Hinn 64 ára gamli Spalletti hefur komið víða við á ferli sínum en er hvað frægastur fyrir að stýra Roma, Inter og Zenit St. Pétursborg í Rússlandi. Hann tók við Napoli árið 2021 og hefur nú bundið enda á 33 ára bið félagsins eftir meistaratitli.
Þrátt fyrir frábæran árangur á leiktíðinni, þar sem Napoli komst einnig í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu hafði Spalletti gefið reglulega í skyn að hann myndi ekki halda áfram sem þjálfari liðsins. Spalletti segir aldurinn einfaldlega vera farinn að segja til sín og nú þurfi hann að hvíla sig.
Luciano Spalletti confirms he s set to leave Napoli: Sometimes, you part ways due to too much love. I will not stay, I m leaving. NO way to change my mind .
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 29, 2023
I told the club that I need an year off few weeks ago. I will NOT work at any other club. I ll rest for one year . pic.twitter.com/Cdfpr02V5F
Það hefur Aurelio De Laurentiis, skrautlegur eigandi félagsins, nú staðfest. Hann gerði það í viðtali við ítölsku sjónvarpsstöðina Rai 3.
„Hann er frjáls maður. Ég get aðeins þakkað honum fyrir og óska honum alls hins besta,“ sagði De Laurentiis.
They'll never forget Luciano Spalletti in Naples pic.twitter.com/82ERvqDQ5K
— GOAL (@goal) May 29, 2023
Napoli mætir Sampdoria í lokaumferð Serie A á sunnudaginn kemur. Með sigri getur liðið brotið 90 stiga múrinn en sem stendur er liðið með 87 stig að loknum 37 umferðum.