Sjáðu axlar- og bakmark í Eyjum, „eldrauða spjaldið“ og neglur Atla og Gísla Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2023 09:07 Theódór Elmar Bjarnason skoraði fyrir KR í sigrinum dýrmæta gegn Fram í gærkvöld. vísir/Anton Það var nóg um að vera í áttundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta sem lauk í gær. KR vann langþráðan sigur gegn Fram, Víkingur jók forskot sitt á toppnum og Keflavík fór á botninn þrátt fyrir markalaust jafntefli við Val. Í gærkvöldi fóru fram þrír leikir og þar unnu KR-ingar loks sinn annan sigur á tímabilinu, 2-1, eftir langa markaþurrð. Atli Sigurjónsson skoraði fyrra mark KR með glæsilegu skoti og vann svo boltann af Brynjari Gauta Guðjónssyni til að leggja upp seinna markið fyrir Theódór Elmar Bjarnason. Brynjar Gauti átti heiðurinn að marki Fram sem var sjálfsmark gestanna. Klippa: Fram- KR Í Eyjum unnu FH-ingar dramatískan sigur, 3-2, þar sem að sigurmarkið var í raun sjálfsmark Guy Smit en skot Davíðs Snæs Jóhannssonar fór í stöngina og bakið á markverðinum. Áður höfðu Hermann Þór Ragnarsson og Alex Freyr Hilmarsson skorað fyrir ÍBV og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Steven Lennon, sem skoraði með öxlinni, skorað fyrir FH. Hermann fékk rauða spjaldið á 80. mínútu. Klippa: ÍBV - FH Í Garðabæ var mikið fjör í endurkomu þjálfarans Rúnars Páls Sigmundssonar, en Stjarnan og Fylkir enduðu á að gera 2-2 jafntefli þar sem Emil Atlason jafnaði metin í uppbótartíma. Ísak Andri Sigurgeirsson hafði komið STjörnunni yfir en Pétur Bjarnason jafnaði metin og lagði svo upp mark fyrir Nikulás Val Gunnarsson á 85. mínútu. Klippa: Stjarnan - Fylkir Á sunnudag unnu Víkingar 2-1 sigur gegn HK í Kórnum, með mörkum frá Viktori Örlygi Andrason og Nikolaj Hansen, en Eyþór Aron Wöhler minnkaði muninn í lokin eftir að Víkingar höfðu misst Karl Friðleif Gunnarsson af velli með rautt spjald, fyrir brot á Eyþóri. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Karls, lýsti því broti þannig að það hefði verðskuldað eldrautt spjald. Klippa: HK - Víkingur Valur og Keflavík gerðu markalaust jafntefli eins og fyrr segir en Breiðabik fagnaði 2-0 sigri gegn KA í fyrsta leik sínum á nýja gervigrasinu á Kópavogsvelli. Gísli Eyjólfsson var aðalmaðurinn í sigrinum en hann fiskaði víti sem Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr, og skoraði svo magnað mark eftir langan sprett með skoti í þverslána og inn. Klippa: Breiðablik - KA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Í gærkvöldi fóru fram þrír leikir og þar unnu KR-ingar loks sinn annan sigur á tímabilinu, 2-1, eftir langa markaþurrð. Atli Sigurjónsson skoraði fyrra mark KR með glæsilegu skoti og vann svo boltann af Brynjari Gauta Guðjónssyni til að leggja upp seinna markið fyrir Theódór Elmar Bjarnason. Brynjar Gauti átti heiðurinn að marki Fram sem var sjálfsmark gestanna. Klippa: Fram- KR Í Eyjum unnu FH-ingar dramatískan sigur, 3-2, þar sem að sigurmarkið var í raun sjálfsmark Guy Smit en skot Davíðs Snæs Jóhannssonar fór í stöngina og bakið á markverðinum. Áður höfðu Hermann Þór Ragnarsson og Alex Freyr Hilmarsson skorað fyrir ÍBV og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Steven Lennon, sem skoraði með öxlinni, skorað fyrir FH. Hermann fékk rauða spjaldið á 80. mínútu. Klippa: ÍBV - FH Í Garðabæ var mikið fjör í endurkomu þjálfarans Rúnars Páls Sigmundssonar, en Stjarnan og Fylkir enduðu á að gera 2-2 jafntefli þar sem Emil Atlason jafnaði metin í uppbótartíma. Ísak Andri Sigurgeirsson hafði komið STjörnunni yfir en Pétur Bjarnason jafnaði metin og lagði svo upp mark fyrir Nikulás Val Gunnarsson á 85. mínútu. Klippa: Stjarnan - Fylkir Á sunnudag unnu Víkingar 2-1 sigur gegn HK í Kórnum, með mörkum frá Viktori Örlygi Andrason og Nikolaj Hansen, en Eyþór Aron Wöhler minnkaði muninn í lokin eftir að Víkingar höfðu misst Karl Friðleif Gunnarsson af velli með rautt spjald, fyrir brot á Eyþóri. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Karls, lýsti því broti þannig að það hefði verðskuldað eldrautt spjald. Klippa: HK - Víkingur Valur og Keflavík gerðu markalaust jafntefli eins og fyrr segir en Breiðabik fagnaði 2-0 sigri gegn KA í fyrsta leik sínum á nýja gervigrasinu á Kópavogsvelli. Gísli Eyjólfsson var aðalmaðurinn í sigrinum en hann fiskaði víti sem Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr, og skoraði svo magnað mark eftir langan sprett með skoti í þverslána og inn. Klippa: Breiðablik - KA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn