Engin þinglok án upplýsinga um Lindarhvol Þorsteinn Sæmundsson skrifar 29. maí 2023 18:01 Forseti Alþingis hefur nú haldið greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol í gíslingu í tæp fimm ár. Á þeim tíma hefur eitt og annað gerst. Tvö lögfræðiálit hafa komið fram sem segja að birta eigi greinargerðina. Annað þeirra segir reyndar að greinargerðin skuli birt. Forsætisnefnd þingsins hefur samþykkt formlega að það skuli gert. Þrátt fyrir það hefur forseti skirrst við að birta greinargerðina og situr við sinn keip. Það hvarflar að leikmanni hvort forseta sé stætt á þessum undanbrögðum samkvæmt þingskaparlögum. Alltént hefur forseti gert meirihluta forsætisnefndar að ómerkingum með því að afhenda ekki greinargerðina og í raun gert meirihluta nefndarinnar alls áhrifalausan. Tveir aðilar hafa haft uppi andmæli við birtingu greinargerðarinnar. Starfsmaður fjármálaráðuneytis sem er eini stjórnarmaður Lindarhvols og síðan sitjandi ríkisendurskoðandi. Stjórnarmaður Lindarhvols hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og því varla fær um að meta hver áhrif birting greinargerðarinnar getur haft. Ríkisendurkoðandi hefur haft uppi stórar lögskýringar um hvers vegna ekki beri að afhenda greinargerðina. Flestar frekar vafasamar enda ríkisendurskoðandi ekki löglærður. Hann er reyndar heldur ekki endurskoðandi að mennt svo það sé nefnt. Umboðsmaður Alþingis hefur gert ítrekaðar athugasemdir við þá afstöðu fjármálaráðuneytis að birta ekki greinargerðina. Ráðuneytið hefur hrakist undan og beitt þrem eða fjórum mismunand rökum sem Umboðsmaður hefur efasemdir um. Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með fjármálaráðuneytinu hrekjast úr einni missögninni í aðra og hvernig ráðuneytið hefur verið margsaga í málinu. Umboðsmaður hefur greinargerð Sigurðar reyndar undir höndum og gæti þess vegna stigið fram og birt hana. Það gæti fjármálaráðuneytið einnig gert svo og Seðlabankinn. Allir þessir aðilar taka þátt í þögguninni með því að birta ekki greinargerðina. Sitthvað er þó til ráða til að tryggja birtingu greinargerðarinnar og sjá þannig til þess að forseti þingsins hætti að niðurlægja þingið, þingmenn og þó einkanlega forsætisnefnd. Það dregur nú að lokum vorþings og ríkisstjórnin getur ekki beðið eftir að losna úr þinghúsinu. Hvert vandræðamálið af öðru skekur samstarfið og ráðherrar tala út og suður. Við slíkar aðstæður ríður á að þingið gaumgæfi hvert þingmál vel og ræði í þaula. Þar má minnast á fullveldismál eins og lögfestingu Bókunar evrópska efnahagssvæðisins nr. 35 og að staðfesta með einhverjum hætti fyrirhugaða löggjöf ESB um losunarheimildir í flugi til að greiða fyrir lestarferðum milli landa. Einnig má minnast á fjármálaáætlun og samgönguáætlun komist þær yfirleitt á dagskrá. Ljóst er að gísling greinargerðar um Lindarhvol mun ekki greiða fyrir þingstörfum og er þessi grein m.a. sett fram til að hvetja þingmenn til að sýna forseta þingsins hug sinn gagnvart þeirri niðurlægingu sem hann sýnir þinginu og þingmönnum með því að gera þeim ókleift að sinna eftirlitshlutverki sínu sem er stjórnarskrárvarið. Forseti þingsins hefur ekki orðið við sjálfsögðum og eðlilegum beiðnum um að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Hann hefur hundsað ítrekuð lögfræðiálit um að birta hana. Hann hefur haft að engu einróma samþykkt forsætisnefndar á tillögu hans sjálfs um að birta greinargerðina. Þingmenn hljóta að svara þessari móðgun forseta við þingið með því að sitja við þingstörf fram á sumarið ef ekki verður um hugarfarsbreytingu að ræða af hálfu forseta. Nóg er nóttin sagði draugurinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsemi Lindarhvols Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Forseti Alþingis hefur nú haldið greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol í gíslingu í tæp fimm ár. Á þeim tíma hefur eitt og annað gerst. Tvö lögfræðiálit hafa komið fram sem segja að birta eigi greinargerðina. Annað þeirra segir reyndar að greinargerðin skuli birt. Forsætisnefnd þingsins hefur samþykkt formlega að það skuli gert. Þrátt fyrir það hefur forseti skirrst við að birta greinargerðina og situr við sinn keip. Það hvarflar að leikmanni hvort forseta sé stætt á þessum undanbrögðum samkvæmt þingskaparlögum. Alltént hefur forseti gert meirihluta forsætisnefndar að ómerkingum með því að afhenda ekki greinargerðina og í raun gert meirihluta nefndarinnar alls áhrifalausan. Tveir aðilar hafa haft uppi andmæli við birtingu greinargerðarinnar. Starfsmaður fjármálaráðuneytis sem er eini stjórnarmaður Lindarhvols og síðan sitjandi ríkisendurskoðandi. Stjórnarmaður Lindarhvols hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og því varla fær um að meta hver áhrif birting greinargerðarinnar getur haft. Ríkisendurkoðandi hefur haft uppi stórar lögskýringar um hvers vegna ekki beri að afhenda greinargerðina. Flestar frekar vafasamar enda ríkisendurskoðandi ekki löglærður. Hann er reyndar heldur ekki endurskoðandi að mennt svo það sé nefnt. Umboðsmaður Alþingis hefur gert ítrekaðar athugasemdir við þá afstöðu fjármálaráðuneytis að birta ekki greinargerðina. Ráðuneytið hefur hrakist undan og beitt þrem eða fjórum mismunand rökum sem Umboðsmaður hefur efasemdir um. Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með fjármálaráðuneytinu hrekjast úr einni missögninni í aðra og hvernig ráðuneytið hefur verið margsaga í málinu. Umboðsmaður hefur greinargerð Sigurðar reyndar undir höndum og gæti þess vegna stigið fram og birt hana. Það gæti fjármálaráðuneytið einnig gert svo og Seðlabankinn. Allir þessir aðilar taka þátt í þögguninni með því að birta ekki greinargerðina. Sitthvað er þó til ráða til að tryggja birtingu greinargerðarinnar og sjá þannig til þess að forseti þingsins hætti að niðurlægja þingið, þingmenn og þó einkanlega forsætisnefnd. Það dregur nú að lokum vorþings og ríkisstjórnin getur ekki beðið eftir að losna úr þinghúsinu. Hvert vandræðamálið af öðru skekur samstarfið og ráðherrar tala út og suður. Við slíkar aðstæður ríður á að þingið gaumgæfi hvert þingmál vel og ræði í þaula. Þar má minnast á fullveldismál eins og lögfestingu Bókunar evrópska efnahagssvæðisins nr. 35 og að staðfesta með einhverjum hætti fyrirhugaða löggjöf ESB um losunarheimildir í flugi til að greiða fyrir lestarferðum milli landa. Einnig má minnast á fjármálaáætlun og samgönguáætlun komist þær yfirleitt á dagskrá. Ljóst er að gísling greinargerðar um Lindarhvol mun ekki greiða fyrir þingstörfum og er þessi grein m.a. sett fram til að hvetja þingmenn til að sýna forseta þingsins hug sinn gagnvart þeirri niðurlægingu sem hann sýnir þinginu og þingmönnum með því að gera þeim ókleift að sinna eftirlitshlutverki sínu sem er stjórnarskrárvarið. Forseti þingsins hefur ekki orðið við sjálfsögðum og eðlilegum beiðnum um að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Hann hefur hundsað ítrekuð lögfræðiálit um að birta hana. Hann hefur haft að engu einróma samþykkt forsætisnefndar á tillögu hans sjálfs um að birta greinargerðina. Þingmenn hljóta að svara þessari móðgun forseta við þingið með því að sitja við þingstörf fram á sumarið ef ekki verður um hugarfarsbreytingu að ræða af hálfu forseta. Nóg er nóttin sagði draugurinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar