Tíu stig dregin af Juventus sem tapaði gegn Empoli | Rómverjar í basli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2023 20:47 Líkt og aðrir leikmenn Juventus þá átti Dušan Vlahović ekki sinn besta leik. Stefano Guidi/Getty Images Rétt áður en leikur Empoli og Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hófst kom í ljós að 10 stig höfðu verið dæmd af félaginu. Það þýddi að Juventus féll úr Meistaradeildarsæti og var eflaust ástæðan fyrir afleitri frammistöðu liðsins í kvöld en Empoli vann 4-1. Rómverjar gerðu 2-2 jafntefli við Salernitana á heimavelli fyrr í kvöld. Fyrr á leiktíðinni höfðu 15 stig verið dregin af Juventus vegna skjalafals í bókhaldi félagsins. Á endanum fékk liðið stigin til baka og var þá aftur mætt í 2. sæti deildarinnar. Rétt áður en leikur kvöldsins hófst gaf ítalska knattspyrnusambandið út að eftir rannsókn á málinu hefði verið tekið ákvörðun að draga 10 stig af Juventus vegna málsins. BREAKING: Juventus have been deducted 10 points for the current season after an investigation into the club s transfer dealings. pic.twitter.com/kfyBopOXoL— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 22, 2023 Francesco Caputo braut ísinn með marki úr vítaspyrnu og Sebastiano Luperto tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Empoli gerði einfaldlega út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar Caputo gerði annað mark sitt og þriðja mark Empoli. A party at the Castellani#EmpoliJuve pic.twitter.com/yKNJKWoI2i— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Federico Chiesa minnkaði muninn fyrir Juventus þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Í uppbótartíma bætti Roberto Piccoli við fjórða marki Empoli og lauk leiknum með 4-1 sigri heimamanna. Lærisveinar José Mourinho hafa verið í frjálsu falli í deildinni undanfarið en eru þó komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. Í kvöld gerðu Rómverjar 2-2 jafntefli við Salernitana þar sem gamla brýnið Antonio Candreva kom gestunum yfir. Roger Ibañez hélt hann hefði jafnaði metin fyrir heimamenn en markið dæmt af vegna hendi í aðdraganda marksins. Salernitana því 1-0 yfir í hálfleik. Stephan El Shaarawy jafnaði metin í síðari hálfleik áður en Boulaye Dia kom Salernitana aftur yfir. Nemanja Matić sá til þess að Rómverjar fengu stig en serbneski miðjumaðurinn jafnaði metin á nýjan leik þegar sjö mínútur lifðu leiks. A four goal thriller at the Olimpico comes to an end:Two for @ASRomaEN, two for @OfficialUSS1919 #RomaSalernitana pic.twitter.com/rnYNB2TwJV— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Lokatölur í Róm 2-2 og Roma í 6. sæti með 60 stig, fjórum á eftir AC Milan sem situr í 4. sætinu, þegar tvær umferðir eru eftir. Juventus er í 7. sæti með stigi minna en Rómverjar. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mæta til leiks með ellefu stiga refsingu hangandi yfir sér Ítalska knattspyrnusambandið fer fram á að ellefu stig verði dregin af Juventus fyrir að falsa bókhald félagsins á árunum 2019-2021, varðandi kaup og sölur á leikmönnum. 22. maí 2023 12:02 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Sjá meira
Það þýddi að Juventus féll úr Meistaradeildarsæti og var eflaust ástæðan fyrir afleitri frammistöðu liðsins í kvöld en Empoli vann 4-1. Rómverjar gerðu 2-2 jafntefli við Salernitana á heimavelli fyrr í kvöld. Fyrr á leiktíðinni höfðu 15 stig verið dregin af Juventus vegna skjalafals í bókhaldi félagsins. Á endanum fékk liðið stigin til baka og var þá aftur mætt í 2. sæti deildarinnar. Rétt áður en leikur kvöldsins hófst gaf ítalska knattspyrnusambandið út að eftir rannsókn á málinu hefði verið tekið ákvörðun að draga 10 stig af Juventus vegna málsins. BREAKING: Juventus have been deducted 10 points for the current season after an investigation into the club s transfer dealings. pic.twitter.com/kfyBopOXoL— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 22, 2023 Francesco Caputo braut ísinn með marki úr vítaspyrnu og Sebastiano Luperto tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Empoli gerði einfaldlega út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar Caputo gerði annað mark sitt og þriðja mark Empoli. A party at the Castellani#EmpoliJuve pic.twitter.com/yKNJKWoI2i— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Federico Chiesa minnkaði muninn fyrir Juventus þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Í uppbótartíma bætti Roberto Piccoli við fjórða marki Empoli og lauk leiknum með 4-1 sigri heimamanna. Lærisveinar José Mourinho hafa verið í frjálsu falli í deildinni undanfarið en eru þó komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. Í kvöld gerðu Rómverjar 2-2 jafntefli við Salernitana þar sem gamla brýnið Antonio Candreva kom gestunum yfir. Roger Ibañez hélt hann hefði jafnaði metin fyrir heimamenn en markið dæmt af vegna hendi í aðdraganda marksins. Salernitana því 1-0 yfir í hálfleik. Stephan El Shaarawy jafnaði metin í síðari hálfleik áður en Boulaye Dia kom Salernitana aftur yfir. Nemanja Matić sá til þess að Rómverjar fengu stig en serbneski miðjumaðurinn jafnaði metin á nýjan leik þegar sjö mínútur lifðu leiks. A four goal thriller at the Olimpico comes to an end:Two for @ASRomaEN, two for @OfficialUSS1919 #RomaSalernitana pic.twitter.com/rnYNB2TwJV— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Lokatölur í Róm 2-2 og Roma í 6. sæti með 60 stig, fjórum á eftir AC Milan sem situr í 4. sætinu, þegar tvær umferðir eru eftir. Juventus er í 7. sæti með stigi minna en Rómverjar.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mæta til leiks með ellefu stiga refsingu hangandi yfir sér Ítalska knattspyrnusambandið fer fram á að ellefu stig verði dregin af Juventus fyrir að falsa bókhald félagsins á árunum 2019-2021, varðandi kaup og sölur á leikmönnum. 22. maí 2023 12:02 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Sjá meira
Mæta til leiks með ellefu stiga refsingu hangandi yfir sér Ítalska knattspyrnusambandið fer fram á að ellefu stig verði dregin af Juventus fyrir að falsa bókhald félagsins á árunum 2019-2021, varðandi kaup og sölur á leikmönnum. 22. maí 2023 12:02