Maðurinn mun því sitja áfram í gæsluvarðhaldi til 15. júní næstkomandi. Ákæra á hendur manninum var gefin út af Héraðsdómi Reykjaness þann 19. maí síðastliðinn og honum gert að sæta gæsluvarðhaldi þar til í júní. Sú ákvörðun hefur nú verið staðfest.
Segir í niðurstöðu Landsréttar að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að skilyrðum fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi sé fullnægt í ljósi alvarleika brota mannsins. Honum er gefin að sök nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi við eiginukonu sína á árunum 2019 til 2023.
Maðurinn hafi endurtekið, á sérstaklega sársaukafullan, meiðandi og alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð hennar með andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, hótunum og nauðung. Í ákæru er áverkum konunnar lýst og segir í niðurstöðu Landsréttar að samkvæmt læknisfræðilegum gögnum séu sumir þeirra taldir vera lífshættulegir.
