„Ég man ekki eftir svona miklum dauða“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 28. maí 2023 19:32 Lundarnir hafa sést reikulir í spori og hafa hreinlega dottið niður dauðir. Vísir/Steingrímur Dúi Dauðir lundar og ritur hafa sést hundraðatali í fjörum á Faxaflóasvæðinu undanfarna daga. Stórfelldur fugladauði þvert á tegundir þykir óvenjulegur og mikið áhyggjuefni að mati fuglafræðings. Fuglarnir sem hafa verið að finnast dauðir undanfarið eru af ýmsum tegundum en þó ber mest á lunda og ritu. Fyrir um tíu dögum fannst aragrúi af dauðum andfuglum í fjöru í Skagafirði, í síðustu viku fannst mikið af dauðum ritum á Suðurnesjum og nú eru hundruð lunda sem liggja í valnum víðsvegar um vesturland, mest við Faxaflóa. Mikið af lunda hefur til að mynda fundist í Kollafirði og að sögn sjónarvotts sáust fuglarnir reika um veiklulegir þar til þeir hreinlega lögðust niður og drápust. Lundastofninn hefur verið í miklum vandræðum á undanförnum árum og hefur minnkað um sjötíu prósent og því ekki gott ef fuglarnir drepast í hrönnum. Sölvi vonast til þess að MAST kanni málið.Vísir/Steingrímur Dúi Að sögn Sölva Rúnars Vignissonar, fuglafræðings, er ómögulegt að segja til um hvers vegna fuglarnir eru að drepast. „Við höfum verið að taka sýni úr hinum og þessum tegundum sem hafa verið að finnast dauðar og höfum ekki verið að sjá fuglaflensu í þessum dýrum. Allavega ekki í þessum ritum en svo er spurning með lundana sem hafa verið að finnast núna. Hvort það sé fuglaflensa eða eitthvað sambærilegt við það sem við höfum verið að sjá með riturnar. Óvenjulegt sé að svo margar tegundir finnist dauðar á sama tíma. „Við sjáum svona af og til. Fugladauða þar sem margir fuglar drepast en það er virkilega óvanalegt í þessu magni og ég man satt að segja ekki eftir svona miklum dauða af fleiri en einni tegund.“ Matvælastofnun sér um sýnatökur en stofnunin hefur ekki séð ástæðu til þess að bregðast við enn þá, Sölvi vonast þó eftir því að málið verði kannað. „Það eru nokkrir hlutir sem þekkjast sögulega. Sérstaklega bótúlismi sem er bakteríusýking sem sest í vefi fuglanna en við vitum það ekki fyrr en við skoðum fuglana. Ég vona að MAST eða Keldur taki þetta upp á sína arma.“ Lundarnir hafa fundist í hundraðatali.Vísir/Steingrímur Dúi Vonskuveður var á Faxaflóa í vikunni og hefur því verið velt upp hvort að mikil ölduhæð og ofsaveður gæti átt þátt í dauða dýranna. Sölvi segist frekar hneigjast að öðrum tilgátum. Lundar í góðum holdum sem sýnilega amar lítið að eru að finnast dauðir. „Það getur vel verið að þetta sé fæðuskortur eða volk eða eitthvað slíkt en mér finnst það ólíklegt, við erum að sjá stóra pattarlega einstaklinga vera að drepast, sem er sérstakt.“ Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fjöldadauði fugla á Faxaflóa Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig. 28. maí 2023 12:21 Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fuglarnir sem hafa verið að finnast dauðir undanfarið eru af ýmsum tegundum en þó ber mest á lunda og ritu. Fyrir um tíu dögum fannst aragrúi af dauðum andfuglum í fjöru í Skagafirði, í síðustu viku fannst mikið af dauðum ritum á Suðurnesjum og nú eru hundruð lunda sem liggja í valnum víðsvegar um vesturland, mest við Faxaflóa. Mikið af lunda hefur til að mynda fundist í Kollafirði og að sögn sjónarvotts sáust fuglarnir reika um veiklulegir þar til þeir hreinlega lögðust niður og drápust. Lundastofninn hefur verið í miklum vandræðum á undanförnum árum og hefur minnkað um sjötíu prósent og því ekki gott ef fuglarnir drepast í hrönnum. Sölvi vonast til þess að MAST kanni málið.Vísir/Steingrímur Dúi Að sögn Sölva Rúnars Vignissonar, fuglafræðings, er ómögulegt að segja til um hvers vegna fuglarnir eru að drepast. „Við höfum verið að taka sýni úr hinum og þessum tegundum sem hafa verið að finnast dauðar og höfum ekki verið að sjá fuglaflensu í þessum dýrum. Allavega ekki í þessum ritum en svo er spurning með lundana sem hafa verið að finnast núna. Hvort það sé fuglaflensa eða eitthvað sambærilegt við það sem við höfum verið að sjá með riturnar. Óvenjulegt sé að svo margar tegundir finnist dauðar á sama tíma. „Við sjáum svona af og til. Fugladauða þar sem margir fuglar drepast en það er virkilega óvanalegt í þessu magni og ég man satt að segja ekki eftir svona miklum dauða af fleiri en einni tegund.“ Matvælastofnun sér um sýnatökur en stofnunin hefur ekki séð ástæðu til þess að bregðast við enn þá, Sölvi vonast þó eftir því að málið verði kannað. „Það eru nokkrir hlutir sem þekkjast sögulega. Sérstaklega bótúlismi sem er bakteríusýking sem sest í vefi fuglanna en við vitum það ekki fyrr en við skoðum fuglana. Ég vona að MAST eða Keldur taki þetta upp á sína arma.“ Lundarnir hafa fundist í hundraðatali.Vísir/Steingrímur Dúi Vonskuveður var á Faxaflóa í vikunni og hefur því verið velt upp hvort að mikil ölduhæð og ofsaveður gæti átt þátt í dauða dýranna. Sölvi segist frekar hneigjast að öðrum tilgátum. Lundar í góðum holdum sem sýnilega amar lítið að eru að finnast dauðir. „Það getur vel verið að þetta sé fæðuskortur eða volk eða eitthvað slíkt en mér finnst það ólíklegt, við erum að sjá stóra pattarlega einstaklinga vera að drepast, sem er sérstakt.“
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fjöldadauði fugla á Faxaflóa Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig. 28. maí 2023 12:21 Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fjöldadauði fugla á Faxaflóa Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig. 28. maí 2023 12:21
Álftir byrjaðar að drepast Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir. 10. maí 2023 16:06