Greiningarprófi að þakka að Fentanýl fannst í kristölum sem sagðir voru hreinir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. maí 2023 21:23 Kristinn Ingvarsson og Andri Einarsson stofnuðu Varlega í janúar. einar árnason Fentanýl fannst nýlega í MDMA kristölum sem voru í umferð hér á landi og sagðir hreinir. Þetta kom í ljós þegar notandi gerði greiningu á efninu og hætti af þeim sökum við að nota það. Stofnendur fyrirtækis sem flytur inn greiningarpróf vonast til að stjórnvöld hafi áhuga á samstarfi til að tryggja betur öryggi notenda. Fyrirtækið Varlega sér um innflutning og sölu á prófum sem gerir notendum vímuefna kleift að athuga hvort efni eru hrein eða menguð með öðrum skaðlegum efnum. Hugmyndin kviknaði fyrir um ári síðan þegar stofnendur fyrirtækisins unnu saman í Gistiskýlinu á Granda og sáu þörfina á slíkum prófum svo notendur gætu tryggt öryggi sitt. Alls konar próf eru í boði en vinsælastir eru strimlar sem greina hvort fentanýl sé í vímuefni - sem er gríðar sterkur ópíóði. „Bara míkrógrömm til eða frá af skammti af fentanýl getur ráðið úrslitum um hvort þú hljótir alvarlegan skaða af eða jafnvel látir lífið,“segir Kristinn Ingvarsson, stofnandi Varlega. Fentanýl sé eitthvað sem þeir segja enga vilja taka óafvitandi. Prófin séu öryggisskref sem hafi vantað á Íslandi. Nýlega keypti notandi vímuefna fentanýlpróf af fyrirtækinu og í ljós kom að efnið var mengað. „Það voru sem sagt MDMA kristallar sem áttu að vera hreint MDMA en var mengað af fentanýl sem er bara mjög alvarlegt mál að sé raunveruleikinn á Íslandi.“ Hætti viðkomandi þá við að taka þetta efni? „Já og skilaði því.“ Strákarnir muldu fyrir okkur eina töflu af Íbúfen og var örlitlu magni blandað við vatn í þeim tilgangi að skima fyrir Fentanýl í töflunni. Fentanýl strimlinum var síðan dýft ofan í vatnið og eftir tvær mínútur er niðurstaðan ljós. „Þarna eru komnar tvær línur, þannig það er ekkert Fentanýl í þessari Íbúfen-pillu.“ Notendur þurfi sjálfir að sjá um eftirlit Þeir segja að víða í löndunum í kringum okkur séu ríkisreknar rannsóknarstofur sem efnagreina ólögleg vímuefni keypt á svörtum markaði. „Fyrst að við erum ekki með rannsóknarstofu á Íslandi sem sér um þetta þá er þetta svona skásta lausnin, að bjóða fólki að taka gæðaeftirlitið í eigin hendur.“ Þá vonast þeir til að stjórnvöld hafi áhuga á samstarfi til að tryggja betur öryggi notenda. „Einn daginn mun það kannski gerast að fullu að ríkið taki þátt og þetta verði viðurkennt,“ segir Andri Einarsson, stofnandi Varlega. Prófin má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins. Í næstu viku fara fram svokallaðir neyðartónleikar í Eldborg í Hörpu sem er ætlað að vekja athygli á alvarlegri stöðu ópíóðaneyslu á Íslandi. „Við verðum þar með bás að kynna og selja okkar vöru,“ segja þeir og lofa stuði. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fyrirtækið Varlega sér um innflutning og sölu á prófum sem gerir notendum vímuefna kleift að athuga hvort efni eru hrein eða menguð með öðrum skaðlegum efnum. Hugmyndin kviknaði fyrir um ári síðan þegar stofnendur fyrirtækisins unnu saman í Gistiskýlinu á Granda og sáu þörfina á slíkum prófum svo notendur gætu tryggt öryggi sitt. Alls konar próf eru í boði en vinsælastir eru strimlar sem greina hvort fentanýl sé í vímuefni - sem er gríðar sterkur ópíóði. „Bara míkrógrömm til eða frá af skammti af fentanýl getur ráðið úrslitum um hvort þú hljótir alvarlegan skaða af eða jafnvel látir lífið,“segir Kristinn Ingvarsson, stofnandi Varlega. Fentanýl sé eitthvað sem þeir segja enga vilja taka óafvitandi. Prófin séu öryggisskref sem hafi vantað á Íslandi. Nýlega keypti notandi vímuefna fentanýlpróf af fyrirtækinu og í ljós kom að efnið var mengað. „Það voru sem sagt MDMA kristallar sem áttu að vera hreint MDMA en var mengað af fentanýl sem er bara mjög alvarlegt mál að sé raunveruleikinn á Íslandi.“ Hætti viðkomandi þá við að taka þetta efni? „Já og skilaði því.“ Strákarnir muldu fyrir okkur eina töflu af Íbúfen og var örlitlu magni blandað við vatn í þeim tilgangi að skima fyrir Fentanýl í töflunni. Fentanýl strimlinum var síðan dýft ofan í vatnið og eftir tvær mínútur er niðurstaðan ljós. „Þarna eru komnar tvær línur, þannig það er ekkert Fentanýl í þessari Íbúfen-pillu.“ Notendur þurfi sjálfir að sjá um eftirlit Þeir segja að víða í löndunum í kringum okkur séu ríkisreknar rannsóknarstofur sem efnagreina ólögleg vímuefni keypt á svörtum markaði. „Fyrst að við erum ekki með rannsóknarstofu á Íslandi sem sér um þetta þá er þetta svona skásta lausnin, að bjóða fólki að taka gæðaeftirlitið í eigin hendur.“ Þá vonast þeir til að stjórnvöld hafi áhuga á samstarfi til að tryggja betur öryggi notenda. „Einn daginn mun það kannski gerast að fullu að ríkið taki þátt og þetta verði viðurkennt,“ segir Andri Einarsson, stofnandi Varlega. Prófin má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins. Í næstu viku fara fram svokallaðir neyðartónleikar í Eldborg í Hörpu sem er ætlað að vekja athygli á alvarlegri stöðu ópíóðaneyslu á Íslandi. „Við verðum þar með bás að kynna og selja okkar vöru,“ segja þeir og lofa stuði.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira