„Stundum þarftu að þjást fyrir það sem þig langar svo mikið í“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 07:31 Jimmy Butler treður boltanum í körfuna án þess að Jaylen Brown komi vörnum við. AP/Michael Dwyer Miami Heat er komið í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta eftir öruggan nítján stiga sigur á Boston Celtics, 103-84, í oddaleik í Boston í nótt. Boston Celtics var einum sigri frá því að verða fyrsta liðið í sögunni til að koma til baka eftir að hafa tapað þremur fyrstu leikjunum í seríu. Boston hafði unnið þrjá síðustu leiki og var á heimavelli. Eins og hin 150 liðin sem höfðu byrjað 0-3 eru Celtics menn úr leik. Þetta var líka annað árið í röð sem þessi lið mættust í oddaleik á þessum tímapunkti í úrslitakeppninni en ólíkt því sem gerðist í fyrra þá komst Miami Heat í lokaúrslitin þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Jimmy Butler comes up big as the @MiamiHEAT take Game 7 on the road!28 PTS | 7 REB | 6 AST | 3 STLThe #NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:MIA/DEN: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/1trjBIliXR— NBA (@NBA) May 30, 2023 Jimmy Butler skoraði 28 stig í leiknum og fékk Larry Bird verðlaunin sem besti leikmaður úrslitaeinvígis Austurdeildarinnar. Caleb Martin var líka frábær í oddaleiknum með 26 stig og 10 fráköst. „Við stóðum saman sem einn hópur. Við töluðum saman sem lið að fara að ná í einn erfiðan sigur á útivelli. Við gerðum það. Við erum alls ekki saddir. Við erum spenntir. Við erum ánægðir. Það er einn eftir,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. Bam Adebayo var með 12 stig og 10 fráköst hjá Miami en liðið er það fyrsta í 24 ár sem kemst alla leið í úrslitin um titilinn eftir að hafa komið inn í úrslitakeppnina sem áttunda og síðasta liðið. Síðasta liðið til að ná því var New York Knicks 1999. Caleb Martin SHINES as the @MiamiHEAT win Game 7 on the road!26 PTS (Playoff career high)11-16 FG10 REB#NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:Thursday, 6/1 at 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/leZLxechIp— NBA (@NBA) May 30, 2023 Boston byrjaði leikinn ágætlega en tapaði lokakafla fyrsta leikhlutans 14-4 og Miami skoraði síðan 16 af fyrstu 22 stigum annars leikhluta. Eftir það var Miami var með góð tök á leiknum og kæfði endanlega heimamenn með góðri byrjun á fjórða leikhluta sem þýddi að lokaleikhlutinn varð aldrei spennandi. Derrick White, hetja Boston Celtics úr sjötta leiknum, skoraði 18 stig en Jaylen Brown var stigahæstur með 19 stig. Brown hitti aftur á móti aðeins úr einu af níu þriggja stiga skotum og tapaði átta boltum. Jayson Tatum missteig sig í fyrstu sókn leiksins og haltraði í gegnum allan leikinn með 14 stig og 11 fráköst. Hann hafði skorað 51 stig í oddaleiknum á móti Philadelphia 76ers í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Jimmy SpoThe Heat are Finals bound... Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV is Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC!More ECF Game 7 content in the NBA App: https://t.co/PeOTFQxlAy pic.twitter.com/Tgntn4ySpQ— NBA (@NBA) May 30, 2023 „Stundum þarftu að þjást fyrir það sem þig langar svo mikið í. Þetta lið hefur sýnt hugprýði og farið í gegnum vonbrigði og mótlæti en alltaf sýnt þrautseigjuna til að rífa sig upp og hafa samaneinaðan anda til að halda áfram þar til að markmiðinu er náð,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Það er stutt í fyrsta leik lokaúrslitanna sem er á fimmtudaginn i Denver en þar bíða heimamenn í Nuggets sem hafa ekki spilað síðan þeir sópuðu Los Angeles Lakers í sumarfrí 22. maí síðastliðinn. The official schedule of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV!Game 1: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/psNkHpQGj5— NBA (@NBA) May 30, 2023 NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Boston Celtics var einum sigri frá því að verða fyrsta liðið í sögunni til að koma til baka eftir að hafa tapað þremur fyrstu leikjunum í seríu. Boston hafði unnið þrjá síðustu leiki og var á heimavelli. Eins og hin 150 liðin sem höfðu byrjað 0-3 eru Celtics menn úr leik. Þetta var líka annað árið í röð sem þessi lið mættust í oddaleik á þessum tímapunkti í úrslitakeppninni en ólíkt því sem gerðist í fyrra þá komst Miami Heat í lokaúrslitin þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Jimmy Butler comes up big as the @MiamiHEAT take Game 7 on the road!28 PTS | 7 REB | 6 AST | 3 STLThe #NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:MIA/DEN: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/1trjBIliXR— NBA (@NBA) May 30, 2023 Jimmy Butler skoraði 28 stig í leiknum og fékk Larry Bird verðlaunin sem besti leikmaður úrslitaeinvígis Austurdeildarinnar. Caleb Martin var líka frábær í oddaleiknum með 26 stig og 10 fráköst. „Við stóðum saman sem einn hópur. Við töluðum saman sem lið að fara að ná í einn erfiðan sigur á útivelli. Við gerðum það. Við erum alls ekki saddir. Við erum spenntir. Við erum ánægðir. Það er einn eftir,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. Bam Adebayo var með 12 stig og 10 fráköst hjá Miami en liðið er það fyrsta í 24 ár sem kemst alla leið í úrslitin um titilinn eftir að hafa komið inn í úrslitakeppnina sem áttunda og síðasta liðið. Síðasta liðið til að ná því var New York Knicks 1999. Caleb Martin SHINES as the @MiamiHEAT win Game 7 on the road!26 PTS (Playoff career high)11-16 FG10 REB#NBAFinals presented by @YouTubeTV Game 1:Thursday, 6/1 at 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/leZLxechIp— NBA (@NBA) May 30, 2023 Boston byrjaði leikinn ágætlega en tapaði lokakafla fyrsta leikhlutans 14-4 og Miami skoraði síðan 16 af fyrstu 22 stigum annars leikhluta. Eftir það var Miami var með góð tök á leiknum og kæfði endanlega heimamenn með góðri byrjun á fjórða leikhluta sem þýddi að lokaleikhlutinn varð aldrei spennandi. Derrick White, hetja Boston Celtics úr sjötta leiknum, skoraði 18 stig en Jaylen Brown var stigahæstur með 19 stig. Brown hitti aftur á móti aðeins úr einu af níu þriggja stiga skotum og tapaði átta boltum. Jayson Tatum missteig sig í fyrstu sókn leiksins og haltraði í gegnum allan leikinn með 14 stig og 11 fráköst. Hann hafði skorað 51 stig í oddaleiknum á móti Philadelphia 76ers í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Jimmy SpoThe Heat are Finals bound... Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV is Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC!More ECF Game 7 content in the NBA App: https://t.co/PeOTFQxlAy pic.twitter.com/Tgntn4ySpQ— NBA (@NBA) May 30, 2023 „Stundum þarftu að þjást fyrir það sem þig langar svo mikið í. Þetta lið hefur sýnt hugprýði og farið í gegnum vonbrigði og mótlæti en alltaf sýnt þrautseigjuna til að rífa sig upp og hafa samaneinaðan anda til að halda áfram þar til að markmiðinu er náð,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Það er stutt í fyrsta leik lokaúrslitanna sem er á fimmtudaginn i Denver en þar bíða heimamenn í Nuggets sem hafa ekki spilað síðan þeir sópuðu Los Angeles Lakers í sumarfrí 22. maí síðastliðinn. The official schedule of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV!Game 1: Thursday, 6/1, 8:30 PM ET on ABC pic.twitter.com/psNkHpQGj5— NBA (@NBA) May 30, 2023
NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira