Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.
Lögregla vísaði einnig manni á brott sem var að ónáða fólk við strætóbiðstöð og þá voru afskipti höfð af manni í bifreið, sem grunaður er um vörslu fíkniefna.
Tvær tilkynningar bárust um umferðaróhöpp; dreng sem datt á vespu og óhapp á bílastæði við verslun, þar sem önnur bifreiðin reyndist ótryggð. Fjórir voru að auki handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum.
Einn var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar máls en í ljós kom að hann var í ólöglegri dvöl, segir einnig í yfirliti lögreglu.