Manchester United gulltryggði þriðja sætið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2023 17:44 Bruno Fernandes skoraði seinna mark United í dag. Catherine Ivill/Getty Images Manchester United endar í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur gegn Fulham í lokaumferð deildarinnar í dag. Það voru gestirnir í Fulham sem tóku forystuna snemma leiks með marki frá Kenny Tete á 19. mínútu eftir stoðsendingu frá Willian. Alexandar Mitrovic fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forystu gestanna þegar Casemiro gerðirst brotlegur innan vítateigs. Mitrovic tók vítið, en David de Gea sá við honum í marki United. Heimamenn nýttu sér meðbyrinn og Jadon Sancho jafnaði metin fyrir United rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo Bruno Fernandes sem tryggði heimamönnum sigurinn með marki á 55. mínútu eftir stoðsendingu frá Fred og þar við sat. Niðurstaðan 2-1 sigur Manchester United og liðið endar tímabilið í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 75 stig. Nýliðar Fulham geta einnig gengið sáttir frá tímabilinu. Liðið náði í 52 stig og hafnaði í tíunda sæti. Enski boltinn
Manchester United endar í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur gegn Fulham í lokaumferð deildarinnar í dag. Það voru gestirnir í Fulham sem tóku forystuna snemma leiks með marki frá Kenny Tete á 19. mínútu eftir stoðsendingu frá Willian. Alexandar Mitrovic fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forystu gestanna þegar Casemiro gerðirst brotlegur innan vítateigs. Mitrovic tók vítið, en David de Gea sá við honum í marki United. Heimamenn nýttu sér meðbyrinn og Jadon Sancho jafnaði metin fyrir United rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo Bruno Fernandes sem tryggði heimamönnum sigurinn með marki á 55. mínútu eftir stoðsendingu frá Fred og þar við sat. Niðurstaðan 2-1 sigur Manchester United og liðið endar tímabilið í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 75 stig. Nýliðar Fulham geta einnig gengið sáttir frá tímabilinu. Liðið náði í 52 stig og hafnaði í tíunda sæti.