Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru allar stöðvar sendar á vettvang en meirihluti þeirra afturkallaðar eftir að upplýsingar bárust um að starfsmönnum Sorpu hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins.
„Það mættu tvær stöðvar á staðinn til að meta aðstæður enda mikill eldsmatur á staðnum,“ segir varðstjóri hjá slökkviliði í samtali við fréttastofu.