Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að konurnar hafi skyndilega tjáð honum að þær væru vændiskonur og óskuðu eftir að hann greiddi fyrir þjónustuna.
Maðurinn neitaði þeim um það og tóku þær þá upp vopn og hótuðu honum, að því er segir í dagbók lögreglu. Maðurinn segir konurnar hafa náð af sér fjármunum.
Segir lögregla að ekki liggi fyrir að svo stöddu hverjar umræddar konur eru. Málið sé til rannsóknar.