Baunaði á Boston fyrir að gefast upp Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 07:31 Jimmy Butler reynir að finna sendingu í sigrinum örugga gegn Boston Celtics í gærkvöld. AP/Wilfredo Lee Miami Heat er komið í þá stöðu að geta sópað Boston Celtics út í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta, eftir þriðja sigurinn í gærkvöld, 128-102. Segja má að Boston-liðið hafi gefist upp eftir þrjá leikhluta í gær því Joe Mazulla, þjálfari liðsins, lét byrjunarliðið sitt hvíla á bekknum allan lokaleikhlutann. Munurinn var orðinn þrjátíu stig og ljóst að eitthvað mikið þarf að breytast til að Boston nái í sinn fyrsta sigur í einvíginu annað kvöld, í stað þess að falla úr keppni. Goðsögnin Magic Johnson hreifst ekki beinlínis af Boston-liðinu í gær og þeirri ákvörðun að „hætta“ eftir þrjá leikhluta. „Á þeim 44 árum sem ég hef verið tengdur NBA þá bjóst ég aldrei við því að sjá lið Boston Celtics, félags sem á 17 meistaratitla, hætta. Ég veit að stuðningsmönnum Celtics um allan heim hlýtur að þykja þetta viðbjóðslegt og skelfilegt,“ skrifaði Magic á Twitter. In my 44 years of being associated with the NBA I never thought I d see a Boston Celtics team, a franchise with 17 Championships, quit. I know Celtics fans all over the world must be disgusted and devastated. The Miami Heat blew them out 128-102 in Game 3.— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) May 22, 2023 Hafa ber í huga að Miami rétt svo komst inn í úrslitakeppnina, eftir umspil, en hefur síðan slegið út deildarmeistara Milwaukee Bucks og New York Knicks, og er komið í 3-0 gegn Boston. Úrslitaeinvígi deildarinnar á ekki að hefjast fyrr en 1. júní. Það hefur aldrei í sögunni gerst að úrslitaleikir bæði austur- og vesturdeildarinnar endi með 4-0 sigrum en sá möguleiki er í stöðunni núna, þar sem Denver Nuggets eru einnig 3-0 yfir gegn LA Lakers, gamla liðinu hans Magic. The Heat are the 1st 8 seed ever to win a playoff game by more than 25 points (seeding began in 1984). pic.twitter.com/PfermbmOq7— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 22, 2023 „Þetta var örugg, þroskuð og fagmannleg afgreiðsla,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami, eftir sigurinn í gærkvöld en hann gæti verið á leið með liðið í úrslitaeinvígi í sjötta sinn á sínum ferli. Gabe Vincent átti sinn besta dag og skoraði 29 stig fyrir Miami, og Duncan Robinson skoraði 22 en alls voru sex leikmenn liðsins með tíu stig eða meira í leiknum. „Hringurinn var á stærð við hafið fyrir okkur alla,“ sagði Bam Adebayo sem setti niður þrettán stig fyrir Miami. Jayson Tatum skoraði aðeins 14 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 12. „Ég náði bara ekki að gera þá tilbúna í að spila,“ sagði Mazulla sem legið hefur undir mikilli gagnrýni. „Hvað sem að málið var, hvort það var byrjunarliðið eða einhverjar fínstillingar, þá verð ég að koma þeim í betri gír, gera þá klára í að spila. Það er á mína ábyrgð,“ bætti hann við. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Njarðvík | Barist um farmiða í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Sjá meira
Segja má að Boston-liðið hafi gefist upp eftir þrjá leikhluta í gær því Joe Mazulla, þjálfari liðsins, lét byrjunarliðið sitt hvíla á bekknum allan lokaleikhlutann. Munurinn var orðinn þrjátíu stig og ljóst að eitthvað mikið þarf að breytast til að Boston nái í sinn fyrsta sigur í einvíginu annað kvöld, í stað þess að falla úr keppni. Goðsögnin Magic Johnson hreifst ekki beinlínis af Boston-liðinu í gær og þeirri ákvörðun að „hætta“ eftir þrjá leikhluta. „Á þeim 44 árum sem ég hef verið tengdur NBA þá bjóst ég aldrei við því að sjá lið Boston Celtics, félags sem á 17 meistaratitla, hætta. Ég veit að stuðningsmönnum Celtics um allan heim hlýtur að þykja þetta viðbjóðslegt og skelfilegt,“ skrifaði Magic á Twitter. In my 44 years of being associated with the NBA I never thought I d see a Boston Celtics team, a franchise with 17 Championships, quit. I know Celtics fans all over the world must be disgusted and devastated. The Miami Heat blew them out 128-102 in Game 3.— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) May 22, 2023 Hafa ber í huga að Miami rétt svo komst inn í úrslitakeppnina, eftir umspil, en hefur síðan slegið út deildarmeistara Milwaukee Bucks og New York Knicks, og er komið í 3-0 gegn Boston. Úrslitaeinvígi deildarinnar á ekki að hefjast fyrr en 1. júní. Það hefur aldrei í sögunni gerst að úrslitaleikir bæði austur- og vesturdeildarinnar endi með 4-0 sigrum en sá möguleiki er í stöðunni núna, þar sem Denver Nuggets eru einnig 3-0 yfir gegn LA Lakers, gamla liðinu hans Magic. The Heat are the 1st 8 seed ever to win a playoff game by more than 25 points (seeding began in 1984). pic.twitter.com/PfermbmOq7— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 22, 2023 „Þetta var örugg, þroskuð og fagmannleg afgreiðsla,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami, eftir sigurinn í gærkvöld en hann gæti verið á leið með liðið í úrslitaeinvígi í sjötta sinn á sínum ferli. Gabe Vincent átti sinn besta dag og skoraði 29 stig fyrir Miami, og Duncan Robinson skoraði 22 en alls voru sex leikmenn liðsins með tíu stig eða meira í leiknum. „Hringurinn var á stærð við hafið fyrir okkur alla,“ sagði Bam Adebayo sem setti niður þrettán stig fyrir Miami. Jayson Tatum skoraði aðeins 14 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 12. „Ég náði bara ekki að gera þá tilbúna í að spila,“ sagði Mazulla sem legið hefur undir mikilli gagnrýni. „Hvað sem að málið var, hvort það var byrjunarliðið eða einhverjar fínstillingar, þá verð ég að koma þeim í betri gír, gera þá klára í að spila. Það er á mína ábyrgð,“ bætti hann við. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Njarðvík | Barist um farmiða í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Sjá meira