„Enn meiri bónus þegar við komumst að því að við fengum sama símtalið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 09:01 Andri Þór Helgason og Leó Snær Pétursson voru hressir þegar Gaupi hitti þá í gær. Stöð 2 Hornamennirnir Leó Snær Pétursson og Andri Þór Helgason segjast mættir í Mosfellsbæ til að hjálpa Aftureldingu að vinna fleiri titla. Þeir glöddust mjög yfir að geta sameinað handboltakrafta sína á nýjan leik. Leó kemur til Aftureldingar eftir sex ára dvöl hjá Stjörnunni og Andri var fyrirliði Gróttu. Þeir félagar voru saman í HK á sínum tíma og urðu Íslandsmeistarar með liðinu árið 2012, og vilja endurtaka þann leik að Varmá, þó að ljóst sé að samkeppnin í Olís-deildinni verði mikil á næstu leiktíð. „Við fengum virkilega spennandi símtal frá Gunna Magg [Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar] og þetta gekk hratt fyrir sig. Það var enn meiri bónus þegar við komumst að því að við fengum sama símtalið. Þetta var erfið ákvörðun en engu að síður mjög spennandi fyrir okkur báða,“ sagði Leó Snær í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan. „Gunni náði að selja okkur þetta helvíti vel. Það er spennandi að fara í klúbb sem ætlar sér að berjast um alla titla. Þetta var frekar auðveld ákvörðun – að gera þetta saman,“ sagði Andri en viðtalið við þá má sjá hér að neðan. Klippa: Leó og Andri sameinaðir á ný og vilja titla í Mosó Afturelding varð bikarmeistari í vetur og fagnaði þar með titli í fyrsta sinn í yfir tvo áratugi. Þá var liðið hársbreidd frá því að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Nú hefur félagið svo sótt góðan liðsstyrk því auk Andra og Leós kom Birgir Steinn Jónsson líkt og Andri frá Gróttu. Það virðast því spennandi tímar í Mosfellsbæ. „Já, já, algjörlega. Þetta er virkilega spennandi verkefni sem er í gangi. Þeir eru með allan bæinn með sér, það er þvílíkur meðbyr, þannig að við komum mjög spenntir til leiks,“ sagði Leó Snær. Guðjón benti á að tveir góðir leikmenn væru nú í hverri stöðu hjá Aftureldingu og að Andri stæði frammi fyrir mikilli samkeppni við Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi. „Það verður bara gaman að kljást við hann og við eigum eftir að verða góðir liðsfélagar. Það er gaman þegar það er samkeppni í þessu,“ sagði Andri. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Leó kemur til Aftureldingar eftir sex ára dvöl hjá Stjörnunni og Andri var fyrirliði Gróttu. Þeir félagar voru saman í HK á sínum tíma og urðu Íslandsmeistarar með liðinu árið 2012, og vilja endurtaka þann leik að Varmá, þó að ljóst sé að samkeppnin í Olís-deildinni verði mikil á næstu leiktíð. „Við fengum virkilega spennandi símtal frá Gunna Magg [Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar] og þetta gekk hratt fyrir sig. Það var enn meiri bónus þegar við komumst að því að við fengum sama símtalið. Þetta var erfið ákvörðun en engu að síður mjög spennandi fyrir okkur báða,“ sagði Leó Snær í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan. „Gunni náði að selja okkur þetta helvíti vel. Það er spennandi að fara í klúbb sem ætlar sér að berjast um alla titla. Þetta var frekar auðveld ákvörðun – að gera þetta saman,“ sagði Andri en viðtalið við þá má sjá hér að neðan. Klippa: Leó og Andri sameinaðir á ný og vilja titla í Mosó Afturelding varð bikarmeistari í vetur og fagnaði þar með titli í fyrsta sinn í yfir tvo áratugi. Þá var liðið hársbreidd frá því að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Nú hefur félagið svo sótt góðan liðsstyrk því auk Andra og Leós kom Birgir Steinn Jónsson líkt og Andri frá Gróttu. Það virðast því spennandi tímar í Mosfellsbæ. „Já, já, algjörlega. Þetta er virkilega spennandi verkefni sem er í gangi. Þeir eru með allan bæinn með sér, það er þvílíkur meðbyr, þannig að við komum mjög spenntir til leiks,“ sagði Leó Snær. Guðjón benti á að tveir góðir leikmenn væru nú í hverri stöðu hjá Aftureldingu og að Andri stæði frammi fyrir mikilli samkeppni við Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi. „Það verður bara gaman að kljást við hann og við eigum eftir að verða góðir liðsfélagar. Það er gaman þegar það er samkeppni í þessu,“ sagði Andri.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira