Segja tímana breytta og kanna sölu á skagfirsku félagsheimilunum Atli Ísleifsson skrifar 25. maí 2023 07:44 Félagsheimilið Ketilás í Fljótum, Árgarður í Steinstaðahverfi, Menningarhúsið Miðgarður í Varmahlíð og Héðinsminni í gamla Akrahreppi eru fjögur þeirra tíu félagsheimila sem sveitarfélagið á að hluta eða að fullu. Byggðarráð Skagafjarðar vill kanna hvort ekki sé skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í félagsheimilum sveitarfélagsins til aðila sem sjá tækifæri í að bæta nýtingu húsanna. Tímarnir hafi einfaldlega breyst. Í Sveitarfélaginu Skagafirði eru nú níu félagsheimili, auk Menningarhússins Miðgarðs, og á sveitarfélagið þau ýmist að hluta eða að fullu. Félagsheimilið Ketilás í Fljótum. Brúnastaðir Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar í síðustu viku var samþykkt bókun þar sem allir fulltrúar sögðust sammála um að kanna hvort rétt væri að skoða sölu á hlut sveitarfélagsins í félagsheimilunum. Fram kemur að öll eigi félagsheimilin það sameiginlegt að hafa verið byggð upp til að þjónusta nærsamfélagið sem skólar en einnig félagslíf þess hrepps eða hreppa sem það var hugsað fyrir. Félagsheimilið Árgarður í Steinstaðahverfi.Skagafjörður „Að byggingu þeirra komu margir sjálfboðaliðar ásamt frjálsum félagasamtökum eins og ungmennafélögum, kvenfélögum, kórum o.fl. sem gerir það að verkum að margir íbúar eiga tilfinningaleg tengsl við húsin, enda geymir saga þeirra marga minninguna. En tímarnir hafa breyst og samgöngur batnað ásamt því að bæði skólar og félagasamtök hafa sameinast yfir stærri svæði. Einnig hefur orðið uppbygging á t.d. íþróttamannvirkjum og hjá ferðaþjónustuaðilum sem hafa tekið yfir hluta þeirra verkefna sem félagsheimilin höfðu áður,“ segir í bókuninni. Félagsheimilin í Skagafirði: Félagsheimili Rípurhrepps Félagsheimilið Árgarður Félagsheimilið Bifröst Félagsheimilið Héðinsminni Félagsheimilið Ketilás Félagsheimilið Ljósheimar Félagsheimilið Melsgil Félagsheimilið Skagasel Félagsheimiliið Höfðaborg Menningarhúsið Miðgarður Þarf að eiga samtal Fram kemur í bókun byggðarráðs að flest þessara félagsheimila hafi á síðustu árum verið leigð rekstraraðilum sem hafi séð um daglegan rekstur þeirra með útleigu til notenda. „Þrjú af félagsheimilunum hafa undanfarin ár haft formlegar hússtjórnir sem hafa skipt með sér verkum og stjórnað rekstrinum. Menningarhúsið Miðgarður í Varmahlíð. Skagafjörður Fulltrúar í byggðarráði eru sammála um að skoða hvort ekki sé skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í mörgum þessara félagsheimila til aðila sem sjá tækifæri í að bæta nýtingu húsanna. En áður en slík sala getur farið fram þarf að eiga samtal og samráð við eigendur þeirra félagsheimila sem sveitarfélagið á ekki eitt og ræða þeirra sýn á málið og hvaða framtíðarlausnir þeir sjái að komi viðkomandi félagsheimili best.“ Fundað um næstu skref Byggðarráð hefur falið starfsmönnum menningarmála sveitarfélagsins að taka saman yfirlit um félagsheimilin og skráða eigendur þeirra. Í framhaldinu verði svo fundað með skráðum eigendum um næstu skref, auk þess sem samráð verði haft við fulltrúa í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins. Skagafjörður Menning Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Sjá meira
Í Sveitarfélaginu Skagafirði eru nú níu félagsheimili, auk Menningarhússins Miðgarðs, og á sveitarfélagið þau ýmist að hluta eða að fullu. Félagsheimilið Ketilás í Fljótum. Brúnastaðir Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar í síðustu viku var samþykkt bókun þar sem allir fulltrúar sögðust sammála um að kanna hvort rétt væri að skoða sölu á hlut sveitarfélagsins í félagsheimilunum. Fram kemur að öll eigi félagsheimilin það sameiginlegt að hafa verið byggð upp til að þjónusta nærsamfélagið sem skólar en einnig félagslíf þess hrepps eða hreppa sem það var hugsað fyrir. Félagsheimilið Árgarður í Steinstaðahverfi.Skagafjörður „Að byggingu þeirra komu margir sjálfboðaliðar ásamt frjálsum félagasamtökum eins og ungmennafélögum, kvenfélögum, kórum o.fl. sem gerir það að verkum að margir íbúar eiga tilfinningaleg tengsl við húsin, enda geymir saga þeirra marga minninguna. En tímarnir hafa breyst og samgöngur batnað ásamt því að bæði skólar og félagasamtök hafa sameinast yfir stærri svæði. Einnig hefur orðið uppbygging á t.d. íþróttamannvirkjum og hjá ferðaþjónustuaðilum sem hafa tekið yfir hluta þeirra verkefna sem félagsheimilin höfðu áður,“ segir í bókuninni. Félagsheimilin í Skagafirði: Félagsheimili Rípurhrepps Félagsheimilið Árgarður Félagsheimilið Bifröst Félagsheimilið Héðinsminni Félagsheimilið Ketilás Félagsheimilið Ljósheimar Félagsheimilið Melsgil Félagsheimilið Skagasel Félagsheimiliið Höfðaborg Menningarhúsið Miðgarður Þarf að eiga samtal Fram kemur í bókun byggðarráðs að flest þessara félagsheimila hafi á síðustu árum verið leigð rekstraraðilum sem hafi séð um daglegan rekstur þeirra með útleigu til notenda. „Þrjú af félagsheimilunum hafa undanfarin ár haft formlegar hússtjórnir sem hafa skipt með sér verkum og stjórnað rekstrinum. Menningarhúsið Miðgarður í Varmahlíð. Skagafjörður Fulltrúar í byggðarráði eru sammála um að skoða hvort ekki sé skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í mörgum þessara félagsheimila til aðila sem sjá tækifæri í að bæta nýtingu húsanna. En áður en slík sala getur farið fram þarf að eiga samtal og samráð við eigendur þeirra félagsheimila sem sveitarfélagið á ekki eitt og ræða þeirra sýn á málið og hvaða framtíðarlausnir þeir sjái að komi viðkomandi félagsheimili best.“ Fundað um næstu skref Byggðarráð hefur falið starfsmönnum menningarmála sveitarfélagsins að taka saman yfirlit um félagsheimilin og skráða eigendur þeirra. Í framhaldinu verði svo fundað með skráðum eigendum um næstu skref, auk þess sem samráð verði haft við fulltrúa í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins.
Félagsheimilin í Skagafirði: Félagsheimili Rípurhrepps Félagsheimilið Árgarður Félagsheimilið Bifröst Félagsheimilið Héðinsminni Félagsheimilið Ketilás Félagsheimilið Ljósheimar Félagsheimilið Melsgil Félagsheimilið Skagasel Félagsheimiliið Höfðaborg Menningarhúsið Miðgarður
Skagafjörður Menning Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Sjá meira