Við höfum lagt 23 ár í púkkið Hildur Björk Pálsdóttir skrifar 24. maí 2023 12:01 Fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna snýr að jafnrétti kynja – þ.e. að jafna tækifæri og réttindi kynja á öllum sviðum samfélagsins. Hluti af því er að jafna kaup og kjör, þannig að fólk í sömu og jafn verðmætum störfum sé að fá greitt með sama hætti. Það þýðir líka að auka fjölbreytileika í ákveðnum tegundum af störfum, þannig að karllæg störf og kvenlæg störf heyri sögunni til. Niðurstöður rannsóknar sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í fyrra segja að ef ekkert sé aðhafst mun það taka okkur 300 ár að ná jafnrétti í heiminum öllum. Það er augljóslega of mikill tími. 300 ár – er langur tími. Hvers vegna ætti það að skipta máli á Íslandi? Því þó við trónum á toppi listans yfir lönd þar sem jafnrétti er mest, verðum við að feta veginn áfram – því við eigum enn langt í land og viljum ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt, líka þegar vel gengur, að halda áfram og gera betur. Það samrýmist hugmyndafræði gæðastjórnunar um að vinna að stöðugum umbótum; að gera betur í dag en í gær. Ein af leiðunum sem íslensk stjórnvöld hafa farið til þess að færa jafnrétti ofar í forgangsröðun hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi, var að lögfesta jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Einhver hafa velt því fyrir sér hvort það sé rétta leiðin og benda á að tölfræðin sýni ekki endilega ótvíræða beina tengingu á milli þess að launamunur kynjanna hafi minnkað og þessarar lagasetningar. Það er þó ótvíræð tenging í mínum huga á milli þess að jafnrétti í víðara samhengi sé komið ofar á listann yfir hluti sem skipta máli í rekstri fyrirtækja. Jafnlaunastaðfesting og jafnlaunavottun hafa hjálpað okkur að sjá hvar tækifæri liggja til að gera betur í okkar rekstri og til að auka jafnrétti. Vinnunni sem þarf að fara í gang þegar við byggjum jafnlaunakerfi fylgir hugarfarsbreytingin sem er að mínu mati, stærsta verðmætið sem fylgir vegferðinni. Vegferðin að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu getur verið flókin. Það getur verið erfitt að byrja. Til þess að öðlast jafnlaunavottun, eða staðfestingu, þarf að skrifa skjöl sem segja hvernig við ætlum að mæta þeim kröfum sem settar eru í jafnlaunastaðlinum og lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna. Hugarfarsbreytingin myndast ekki endilega við það eitt að útskýra hvernig við ætlum að mæta kröfum staðalsins eða laganna heldur vinnan sem fer í gang þegar við förum að fylgja kröfunum. Jafnrétti í heiminum er ekki náð þegar jafnrétti er náð á Íslandi. Auðvitað viljum við vera fyrst í mark. Þó við trónum á toppi listans núna, þýðir það ekki að við munum alltaf gera það. Við þurfum að vinna að því að halda því sæti. Það væri ósanngjarn að segja að það að ná jafnrétti sé líkt því að hlaupa maraþon, ég held að það sé miklu líkara því að fara í þríþraut – með löngu sundi, hjólum og hlaupi. Það krefst aga, þrautseigju og vilja. Það hefur mikill tími farið í að skrifa skjöl sem grundvöll að jafnlaunakerfi, tími sem hefði mögulega betur verið varið í að framkvæma það sem þarf til að mæta kröfunum. Hluti af því að auka jafnrétti í heiminum er þessi lagalega krafa að vera með jafnlaunavottun eða -staðfestingu. Því fyrr sem allar rekstrarheildir mæta þeim kröfum, því nær erum við endatakmarkinu. Eitt af grunngildum Origo er að auka og styðja við jafnrétti í heiminum og eitt af tólunum sem við höfum þróað er Justly Pay sem hjálpar fyrirtækjum í jafnlaunavegferðinni. Það er ótrúlega skemmtilegt og gefandi að taka þátt í jafnréttisvegferð á Íslandi með beinum, en mögulega óhefðbundnum hætti. Að fá að vera með í að móta tól sem eykur skilvirkni á sama tíma og það hjálpar okkur öllum að gera betur í jafnréttismálum. Að sjá að það eru um 300 ár í að við náum í land í jafnréttismálum á heimsvísu er auðvelt að missa móðinn. Það var því ótrúlega skemmtilegt að reikna saman að með snjöllu jafnlaunatóli höfum við sparað rekstrarheildum á Íslandi samtals 23 ár af vinnu við að byggja jafnlaunakerfi og þannig tekið beinan þátt í að jafna rétt kynjanna. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna snýr að jafnrétti kynja – þ.e. að jafna tækifæri og réttindi kynja á öllum sviðum samfélagsins. Hluti af því er að jafna kaup og kjör, þannig að fólk í sömu og jafn verðmætum störfum sé að fá greitt með sama hætti. Það þýðir líka að auka fjölbreytileika í ákveðnum tegundum af störfum, þannig að karllæg störf og kvenlæg störf heyri sögunni til. Niðurstöður rannsóknar sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í fyrra segja að ef ekkert sé aðhafst mun það taka okkur 300 ár að ná jafnrétti í heiminum öllum. Það er augljóslega of mikill tími. 300 ár – er langur tími. Hvers vegna ætti það að skipta máli á Íslandi? Því þó við trónum á toppi listans yfir lönd þar sem jafnrétti er mest, verðum við að feta veginn áfram – því við eigum enn langt í land og viljum ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt, líka þegar vel gengur, að halda áfram og gera betur. Það samrýmist hugmyndafræði gæðastjórnunar um að vinna að stöðugum umbótum; að gera betur í dag en í gær. Ein af leiðunum sem íslensk stjórnvöld hafa farið til þess að færa jafnrétti ofar í forgangsröðun hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi, var að lögfesta jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Einhver hafa velt því fyrir sér hvort það sé rétta leiðin og benda á að tölfræðin sýni ekki endilega ótvíræða beina tengingu á milli þess að launamunur kynjanna hafi minnkað og þessarar lagasetningar. Það er þó ótvíræð tenging í mínum huga á milli þess að jafnrétti í víðara samhengi sé komið ofar á listann yfir hluti sem skipta máli í rekstri fyrirtækja. Jafnlaunastaðfesting og jafnlaunavottun hafa hjálpað okkur að sjá hvar tækifæri liggja til að gera betur í okkar rekstri og til að auka jafnrétti. Vinnunni sem þarf að fara í gang þegar við byggjum jafnlaunakerfi fylgir hugarfarsbreytingin sem er að mínu mati, stærsta verðmætið sem fylgir vegferðinni. Vegferðin að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu getur verið flókin. Það getur verið erfitt að byrja. Til þess að öðlast jafnlaunavottun, eða staðfestingu, þarf að skrifa skjöl sem segja hvernig við ætlum að mæta þeim kröfum sem settar eru í jafnlaunastaðlinum og lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna. Hugarfarsbreytingin myndast ekki endilega við það eitt að útskýra hvernig við ætlum að mæta kröfum staðalsins eða laganna heldur vinnan sem fer í gang þegar við förum að fylgja kröfunum. Jafnrétti í heiminum er ekki náð þegar jafnrétti er náð á Íslandi. Auðvitað viljum við vera fyrst í mark. Þó við trónum á toppi listans núna, þýðir það ekki að við munum alltaf gera það. Við þurfum að vinna að því að halda því sæti. Það væri ósanngjarn að segja að það að ná jafnrétti sé líkt því að hlaupa maraþon, ég held að það sé miklu líkara því að fara í þríþraut – með löngu sundi, hjólum og hlaupi. Það krefst aga, þrautseigju og vilja. Það hefur mikill tími farið í að skrifa skjöl sem grundvöll að jafnlaunakerfi, tími sem hefði mögulega betur verið varið í að framkvæma það sem þarf til að mæta kröfunum. Hluti af því að auka jafnrétti í heiminum er þessi lagalega krafa að vera með jafnlaunavottun eða -staðfestingu. Því fyrr sem allar rekstrarheildir mæta þeim kröfum, því nær erum við endatakmarkinu. Eitt af grunngildum Origo er að auka og styðja við jafnrétti í heiminum og eitt af tólunum sem við höfum þróað er Justly Pay sem hjálpar fyrirtækjum í jafnlaunavegferðinni. Það er ótrúlega skemmtilegt og gefandi að taka þátt í jafnréttisvegferð á Íslandi með beinum, en mögulega óhefðbundnum hætti. Að fá að vera með í að móta tól sem eykur skilvirkni á sama tíma og það hjálpar okkur öllum að gera betur í jafnréttismálum. Að sjá að það eru um 300 ár í að við náum í land í jafnréttismálum á heimsvísu er auðvelt að missa móðinn. Það var því ótrúlega skemmtilegt að reikna saman að með snjöllu jafnlaunatóli höfum við sparað rekstrarheildum á Íslandi samtals 23 ár af vinnu við að byggja jafnlaunakerfi og þannig tekið beinan þátt í að jafna rétt kynjanna. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun