Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2023 12:01 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sat fyrir svörum um hvalveiðar á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun. Vísir/Vilhelm Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, kom fyrir atvinnuveganefnd Alþingis í morgun á opnum fundi um hvalveiðar vegna nýlegrar skýrslu Matvælastofnunar. Svandís hóf fundinn á því að ítreka niðurstöðu skýrslunnar um að veiðarnar uppfylli ekki markmið laga um velferð dýra. „Og þessi skýrsla og þessi myndbönd eru auðvitað sláandi þar sem fram kemur að dauðastríð þeirra sem ekki drepast strax sé ellefu og hálf mínúta að miðgildi og allt upp í tvær klukkustundir. Og meirihluti dýranna sem eru veidd eru kvendýr, þar á meðal mjólkandi kýr ásamt ellefu kálffullum kúm,“ sagði Svandís. Hins vegar sé gilt veiðileyfi fyrir hendi og í útgáfu þess felist stjórnvaldsákvörðun. Uppfylla þurfi ákveðin skilyrði til að hana megi afturkalla. „Annað hvort að ákvörðunin sé ógildanleg, það er að segja að hún sé haldin einhverjum tilteknum annmarka að lögum eða að ákvörðun um afturköllun sé ekki til tjóns fyrir aðila. Hvorugt skilyrða telst uppfyllt í þessu tiltekna tilviki.“ Sumarið 2022 setti matvælaráðherra reglugerð sem veitti Matvælastofnun heimild til að viðhafa reglubundið eftirlit við hvalveiðar. Tilgangur eftirlitsins var að stuðla bættri velferð dýra við hvalveiðar.vísir/Egil Ráðuneytið viðar nú að sér gögnum áður en ákvörðun verður tekin um næsta leyfi. Meðal annars á að kanna efnhagsleg- og umhverfisáhrif veiðanna. Svandís fagnaði mikilli og beittri umræðu - sem hefur náð út fyrir landsteinana. Hollywood-stjarnan Jason Momoa birti í gærkvöldi færslu á Instagram þar sem hann hvetur fólk til að skrifa undir áskorun til matvæla- og forsætisráðherra um að stöðva veiðarnar. Um fjörtíu þúsund manns hafa nú líkað við færsluna og undirskriftirnar eru hátt í sjö þúsund. Þá hafa um fjórtán þúsund skrifað undir aðra sambærilega innlenda áskorun til ráðherra. View this post on Instagram A post shared by Jason Momoa (@prideofgypsies) Nokkur hiti var í nefndarmönnum og nýttu einhverjir tækifærið til að lýsa yfir andstöðu sinni gegn veiðunum. „Ég er raunverulega að reyna að átta mig á því af hverju yfirlýstur og sannreyndur náttúruverndarsinni og dýraverndunarsinni hefur einfaldlega ekki stigið niður fæti og stoppað þetta,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og spurði ráðherra hvort það væri unnt að takmarka hvalveiðarnar í sumar fyrst ekki væri hægt að stöðva þær. Svandís sagði það til skoðunar. „Við erum að skoða þetta allt, við erum að skoða þetta allt í heild og við þurfum að gæta vel að hverju skrefi.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, kom fyrir atvinnuveganefnd Alþingis í morgun á opnum fundi um hvalveiðar vegna nýlegrar skýrslu Matvælastofnunar. Svandís hóf fundinn á því að ítreka niðurstöðu skýrslunnar um að veiðarnar uppfylli ekki markmið laga um velferð dýra. „Og þessi skýrsla og þessi myndbönd eru auðvitað sláandi þar sem fram kemur að dauðastríð þeirra sem ekki drepast strax sé ellefu og hálf mínúta að miðgildi og allt upp í tvær klukkustundir. Og meirihluti dýranna sem eru veidd eru kvendýr, þar á meðal mjólkandi kýr ásamt ellefu kálffullum kúm,“ sagði Svandís. Hins vegar sé gilt veiðileyfi fyrir hendi og í útgáfu þess felist stjórnvaldsákvörðun. Uppfylla þurfi ákveðin skilyrði til að hana megi afturkalla. „Annað hvort að ákvörðunin sé ógildanleg, það er að segja að hún sé haldin einhverjum tilteknum annmarka að lögum eða að ákvörðun um afturköllun sé ekki til tjóns fyrir aðila. Hvorugt skilyrða telst uppfyllt í þessu tiltekna tilviki.“ Sumarið 2022 setti matvælaráðherra reglugerð sem veitti Matvælastofnun heimild til að viðhafa reglubundið eftirlit við hvalveiðar. Tilgangur eftirlitsins var að stuðla bættri velferð dýra við hvalveiðar.vísir/Egil Ráðuneytið viðar nú að sér gögnum áður en ákvörðun verður tekin um næsta leyfi. Meðal annars á að kanna efnhagsleg- og umhverfisáhrif veiðanna. Svandís fagnaði mikilli og beittri umræðu - sem hefur náð út fyrir landsteinana. Hollywood-stjarnan Jason Momoa birti í gærkvöldi færslu á Instagram þar sem hann hvetur fólk til að skrifa undir áskorun til matvæla- og forsætisráðherra um að stöðva veiðarnar. Um fjörtíu þúsund manns hafa nú líkað við færsluna og undirskriftirnar eru hátt í sjö þúsund. Þá hafa um fjórtán þúsund skrifað undir aðra sambærilega innlenda áskorun til ráðherra. View this post on Instagram A post shared by Jason Momoa (@prideofgypsies) Nokkur hiti var í nefndarmönnum og nýttu einhverjir tækifærið til að lýsa yfir andstöðu sinni gegn veiðunum. „Ég er raunverulega að reyna að átta mig á því af hverju yfirlýstur og sannreyndur náttúruverndarsinni og dýraverndunarsinni hefur einfaldlega ekki stigið niður fæti og stoppað þetta,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og spurði ráðherra hvort það væri unnt að takmarka hvalveiðarnar í sumar fyrst ekki væri hægt að stöðva þær. Svandís sagði það til skoðunar. „Við erum að skoða þetta allt, við erum að skoða þetta allt í heild og við þurfum að gæta vel að hverju skrefi.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira