vopna nýjar sveitir í aðdraganda væntanlegar gagnsóknar á næstu vikum. Here is video with the reporter s question. Reporter: Is Bakhmut still in Ukraine s hands? The Russians say they ve taken Bakhmut. Zelensky: I think no His team tells me he was answering about the second part of the question. pic.twitter.com/GxyjfrE0Ei— Christopher Miller (@ChristopherJM) May 21, 2023 Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti í gær yfir sigri í Bakhmut og svo gerði varnarmálaráðuneyti það einnig í kjölfarið. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli. Þó þeir hafi mögulega náð fullum tökum á rústum Bakhmut, hafa Úkraínumenn gert vel heppnaðar gagnárásir gegn Rússum bæði norður og suður af bænum. Árásir þessar hafa þó ekki verið mjög umfangsmiklar en Rússar eru sagðir vera að senda liðsauka á svæðið. Myndefni frá Bakhmut sýnir að bærinn er ekkert nema rústir og allir af þeim um sjötíu þúsund manns sem bjuggu þar fyrir innrás Rússa eru sagðir hafa flúið. Prigozhin tilkynnti einnig í gær að málaliðar hans myndu afhenda rússneska hernum bæinn þann 25. maí. Úkraínumenn segja enn barist í Bakhmut. Það geisi enn bardagar í suðvesturhluta bæjarins. Þá hafa gagnárásir Úkraínumanna í jöðrum bæjarins veikt stöðu Rússa þar. Frekari hernaðaraðstoð Selenskí fundaði í morgun með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, á hliðarlínum G-7 fundarins. Í kjölfar þess fundar opinberuðu Bandaríkjamenn frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu. Sú aðstoð felur meðal annars í sér skotfæri fyrir stórskotalið og HIMARS-eldflaugakerfi, bryndreka, vopn til að granda skrið- og bryndrekum, trukka og annað. Í yfirlýsingu vegna hernaðaraðstoðarinnar segir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Rússar gætu bundið enda á stríðið í dag. Þar til þeir geri það muni Bandaríkin og aðrir bakhjarlar Úkraínu standa með Úkraínumönnum, eins lengi og þess þarf. Today I am authorizing critical new security support for Ukraine, in the form of arms and equipment, that will strengthen Ukraine s defenders on the battlefield. We continue to stand united with Ukraine, and will for as long as it takes. https://t.co/piWNG0qOZY— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) May 21, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24 Selenskí kominn til Japans Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lenti í Japan í morgun þar sem hann mun sækja leiðtogafund G-7 ríkjanna. Þar hefur þegar verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. 20. maí 2023 10:29 Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24
Selenskí kominn til Japans Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lenti í Japan í morgun þar sem hann mun sækja leiðtogafund G-7 ríkjanna. Þar hefur þegar verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. 20. maí 2023 10:29
Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07