Ferðamönnum brugðið við svartan Trevi-gosbrunninn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. maí 2023 19:16 Trevi gosbrunnurinn er vinsæll áfangastaður þeirra sem heimsækja Róm. Hann var hannaður af ítalska arkitektinum Nicola Salvi en byggingu hans lauk árið 1762. Mauro Scrobogna/LaPresse via AP Ítalskir loftslagsaðgerðarsinnar helltu svörtu efni í fjölsótta Trevi gosbrunninn í Róm í dag. Lögregla handtók mótmælendur á vettvangi. Loftslagsaðgerðarsinnarnir voru úr hópnum Ultima Generazione, eða síðasta kynslóðin, og héldu uppi skiltum sem á stóð: „Við munum ekki borga fyrir [jarðefnaeldsneyti].“ Þá heyrðust mótmælendurnir kalla: „Landið er að deyja.“ Margir urðu vitni að mótmælunum enda fjölmargir ferðamenn við gosbrunninn eins þeirra er von og vísa. Einkennisklæddir lögreglumenn óðu út í brunninn og drógu mótmælendurna upp úr, sem handteknir voru á vettvangi. Tilefni mótmælanna í dag voru flóð í Emilia-Romagna héraði á Ítalíu þar sem á annan tug hafa látið lífið á síðustu dögum. Hópurinn telur að veðurofsann megi rekja til loftslagsbreytinga. Sjá einnig: Úrhelli síðustu tvo sólarhringa meira en meðalrigning yfir hálft ár Borgarstjóri Rómar var alls ekki sáttur með mótmælin og sagði að nóg væri komið af árásum á verðmætar fornminjar á Ítalíu. Hann sagði á Twitter fyrr í dag að þrjú hundruð þúsund lítra af vatni hafi þurft til að gera gosbrunninn fagurbláan að nýju. Oggi 9 attivisti hanno versato carbone vegetale nella #FontanadiTrevi. Grazie all intervento tempestivo della Polizia locale evitato il peggio. Ora necessario un intervento che impegnerà risorse pubbliche e porterà allo spreco di 300 mila litri di acqua https://t.co/IRowYI6X4z pic.twitter.com/N4YLRb92se— Roberto Gualtieri (@gualtierieurope) May 21, 2023 Ítalía Loftslagsmál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Loftslagsaðgerðarsinnarnir voru úr hópnum Ultima Generazione, eða síðasta kynslóðin, og héldu uppi skiltum sem á stóð: „Við munum ekki borga fyrir [jarðefnaeldsneyti].“ Þá heyrðust mótmælendurnir kalla: „Landið er að deyja.“ Margir urðu vitni að mótmælunum enda fjölmargir ferðamenn við gosbrunninn eins þeirra er von og vísa. Einkennisklæddir lögreglumenn óðu út í brunninn og drógu mótmælendurna upp úr, sem handteknir voru á vettvangi. Tilefni mótmælanna í dag voru flóð í Emilia-Romagna héraði á Ítalíu þar sem á annan tug hafa látið lífið á síðustu dögum. Hópurinn telur að veðurofsann megi rekja til loftslagsbreytinga. Sjá einnig: Úrhelli síðustu tvo sólarhringa meira en meðalrigning yfir hálft ár Borgarstjóri Rómar var alls ekki sáttur með mótmælin og sagði að nóg væri komið af árásum á verðmætar fornminjar á Ítalíu. Hann sagði á Twitter fyrr í dag að þrjú hundruð þúsund lítra af vatni hafi þurft til að gera gosbrunninn fagurbláan að nýju. Oggi 9 attivisti hanno versato carbone vegetale nella #FontanadiTrevi. Grazie all intervento tempestivo della Polizia locale evitato il peggio. Ora necessario un intervento che impegnerà risorse pubbliche e porterà allo spreco di 300 mila litri di acqua https://t.co/IRowYI6X4z pic.twitter.com/N4YLRb92se— Roberto Gualtieri (@gualtierieurope) May 21, 2023
Ítalía Loftslagsmál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira