Fótbolti

Mikill á­hugi á kröftum Arnórs sem hefur farið á kostum

Aron Guðmundsson skrifar
Arnór í leik með íslenska landsliðinu
Arnór í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty

Næstu vikur hjá Arnóri Sigurðs­syni verða fróð­legar. Mikill á­hugi er á leik­manninum, sem hefur farið á kostum með IFK Norr­köping í Sví­þjóð á láni frá rúss­neska fé­laginu CSKA Moskvu í Rúss­landi.

Al­þjóða knatt­spyrnu­sam­bandið (FIFA) greindi frá því í gær að er­lendir leik­menn sem eru á mála hjá rúss­neskum og úkraínskum fé­lögum gætu enn á ný, vegna inn­rásar Rússa í Úkraínu, gert hlé á samningum sínum við um­rædd fé­lags­lið sín yfir tíma­bilið 2023/2024.

Arnór Sigurðs­son er einn þeirra leik­manna sem hefur nýtt sér þetta úr­ræði FIFA en hann hefur, síðan í júlí árið 2022, verið á láni hjá IFK Norr­köping í Sví­þjóð þar sem hann hefur slegið í gegn.

For­ráða­menn IFK Norr­köping segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að reyna halda í Ís­lendinginn knáa en gera sér þó grein fyrir því að fleiri lið eru um hituna. Arnór hefur verið einn besti leik­maður sænsku úr­vals­deildarinnar undan­farið.

„Við bjuggumst við þessari á­kvörðun FIFA,“ segir Tony Martins­son, í­þrótta­stjóri IFK Norr­köping, í sam­tali við Expres­sen í Sví­þjóð. „Við sjáum hvar við stöndum varðandi Arnór innan nokkurra vikna. Ég get ekki gefið ykkur líkurnar á því að hann verði á­fram í prósentum. Það er mikill á­hugi á kröftum hans, hann nýtur sín hér hjá okkur og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda í hann.“

Frá 1. júlí geta er­lendir leik­menn á samningum hjá rúss­neskum og úkraínskum knatt­spyrnu­fé­lögum gert hlé á um­ræddum samningum sínum fram til júní árið 2024.

Arnór tjáði sig í sam­tali við Expres­sen eftir leik Norr­köping í gær. Hann segist vera með fulla ein­beitingu á næstu þremur leikjum Norr­köping áður en lands­leikja­hlé tekur við.

„Ég nýt hvers leiks með IFK Norr­köping og það er ein besta á­kvörðun sem ég hef tekið að snúa aftur hingað. Ég er þakk­látur fé­laginu en hef ekki tekið á­kvörðun um fram­haldið á þessari stundu.“

Hann viður­kennir að það sé mikill á­hugi á kröftum sínum.

„Ég hef spilað mikið hérna síðan að ég sneri aftur til Sví­þjóðar og það er mikill á­hugi. Maður vill spila á hæsta gæða­stigi. Ég hef gert það áður og vil gera það aftur. Það væri eitt­hvað skrýtið ef ég vildi ekki stefna þangað aftur.“

Að­spurður hvort hann hefði dá­læti á ein­hverri á­kveðinni deild fremur en annarri hafði Arnór þetta að segja:

„Ég hef spilað áður í Serie A á Ítalíu og þekki fót­boltann þar vel. Þá horfir maður til Þýska­lands og á aðrar stórar deildir. En ég hef einnig talað við for­ráða­menn IFK Norr­köping, sjáum hvað setur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×