Engin þinglok án upplýsinga um Lindarhvol Þorsteinn Sæmundsson skrifar 29. maí 2023 18:01 Forseti Alþingis hefur nú haldið greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol í gíslingu í tæp fimm ár. Á þeim tíma hefur eitt og annað gerst. Tvö lögfræðiálit hafa komið fram sem segja að birta eigi greinargerðina. Annað þeirra segir reyndar að greinargerðin skuli birt. Forsætisnefnd þingsins hefur samþykkt formlega að það skuli gert. Þrátt fyrir það hefur forseti skirrst við að birta greinargerðina og situr við sinn keip. Það hvarflar að leikmanni hvort forseta sé stætt á þessum undanbrögðum samkvæmt þingskaparlögum. Alltént hefur forseti gert meirihluta forsætisnefndar að ómerkingum með því að afhenda ekki greinargerðina og í raun gert meirihluta nefndarinnar alls áhrifalausan. Tveir aðilar hafa haft uppi andmæli við birtingu greinargerðarinnar. Starfsmaður fjármálaráðuneytis sem er eini stjórnarmaður Lindarhvols og síðan sitjandi ríkisendurskoðandi. Stjórnarmaður Lindarhvols hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og því varla fær um að meta hver áhrif birting greinargerðarinnar getur haft. Ríkisendurkoðandi hefur haft uppi stórar lögskýringar um hvers vegna ekki beri að afhenda greinargerðina. Flestar frekar vafasamar enda ríkisendurskoðandi ekki löglærður. Hann er reyndar heldur ekki endurskoðandi að mennt svo það sé nefnt. Umboðsmaður Alþingis hefur gert ítrekaðar athugasemdir við þá afstöðu fjármálaráðuneytis að birta ekki greinargerðina. Ráðuneytið hefur hrakist undan og beitt þrem eða fjórum mismunand rökum sem Umboðsmaður hefur efasemdir um. Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með fjármálaráðuneytinu hrekjast úr einni missögninni í aðra og hvernig ráðuneytið hefur verið margsaga í málinu. Umboðsmaður hefur greinargerð Sigurðar reyndar undir höndum og gæti þess vegna stigið fram og birt hana. Það gæti fjármálaráðuneytið einnig gert svo og Seðlabankinn. Allir þessir aðilar taka þátt í þögguninni með því að birta ekki greinargerðina. Sitthvað er þó til ráða til að tryggja birtingu greinargerðarinnar og sjá þannig til þess að forseti þingsins hætti að niðurlægja þingið, þingmenn og þó einkanlega forsætisnefnd. Það dregur nú að lokum vorþings og ríkisstjórnin getur ekki beðið eftir að losna úr þinghúsinu. Hvert vandræðamálið af öðru skekur samstarfið og ráðherrar tala út og suður. Við slíkar aðstæður ríður á að þingið gaumgæfi hvert þingmál vel og ræði í þaula. Þar má minnast á fullveldismál eins og lögfestingu Bókunar evrópska efnahagssvæðisins nr. 35 og að staðfesta með einhverjum hætti fyrirhugaða löggjöf ESB um losunarheimildir í flugi til að greiða fyrir lestarferðum milli landa. Einnig má minnast á fjármálaáætlun og samgönguáætlun komist þær yfirleitt á dagskrá. Ljóst er að gísling greinargerðar um Lindarhvol mun ekki greiða fyrir þingstörfum og er þessi grein m.a. sett fram til að hvetja þingmenn til að sýna forseta þingsins hug sinn gagnvart þeirri niðurlægingu sem hann sýnir þinginu og þingmönnum með því að gera þeim ókleift að sinna eftirlitshlutverki sínu sem er stjórnarskrárvarið. Forseti þingsins hefur ekki orðið við sjálfsögðum og eðlilegum beiðnum um að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Hann hefur hundsað ítrekuð lögfræðiálit um að birta hana. Hann hefur haft að engu einróma samþykkt forsætisnefndar á tillögu hans sjálfs um að birta greinargerðina. Þingmenn hljóta að svara þessari móðgun forseta við þingið með því að sitja við þingstörf fram á sumarið ef ekki verður um hugarfarsbreytingu að ræða af hálfu forseta. Nóg er nóttin sagði draugurinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsemi Lindarhvols Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Forseti Alþingis hefur nú haldið greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol í gíslingu í tæp fimm ár. Á þeim tíma hefur eitt og annað gerst. Tvö lögfræðiálit hafa komið fram sem segja að birta eigi greinargerðina. Annað þeirra segir reyndar að greinargerðin skuli birt. Forsætisnefnd þingsins hefur samþykkt formlega að það skuli gert. Þrátt fyrir það hefur forseti skirrst við að birta greinargerðina og situr við sinn keip. Það hvarflar að leikmanni hvort forseta sé stætt á þessum undanbrögðum samkvæmt þingskaparlögum. Alltént hefur forseti gert meirihluta forsætisnefndar að ómerkingum með því að afhenda ekki greinargerðina og í raun gert meirihluta nefndarinnar alls áhrifalausan. Tveir aðilar hafa haft uppi andmæli við birtingu greinargerðarinnar. Starfsmaður fjármálaráðuneytis sem er eini stjórnarmaður Lindarhvols og síðan sitjandi ríkisendurskoðandi. Stjórnarmaður Lindarhvols hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og því varla fær um að meta hver áhrif birting greinargerðarinnar getur haft. Ríkisendurkoðandi hefur haft uppi stórar lögskýringar um hvers vegna ekki beri að afhenda greinargerðina. Flestar frekar vafasamar enda ríkisendurskoðandi ekki löglærður. Hann er reyndar heldur ekki endurskoðandi að mennt svo það sé nefnt. Umboðsmaður Alþingis hefur gert ítrekaðar athugasemdir við þá afstöðu fjármálaráðuneytis að birta ekki greinargerðina. Ráðuneytið hefur hrakist undan og beitt þrem eða fjórum mismunand rökum sem Umboðsmaður hefur efasemdir um. Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með fjármálaráðuneytinu hrekjast úr einni missögninni í aðra og hvernig ráðuneytið hefur verið margsaga í málinu. Umboðsmaður hefur greinargerð Sigurðar reyndar undir höndum og gæti þess vegna stigið fram og birt hana. Það gæti fjármálaráðuneytið einnig gert svo og Seðlabankinn. Allir þessir aðilar taka þátt í þögguninni með því að birta ekki greinargerðina. Sitthvað er þó til ráða til að tryggja birtingu greinargerðarinnar og sjá þannig til þess að forseti þingsins hætti að niðurlægja þingið, þingmenn og þó einkanlega forsætisnefnd. Það dregur nú að lokum vorþings og ríkisstjórnin getur ekki beðið eftir að losna úr þinghúsinu. Hvert vandræðamálið af öðru skekur samstarfið og ráðherrar tala út og suður. Við slíkar aðstæður ríður á að þingið gaumgæfi hvert þingmál vel og ræði í þaula. Þar má minnast á fullveldismál eins og lögfestingu Bókunar evrópska efnahagssvæðisins nr. 35 og að staðfesta með einhverjum hætti fyrirhugaða löggjöf ESB um losunarheimildir í flugi til að greiða fyrir lestarferðum milli landa. Einnig má minnast á fjármálaáætlun og samgönguáætlun komist þær yfirleitt á dagskrá. Ljóst er að gísling greinargerðar um Lindarhvol mun ekki greiða fyrir þingstörfum og er þessi grein m.a. sett fram til að hvetja þingmenn til að sýna forseta þingsins hug sinn gagnvart þeirri niðurlægingu sem hann sýnir þinginu og þingmönnum með því að gera þeim ókleift að sinna eftirlitshlutverki sínu sem er stjórnarskrárvarið. Forseti þingsins hefur ekki orðið við sjálfsögðum og eðlilegum beiðnum um að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Hann hefur hundsað ítrekuð lögfræðiálit um að birta hana. Hann hefur haft að engu einróma samþykkt forsætisnefndar á tillögu hans sjálfs um að birta greinargerðina. Þingmenn hljóta að svara þessari móðgun forseta við þingið með því að sitja við þingstörf fram á sumarið ef ekki verður um hugarfarsbreytingu að ræða af hálfu forseta. Nóg er nóttin sagði draugurinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun