„Bað strákana afsökunar“ Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 16:30 Alfreð Finnbogason leikur undir stjórn fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfarans Freys Alexanderssonar hjá Lyngby. Getty/Harry Langer Alfreð Finnbogason gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Lyngby í gær þegar hann fékk að líta rauða spjaldið í 4-0 tapi gegn OB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lyngby berst enn fyrir lífi sínu í deildinni og á möguleika á að halda sér uppi þrátt fyrir að útlitið hafi verið afar dökkt eftir fyrri hluta leiktíðarinnar. Tvær umferðir eru eftir af deildinni og eru AaB (27 stig), Horsens (27 stig) og Lyngby (24 stig) neðst í deildinni. Tvö neðstu liðin falla en Lyngby á eftir að mæta bæði AaB og Horsens í lokaumferðunum og því getur enn allt gerst. Í þeim leikjum þarf Lyngby hins vegar að spjara sig án Alfreðs sem er kominn í leikbann eftir rauða spjaldið, sem hann fékk strax á 18. mínútu gegn OB. Alfreð var rekinn af velli fyrir að verja með hendi á marklínu. Situationen her giver rødt kort til Alfred Finnbogason efter et kvarter og @LyngbyBoldklub taber 0-4 til @Odense_Boldklub i @SuperligaenBilleder hos @GettySport her https://t.co/lBrCFCgvqr#sldk #lbkob pic.twitter.com/3h70vUWmPp— Lars Rønbøg (@LarsRonbog) May 21, 2023 Hann var skiljanlega dapur yfir því sem gerðist en ætlar sér að hjálpa til eins og hann getur af hliðarlínunni. FINNBOGASON: KED AF SITUATIONEN Alfred Finnbogason havde en uheldig hovedrolle i gårsdagens kamp, og efterfølgende var han naturligvis ked af situationen.Læs Alfreds tanker om gårsdagens kamp her.https://t.co/NSOWOpMAwN#SammenForLyngby pic.twitter.com/9Jv7RRJux8— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 22, 2023 „Ég er auðvitað leiður yfir þessari stöðu, og að þetta hafi haft svona mikil áhrif á leikinn. Ef maður lítur í baksýnisspegilinn þá hefði ég auðvitað ekki átt að gera þetta, en þetta voru ósjálfráð viðbrögð til að koma í veg fyrir að við lentum undir. Ég bað strákana afsökunar eftir leikinn og ég er auðvitað líka leiður vegna stuðningsmannanna. Þeir áttu meira skilið en svona tap eftir þennan flotta stuðning,“ sagði Alfreð við heimasíðu Lyngby. „Þetta tap var auðvitað högg í andlitið en við teljum okkur svo sannarlega enn vera í baráttunni um að halda sæti okkar í deildinni. Nú bíður okkar ótrúlega mikilvægur leikur við AaB og þó að ég verði ekki inni á vellinum þá geri ég allt sem ég get til að hjálpa liðinu fram að leik. Ég vona að stuðningsmennirnir mæti með sama raddstyrk og í gær, svo að við getum tekið þrjú stig og verið með í baráttunni fram á síðustu stundu,“ sagði Alfreð en leikurinn við AaB næsta mánudag er heimaleikur. Alfreð, sem er 34 ára, gekk til liðs við Lyngby síðasta haust en hann kom frítt til félagsins eftir að samningur hans við Augsburg í Þýskalandi rann út. Samningurinn við Lyngby rennur út í júní. Danski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Lyngby berst enn fyrir lífi sínu í deildinni og á möguleika á að halda sér uppi þrátt fyrir að útlitið hafi verið afar dökkt eftir fyrri hluta leiktíðarinnar. Tvær umferðir eru eftir af deildinni og eru AaB (27 stig), Horsens (27 stig) og Lyngby (24 stig) neðst í deildinni. Tvö neðstu liðin falla en Lyngby á eftir að mæta bæði AaB og Horsens í lokaumferðunum og því getur enn allt gerst. Í þeim leikjum þarf Lyngby hins vegar að spjara sig án Alfreðs sem er kominn í leikbann eftir rauða spjaldið, sem hann fékk strax á 18. mínútu gegn OB. Alfreð var rekinn af velli fyrir að verja með hendi á marklínu. Situationen her giver rødt kort til Alfred Finnbogason efter et kvarter og @LyngbyBoldklub taber 0-4 til @Odense_Boldklub i @SuperligaenBilleder hos @GettySport her https://t.co/lBrCFCgvqr#sldk #lbkob pic.twitter.com/3h70vUWmPp— Lars Rønbøg (@LarsRonbog) May 21, 2023 Hann var skiljanlega dapur yfir því sem gerðist en ætlar sér að hjálpa til eins og hann getur af hliðarlínunni. FINNBOGASON: KED AF SITUATIONEN Alfred Finnbogason havde en uheldig hovedrolle i gårsdagens kamp, og efterfølgende var han naturligvis ked af situationen.Læs Alfreds tanker om gårsdagens kamp her.https://t.co/NSOWOpMAwN#SammenForLyngby pic.twitter.com/9Jv7RRJux8— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 22, 2023 „Ég er auðvitað leiður yfir þessari stöðu, og að þetta hafi haft svona mikil áhrif á leikinn. Ef maður lítur í baksýnisspegilinn þá hefði ég auðvitað ekki átt að gera þetta, en þetta voru ósjálfráð viðbrögð til að koma í veg fyrir að við lentum undir. Ég bað strákana afsökunar eftir leikinn og ég er auðvitað líka leiður vegna stuðningsmannanna. Þeir áttu meira skilið en svona tap eftir þennan flotta stuðning,“ sagði Alfreð við heimasíðu Lyngby. „Þetta tap var auðvitað högg í andlitið en við teljum okkur svo sannarlega enn vera í baráttunni um að halda sæti okkar í deildinni. Nú bíður okkar ótrúlega mikilvægur leikur við AaB og þó að ég verði ekki inni á vellinum þá geri ég allt sem ég get til að hjálpa liðinu fram að leik. Ég vona að stuðningsmennirnir mæti með sama raddstyrk og í gær, svo að við getum tekið þrjú stig og verið með í baráttunni fram á síðustu stundu,“ sagði Alfreð en leikurinn við AaB næsta mánudag er heimaleikur. Alfreð, sem er 34 ára, gekk til liðs við Lyngby síðasta haust en hann kom frítt til félagsins eftir að samningur hans við Augsburg í Þýskalandi rann út. Samningurinn við Lyngby rennur út í júní.
Danski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira